Stjarnan - 01.09.1942, Blaðsíða 5
STJARNAN
77
kominn til að taka þig sér fyrir konu.”
Hún svaraði: “Faðir minn, eg er kristin,
og get ekki gift mig heiðingja.” “Þú
verður að giftast honum, það er siður
þjóðar vorrar. Hann hefir borgað mér
alla gripina; þú verður að fara með hon-
um og vera kona hans.”
Þrátt fyrir fortölur föðursins og á-
minningar frænda og vina þá sat stúlkan
við sinn keip. Nú talaði afi hennar við
hana. Hinir gráhærðu eru heiðraðir í
Afríku, en í þetta skifti höfðu tillögur afa
hennar engin áhrif.
“Eg er kristin, afi minn,” sagði hún,
“og kristnir eiga ekki að giftast heið-
ingjum.”
“Hver hefir heyrt annað eins? Hvers
konar stúlka ert þú, að óhlýðnast föður
þínum og hafna þjóðarsiðum vorum. Þú
verður að giftast honum.”
“En eg get það ekki, afi minn. Eg
er kristin.”
Nú var hin seinasta tilraun gjörð. Það
var farið með stúlkuna til höfðingjans.
Hann spurði hana mjög alvarlega: “Er
því svona varið að stúlkan óhlýðnast föður
sínum. Skil eg það rétt að þú vilt ekki
giftast manninum, sem hefir borgað fyrir
þig?”
“Höfðingi,” svaraði hún, “þú ert krist,-
inn (hann var katólskur) er það rétt fyrir
þann, sem er kristinn að giftast heið-
ingja?”
“Eg er höfðingi. Eg get gifst hverjum
sem eg vil. Þú ert bændastúlka. Faðir
þinn er bóndi. Þú verður að gjöra það,
sem þér er sagt. Gripirnir hafa þegar
verið étnir, svo hvað getur þú gjört?”
Alt, sem vesalings stúlkan gat sagt var
þetta: Eg er kristin. Eg hefi gefið Jesú
hjarta mitt. Eg get ekki, eg vil ekki
giftast heiðnum manni.”
Hér var staðfesta og sannfæring, sem
þeir höfðu aldrei áður séð, svo þeir sögðu
við stúlkuna: “Far þú þína leið, vér
viljum ekkert með þig hafa.” Hún fór, en
ekki sína leið. Hún gekk á Guðs vegi,
og hann annaðist þetta trúfasta barn sitt.
Hann bregst aldrei þeim, sem reynast
honum trúir og hlýðnast boðum hans í
smáu og stóru.
Ungur innlendur starfsmaður vor
heyrði um staðfestu þessarar stúlku og
leitaði hana uppi, og eftir að hann hafði
borgað til baka nautgripina, sem faðir
hennar hafði tekið á móti, þá tók hann
hana sér fyrir konu og þau unnu saman
til eflingar Guðs ríki.
Slík trúmenska og staðfesta ætti að
vera oss til uppörfunar, sem höfum betri
lifskjör. Hvort sem er að tala um félags-
skap, skemtanir, eða nokkuð annað, þá
ættum vér fúslega að fylgja áminning-
um Guðs, hlýða orði hans, og standa stöð-
ugir, óbifanlegir hvaða reynslu sem vér
höfum að mæta. S. S. W.
Er Guð smámunasamur?
Hverjir verða frelsaðir í Guðs ríki?
Það er sagt um Jesúm að hann væri “eftir
sína upphafningu orðinn öllum þeim er
honum hlýðnast undirrót til ævarandi
farsældar.” Hebr. 5:9. Þessi texti segir
ekki að allir muni frelsast, sem kalla sig
kristna, eða allir, sem eru skírðir og
fermdir, heldur allir, sem hlýða honum.
Ef vér viljum frelsast, þá verðum vér hér
í þessum heimi að kjósa að hlýða hans
boðorðum. Hlýðir þú, hlýði eg öllum
Guðs boðorðum?
Er það nauðsynlegt að halda öll Guðs
boðorð til þess að öðlast eilíft líf?
Maður nokkur kom til Jesú og spurði:
“Góði meistari, hvað gott á eg að gjöra
til þess að eg öðlist eilíft líf?” Jesús
mælti . . . ef þú vilt innganga til lífsins
þá haltu boðorðin.” Matt. 19:16.17. Jesús
á hér við'10 boðorðin. (Matt. 19:18). Eilíft
líf er náðargjöf Guðs. Enginn getur á-
unnið sér það því að halda Guðs boðorð,
eða með nokkru öðru sem hann getur
gjört, en gjöf eilífs lífs er bundin því skil-
yrði að menn hlýði Guði. Hver sem vís-
vitandi og viljandi fótumtreður nokkurt
af Guðs boðorðum, kemst ekki inn í Guðs
ríki. Ungi maðurinn hélt hann hefði
haldið öll Guðs boðorð, en hann hélt ekki
fyrsta boðorðið, því eignirnar voru hans
guð. Margir, sem nú halda sunnudaginn
heilagan, ímynda sér að þeir haldi öll
Guðs boðorð, en þeir fótumtroða hvíldar-
dagsboðorðið. Það er aðeins einn dagur