Stjarnan - 01.12.1942, Síða 6
102
STJARNAN
hann heldur en aðra daga vikunnar. Þar
á móti er því skýrt tekið fram alt í gegn-
um Gamla Testamentið að sjöundi dagui
vikunnar væri hvíldardagur. Hvergi í
Nýja Testamentinu er talað um nokkra
breytingu á hvíldardeginum, en vér höf-
um dæmi Krists, Páls postula og annara
kristinna manna, sem héldu sjöunda dag-
inn heilagan.
Vér getum því verið fullvissir um að
sá dagur, sem Guð blessaði í lok sköpun-
arverksins, og sem nefndur er ákveðið í
hvíldardagsboðorðinu, og haldinn var af
Kristi og postulum hans, er einnig enn í
dag hvíldardagur kristnina manna. Eg
sé ekki hvernig menn geta komist að
nokkurri annari niðurstöðu.
G. G. Lowry.
Frá föður til sonar
Steyptu þér ekki í skuldir. Forðastu
skuldir eins og hinn versta óvin. Hafðu
fyrir reglu að borga út í hönd, eða kaupa
alls ekki.
Gefðu fá loforð en verttu nákvæmur
að uppfylla jafnvel hið minsta loforð
þitt. Sá sem vill efna loforð sín má ekkr
vera of ör á að gefa loforð.
Vertu gætinn í öllu bæði orðum og
verkum. Vertu einlægur og hreinskilinn.
Forðastu tvíræð orð. Talaðu sannleikann
eða segðu ekki neitt.
Ef þú vinnur fyrir aðra, þá hugsaðu
um hag þeirra, gleymdu sjálfum þér.
Gjörðu sjálfan þig ómissandi fyrir vinnu-
veitendur þína með iðni, trúmensku og
ráðvendni.
Gjör hærri kröfur til sjálfs þín heldur
en aðrir gjöra. Heimtaðu meira af sjálf-
um þér heldur en aðrir hiemta af þér.
Afsakaðu þig aldrei. Vertu strangur við
sjálfan þig en mildur við aðra.
Safnaðu kröftum fyrir starf þitt. Vertu
staðfastur og þrautseigur.
Forðastu lukkuspil. Iðni og ástund-
un er vissasta leiðin til vel megunar.
Vertu ekki fljótfærinn. Forðastu ágirnd,
hún hefir eyðilagt fjölda manna.
Eg grátbæni þig um að forðast eitt,
það er að tala illa um aðra jafnvel þó það
sé satt. Ilt umtal og strangir dómar um
fjarverandi persónu er engum til gagns
né heiðurs, en er oft ranglátt og hefir
illar afleiðingar.
Gleymdu ekki Guði föður þíns og
móður. Hugsa ekki hátt en haltu þér
við hið lága. Lestu oft í Biblíunni. Guð
föður þíns veri með þér og varðveiti þig.
Guði treystum vér
Séræknir einn í hálssjúkdómum
þurfti að gjöra uppskurð á lítilli stúlku,
sem ekki þoldi svæfingu. Hann tók 50
centa pening upp úr vasa sínum, fékk
litlu stúlkunni og sagði: “Þú mátt eiga
þetta og kaupa fyrir það hvað sem þú
vilt. Eg býst við að meiða þig dálítið, en
gættu vel að peningnum fyrst, og reyndu
að muna hvað á honum stendur, þá kenn-
ir þú ekki eins mikið til.”
Þegar uppskurðinum var lokið, klapp-
aði læknirinn á höfuð litlu stúlkunni og
sagði: “Þú ert hugrökk stúlka. Segðu
mér nú hvað þú varst að hugsa um meðan
eg var að eiga við þig.”
“Eg hugsaði um orðin,” svaraði hún.
“Orðin,” spurði læknirinn, “meinar þú
ártalið?”
Nei, eg meina orðin fyrir ofan: “Guði
treystum vér,” sagði hún blátt áfram.
“Þetta er fyrsti hálfur dollar, sem eg
hefi séð, svo eg vissi ekki að þessi orð
voru þar. En það er indælt að þau skuli
vera þar, svo þeir, sem eiga hálfan dollar
geti altaf hugsað um þau.”
Hún Ieitaði að gimsteini
Prúðbúin kona var að leita að ein-
hverju í sorprennu stórborgar einnar.
Hún notaði til þess dýrindis regnhlíf, sem
hún hafði í hendinni. Slík aðferð bar
engan árangur, svo konan tók af sér
hanskana, lagðist á hnén á hliðarstétt-
ina og fór að þreifa með hendinni í sorp-
rennunni. Eftir nokkur augnablik stóð
hún upp með ánægjubros á andlitinu.
Hún hafði mist dýrmætan gimstein, sem
féll ofan í sorprennuna, en nú hafði hún
fundið hann aftur. Hún notaði þá einu
aðferð, sem dugði til að ná honum.
Hvernig mundum vér starfa, ef vér mett-
um eins mikils og Guð metur “hinn tap-
aða pening,” “hinn týnda sauð,” og hinn
heimilislausa “tapaða son?”
i