Stjarnan - 01.12.1942, Síða 1

Stjarnan - 01.12.1942, Síða 1
STJARNAN DESEMBER, 1942 LUNDAR. MAN. Gleðileg jól Drottinn er nálægur. Verið ekki hug- sjúkir um nokkurn hlut, heldur látið í öll- uin hlutum yðar óskir koma fyrir Guð x bænaákalli með þakkargjörð. Þá mun friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi halda yða hjörtum og hugsunum stöðug- lgea við Jesúm Krist.” Fil. 4:6.7. Einungis á þennan hátt geta menn notið verulegrar, stöðugrar og sannrar hamingju í þessum heimi, já, og það þrátt fyrir sorg og alls konar erfiðleika, sem eru náttúrleg afleiðing af ástandi því, sem nú er umhverfis. Jesús sagði fyrir að það yrði hörmungatímar rétt áður en hann kæmi aftur, en hann sagði læri- sveinum sínum líka: “Þegar þetta tekur að koma fram, þá lítið upp og upphefjið yðar höfuð því að lausn yðar er í nánd." Lúk. 21:28. Loforð Jesú um að koma aftur hefir verið vonarstjarna Guðs barna alt í gegnum aldirnar. Meðan vér erum að bíða hinna sælu- ríku samfunda við frelsara vorn þá getum vér notið forsmekks himneskrar gleði, er vér rifjum upp fyrir oss hans dýrmætu fyrirheit og notum oss náðargjafir hans. Vér erum útvalin í Kristi áður en veröld- in var grundvölluð (Efes. 1:4). “Með þekkingu þess, sem oss hefir kallað hefir hann veitt oss alt það, sem með þarf til sannarlegs lífs og guðrækni. Vinir mín- ir, blessun Guðs, fögnuður og friður í heilögum anda stendur yður til boða. Með- takið blessun Drottins. Takið upp þann sið að lesa kafla úr Guðs heilaga orði og biðja til Drottins frá djúpi hjartna yðar meðan þér eruð öll saman við kveldverðar eða morgunborðið, svo allir geti hlustað á og notið blessunar af, sem á heimilinu eru, og haldið þeim sama sið þótt einhver utanheimilis sé viðstaddur, hann þarf þess eins vel og þér sjálfir. Ef þér nú vissuð að yfirstandandi tími væri seinasta vikan eða seinasti mánuðurinn, sem þér gætuð notið þessa jarðneska lífs, hvernig mund- uð þér þá vilja verja tímanum? Vér mundum án efa trúlega vilja rækja skyldustörf vor, en um fram alt mundum vér vilja hafa hugann á því himneska en ekki því jarðneska. Látum oss því sem Guðs börn byrja á þessu nú strax, lesa Guðs orð reglubundið á hverjum degi, biðja án afláts og hafa umgengni hjart- ans á himni með Guði, þá munu allir vorir ókomnu dagar verða blessunarríkir gleðidagar. Aftur bið eg, ástvinir Guðs og mínir: Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól! S. Johnson.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.