Stjarnan - 01.09.1942, Blaðsíða 8
80
STJARNAN
Smávegis
Ameríkumenn kasta í burtu 3000 skip-
pundum af bezta stáli á ári hverju í brúk-
uðum rakblöðum.
♦ + ♦
Churchill lét í ljósi ánægju sína er
hann fékk 2 egg með morgunmatnum á
heimsókn sinni í Bandaríkjunum. Á Eng-
landi sagðist hann fá aðeins eitt egg á viku
eins og aðrir.
♦ ♦ ♦
Hvítar kartöflur eru venjulega kall-
aðar írskar kartöflur, vegna þess þær eru
uppáhalds fæða íra. Sir Walter Raleigh
flutti þær inn þangað árið 1586, og 'innan
20 ára voru kartöflur orðinn þjóðarréttur
íra. Ætlað er að kartöflur hafi komist í
svo mikið afhald hjá þjóðinni af því ó-
vinir gátu ekki svo hæglega eyðilagt
þær né flutt þær í burtu. Einn maður
gat ræktað nóg af þeim til að fæða 40
manns. Þær voru venjulega látnar vera
kyrrar í jörðinni og teknar upp aðeins
jafnóðum og þær voru notaðar. Hungurs-
neyðin á írlandi 1739 kom af því frost var
harðara en venjulega svo uppskeran fraus
í jörðinni um veturinn.
♦ ♦ ♦
Eitt hundrað manns voru drepnir dag
hvern að meðaltali á götum og strætum
Bandaríkjanna árið 1941.
♦ ♦ ♦
2,600,000 manns í Bandaríkjunum eru
daglega alvarlega veikir. Hver maður úti
á landi missir eina viku frá vinnu yfir
árið vegna veikinda, en kvenfólk missir
ellefu daga. Alls tapast um 250 miljón
dagsverk á ári vegna veikinda.
♦ ♦ ♦
Fyrsti maðurinn, sem lét taka úr sér
heilt lunga til að losast við krabbamein
er ennþá lifandi eftir 8 ár, og starfar að
iðn sinni sem uppskurðarlæknir, eftir því
sem Dr. E. Adams frá Chicago University
segir frá.
♦ ♦ ♦
Hér um bil 20 manns deyja úr holds-
veiki á ári í Bandaríkjunum.
STJARNAN kemur út einu sinni á
mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist
fyrirfram. Publishers: The Canadian
Union Conference of S. D. A.,
Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can.
Samkvæmt frásögn blaðsins “Times” í
New York, þá er íbúafjöldi þeirrar borgar
eins mikill eins og íbúafjöldinn samtals
í Suður Dakota, Norður Dakota, Montana,
Idaho, Wyoming, Colorado, New Mexico,
Arizona, Utah, Nevada, Oregon, Wash-
ington, og meiri hlutinn af Nebraska.
♦ ♦ ♦
Sykurrófur ræktaðar í Wyoming hafa
meira sykurefni heldur en þær, sem rækt-
aðar eru í nokkru öðru ríki.
♦ ♦ ♦
Krabbamein hefir drepið fleira fólk í
Bandaríkjunum síðastliðin 15 ár heldur
en 15 ára stór stríð, sem Bandaríkin hafa
orðið að berjast. Stríðin hafa kostað þjóð-
ina 244,357 mannslíf, en krabbameinið
2,225,000.
♦ ♦ ♦
Þangað til nýlega hafa niðursuðuhús
fyrir súra ávexti orðið að borga fyrir að
láta flytja burt skinnið af appelsínum og
vínsýru ávöxtum (grapefruit). En nú er
farið að þurka þennan úrgang og nota
fyrir skepnufóður. Skippundið af því er
selt fyrir 30 dollara.
♦ ♦ ♦
June Millard, 13 ára gömul stúlka fékk
nýlega 250 dollara verðlaun fyrir ráð-
vendni. Hún fann 500 dollara seðil í
stórri verzlunarbúð og afhenti hann lög-
íeglunni. Daginn eftir sendi greifainna
Guilleminot orð til verzlunarinnar, að
hún hefði týnt seðlinum. En sú frétt
komst ekki til lögreglunnar, svo eftir 6
mánuði var June tilkynt að hún gæti kom-
ið eftir peningunum. Hún frétti að greifa-
frúin hefði tapað 500 dollara seðli, svo
hún skilaði henni peningunum og fékk
helminginn af þeim að gjöf fyrir ráð-
vendni sína.