Stjarnan - 01.09.1942, Page 2
74
STJARNAN
mörg þeirra segi: “Þú skalt ekki,” það,
sem er bannað, er bannað mönnum til
góðs. Ef þeir óhlýðnast þá ganga þeir á
glötunarvegi, því “Laun syndarinnar er
dauði.” Guð er kærleikur segir Jóhannes.
Eðli hans er kærleikur. Lögmál hans er
kærleikur. “Lögmálið er heilagt, réttlátt
og gott.” Róm. 7:12. Svo lögmálið er
endurskin Guðs eiginlegleika. Vér lesum
í 1. Jóh. 3:4. “Syndin er lagabrot.” Eðli
Guðs og synd er algjörlega gagnstætt,
hvað öðru. “Allir hafa syndgað og hafa
skort á Guðs dýrð.” Róm. 3:23.
Lögmál Guðs er ævarandi.
Af því lögmálið er endurskin Guðs
eiginlegleika, þá leiðir af sjálfu sér að
það er eilíft og ævarandi. Sálmaskáldið
segir:. “Réttsýn eru öll hans boðorð, þau
eru óbifanleg um aldur og æfi.” Sálm.
111:7.8. Það er vegna þess að grundvall-
aratriðin í lögmáli Guðs eru eilíf í eðli
sínu. Jesús lagði áherzlu á þetta er hann
sagði: “Þangað til himin og jörð for-
gengur, mun ekki hinn minsti bókstafur
eða titill lögmálsins líða undir lok, unz
því öllu er fullnægt.” Matt. 518. Vér sjá-
um að það eru tíu boðorðin, sem hann
er að tala um, því litlu seinna tilfærir
hann tvö þeirra: “Þú skalt ekki mann
vega,” og “Þú skalt ekki hórdóm drýgja.”
Hann kendi mjög ákveðið ævarandi gildi
Guðs boðorða. Flestar kirkjudeildir mót-
mælenda kannast við þetta.
Þessu samhljóða er það, sem stóð í
“Sunday School Times,” sem er mjög út-
breytt kristilegt rit: “Meðan Guð er Guð
hlýtur siðferðislögmál hans að vera bind-
andi fyrir alla, sem vilja eiga þátt í lífi
hans. . . . Siðferðislögmál Guðs er eilíft,
það er endurskin af hans eigin tilveru
og getur því ekki orðið afnumið fremur
en hann sjálfur.” (Jan. 3, 1914).
Þrátt fyrir þetta þá finnast þeir, sem
kenna, að 10 boðorðin séu afnumin við
krossinn ásamt fórnfæringarlögmálinu...
Sannleikurinn er sá að 10 boðorðin eru
eilíf í eðli sínu. Dauði Krists breytir
þeim ekki hið minsta. Þau eru jafn
bindandi .fyrir alla menn eftir dauða hans
eins og áður. Dauði Krists fyrir yfir-
troðslu mannsins á boðorðum Guðs sýnir
að þau eru óumbreytanleg. “Þau eru ó-
bifanleg um aldur og æfi.”
Það er blátt áfram fjarstæða að halda
því fram að tíu boðorðin séu afnumin, eða
eigi ekki við á vorum tímum. Þau úrelt-
ast aldrei. Ættu trúboðar vorir, sem fara
til heiðinna landa að kenna það að tvö
fyrstu boðorðin, sem banna afguðadýrkun,
séu afnumin? Ættum vér, að prédika að
þriðja boðorðið, sem bannar að leggja
Guðs nafn við hégóma, sé afnumið? Ætt-
um vér að halda því fram að fjórða boð-
orðið, hvíldardags boðorðið sé úr gildi
gengið nú á vorum dögum þegar menn
þurfa vikulega hvíld, bæði andlega og
líkamlega engu síður en fyr? Ættum vér
að kenna að ekki þyrfti lerfgur að halda
boðorðið, sem býður oss að “Heiðra föður
og móður.” Eigum vér að kenna að það
hafi verið afnumið við krossinn, og sé
ekki nauðsynlegt nú, þegar óhlýðni við
foreldra er eitt af einkennum þessarar
aldar? Þegar nálega 50 þúsund stúlkur
villast heiman að árlega, og lenda ef til
vill í höndum hvítra þrælasölumanna
eða nú þegar um 90 hundruðustu af glæp-
um landsins eru framir af unglingum
milli 15 og 21 árs aldurs?
Eigum vér að kenna að sjötta boðorðið
sé afnumið, sem bannar að vega mann,
þegar um tíu þúsund morð eru framin
árlega í landinu. Ættum vér að halda því
fram að sjöunda boðorðið sá afnumið, eins
og ólifnaður er orðinn nú á dögum, og
borgir vorar líkjast Sódómu og Gómorru?
Ættum vér að afnema áttunda boðorðið,
sem bannar að stela, nú þegar þjófnaður,
rán og svik í viðskiftum er svo alment.
Eða níunda boðorðið, þegar lygar og mein-
særi er æft af svo mörgum? Ættum vér
að prédika að tíunda boðorðið sé ekki
lengur í gildi, nú þegar óstjórnleg ágirnd
og valdafíkn leiðir þjóðirnar út í blóð-
ugt stríð?
Simpson, biskup Methodista kirkjunn-
ar sagði einu sinni: “Lögmál Guðs hin
hátíðlegu, alvarlegu boðorð ættu að vera
skýrt og skilmerkilega kend. Það ætti að
safna saman fólkinu eins og undir Sínaí-
fjalli þegar rödd Guðs talaði þessi boðorð,
sem eru óumbreytanleg og eilíf í eðli
sínu.” “Lecturers on Preaching,” No. 4,
bls. 128.