Stjarnan - 01.09.1943, Síða 2
74
STJARNAN
veru. Ekki einungis er altaf notað for-
nafnið hann, þegar um hann er talað held-
ur er einnig talað um persónulega eigin-
leika hans.
1. Hann hefir þekking og visku. “Ó þá
dýpt ríkdóms, speki og þekkingar Guðs,
hversu órannsakanlegir eru dómar hans
og órekjandi vegir hans.” Enginn nema
persónuleg vera getur haft slíka eigin-
leika. Sjá einnig Orðskv. 3:19, og Sálm.
139:1—6.
2. Guð elskar, hann lætur í ljósi kær-
leika sinn. “Svo elskaði Guð heiminn að
hann gaf sinn eingetinn son, til þess að
hver sem á hann trúir ekki glatist heldur
hafi eilíft líf.” Jóh. 3:16. Einungis persónu-
leg vera getur elskað. Kærleikur er æðsti
eiginleiki persónunnar. Þegar Biblían tal-
ar um kærleika Guðs kennir hún persónu-
legleika hans. “Sá sem ekki elskar þekkir
ekki Guð því Guð er kærleikur. í því
Opinberast elska Guðs til vor, að Guð
sendi sinn eingetinn son í heiminn svo
vér skyldum lifa fyrir hann.” “Og vér
höfum þekt og treyst þeirri elsku sem
Guð hefir til vor. Guð er kærleikurinn
og hver sem er stöðugur í kærleikanum,
sá er stöðugur í Guði og Guð í honum.”
I Jóh. 4:8.9.16.
Jesús sagði: “Eg og faðir minn erum
eitt”, og Jesús var hin fullkomnasta per-
sóna sem uppi hefir verið í heiminum.
Hann var hér sem maður meðal manna.
Hann var kærleikurinn íklæddur mann-
legu holdi. Enginn sagnaritari getur geng-
ið fram hjá áhrifum hans í heiminum.
Ekki einungis hafa áhrif hans breytt heim
inum, heldúr eru líka miljónir manna sem
vitna um veruleika kærleika hans til
þeirra. Þeir staðhæfa að Jesús linar sorg-
þeirra og frelsar þá frá hugarvíli og ör-
væntingu.
Alt sem Jesús er það er Guð. Páll post-
uli segir: “Guð var í Kristi og friðþægði
heiminn við sjálfan sig.” 2Kor. 5:19.
Getur hlutur eða hugmynd elskað? Get-
um vér haft persónulegan félagsskap við
nokkuð sem ekki er persónuleg vera? Nei.
Als ekki. Guð elskar oss og hann hefir
látið oss í ljósi kærleika sinn í syni sín-
um Jesú Kristi. Persónuleikinn kemur í
ljós í kærleikanum. Kærleiki Guðs til
syndugra manna er æðsta auglýsing kær-
leikans, þess vegna er Guð æðsta persóna,
eða vera alheimsins.
Orðið segir: Drottinn er réttlátur. Sálrn.
145:17. “Réttvís er Drottinn á öllum sínum
vegum, og miskunsamur í öllum sínum
verkum.” Sjá einnig Jóh. 17:25 Op. 16:7
og Esra 9:15.
Guð er réttlátur af því hann er per-
sónuleg vera sem hefir viðskifti við aðr-
ar persónulegar vérur. Vegna þess menn
hafa hafnað kenningu Biblíunnar um
persónulegan, Guð, þá hafa þeir líka mist
tilfinninguna fyrir ábyrgð sinni gagnvart
honum. Þeir hræðast ekki dómsdaginn
þegar þeir verða að standa Guði reikn-
ingsskap af lífi sínu. Einungis persónu-
legur Guð getur kallað menn fyrir dóm-
stól sinn. “Þess vegna mun sérhver af
oss standa Guði reikningskap af sjálfum
sér.” Róm. 14:12.
1 Post. 17:30.31, stendur: “Að sönnu hef-
ir Guð séð í gegnum fingur við vanvisk-
unnar tíðir, en nú lætur hann öllum mönn
um alstaðar bjóða að þeir taki sinnaskifti,
því hann hefir fastsett dag á hverjum
hann ætlar að dæma heimsbygðina með
réttvísi af manni sem hann hefir þar til
kjörið, og hefir öllum þar um fullvissu gef
ið með því hann reisti hann frá dauðum.”
Biblían bendir á að Guð talaði við
menn eins og maður við mann. Einungis
persónuleg vera getur framsett spurning-
ar. “Og Guð kallaði á manninn og sagði:
Hvar ertu? I Mós. 3:9. Sjá einnig 11. og 13.
vers.
Einungis persónuleg vera getur gefið
loforð og uppfylt þau. Róm. 4:20.21. “Hann
efaðist ekki með vantrú um Guðs íyrir-
heit, heldur styrktist í trúnni gefandi Guði
dýrðina, fullviss um að það sem hann
hafði lofað megnar hann af efna.” Sjá
Jósúa 23:14; Lúk. 21:33 og 2 Pét. 1:4.
Einungis persónuleg vera getur gefið
skipanir. Eftir að Móses hafði lesið upp
10 boðorðin sagði hann: “Þetta eru þau
orð sem Drottinn talaði við yður þar sem
þér voruð saman komnir ...... Bætti hann
þar engu við heldur ritaði á tvö stein-
spjöld sem hann fékk mér.” 5Mós. 5:22.
Einumgis persónuleg vera getur heyrt
bænir og svarað þeim. Sálm. 65:2. “Þú
ert sá sem heyrir bænir til þín skal alt
hold koma.”