Stjarnan - 01.09.1943, Side 8
80
STJARNAN
sem ekki hefir breyst síðan Mary kom
þangað. Klefarnir eru horfnir, en í þeirra
stað komin sérsfök heimili fyrir menn og
önnur heimili fyrir konur. Þar er komið
sjúkrahús, lyfjabúð og kirkja. Auk þess
sem hún stjórnaði fjölda verkamanna, þá
vakti hún líka áhuga hjá sjúklingunum
fyrir jarðrækt. Hún keypti kýr handa
þeim og smám saman urðu þessar tvær
nýlendur færar um að bera sig sjálfar.
Þar voru raðir af snotrum húsum með
grænum grasblettum í kring. Girðing var
bygð í kring um jurtagarðana til að
hindra villidýr frá að eyðileggja þá.
Mary Reed leið miklar þjáningar. Hun
hlynti að og hjálpaði öðrum sjúklingum
en gleymdi sjálfri sér. Einu sinni skrifaði
hún heim: “Guðs kærleiki, kraftur og
viska eru bersýnilega starfandi hér. Dauð-
inn getur ef til vill komið á morgun,
þegar Guð hefir náð tilgangi sínum með
mig.”
En dauðinn kom ekki. Mary hafði
hundruð vina sinna að biðja fyrir sér að
hún yrði læknuð. Nú er hún alveg heil-
brigð. En Mary Reed sneri ekki aftur
heim til Ameríku eftir að hún fékk heils-
una. Hún hélt áfram að búa í litla hús-
inu sínu upp á hæðinni í Chandag. Hún
eflir von og gleði hjá öllum sem umhverfis
er.u.
Hún hefir starfað á tímum hungursneyð-
ar og sóttveiki, gegn um stríðið mikla og
það sem nú stendur yfir. Hún er 88 ára
gömul.
Guð blessi Mary Reed.
Selocted.
Vanræksla foreldranna
Eg hélt einu sinni nokkrar kristilegar
samkomur í Paris, Illinois. Eg var á gangi
með eirium af aðstoðairmönnum mínum
og heyrði hann tala við ungan mann og
kvetja hann til að verða kristinn, án þess
það virtist hafa nokkur áhrif á ungling-
inn. Eg heyrði félaga minn segja: “Móðir
þín óskar að þú meðtakir frelsarann,
mundi það ekki gleðja hana?” Pilturinn
fór að gráta, en hinn hélt áfram: “Faðir
þinn óskar að þú verðir kristinn maður,
er ekki svo?” Pilturinn svaraði engu.
Litlu seinna heyrði eg hann gjöra þessa
STJARNAN kemur út einu sinni á
mánuði. Verð: $1.00 á ári. Borgist
fyrirfram. Publishers: The Canadian
Union Conference of S. D. A.,
Oshawa, Ont.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
Miss S. Johnson, Lundar, Man. Can.
athugasemd: “Faðir minn er embættis-
maður í söfnuðinum og móðir mín stendur
fyrir kvenfélagi safnaðarins. En hvorugt
þeirra hefir nokkurn tíma talað við mig
um velferð sálar minnar.”
J. Wilbur Chapman.
Smávegis
Onslow Lass 17 ára gömul kýr sem
Mary Hopper í Nova Scotía átti, hlaut
þann heiður að standa framar öllum
Ayrshire kúm í smjörframleiðslu þegar
hún dó nýlega. í ellefu ár, sem skýrsla
er til yfir framleiddi hún 195.565 pund
af mjólk og 8.367 pund af smjörfitu.
+ ♦ -f
Brezkir sjómenn sem lenda á herskipa-
stöðinni við Ashbury Park í New Jersey
hjálpa bændum í nágrenninu að vinna a
meðan skip þeirra liggja í höfn.
Hópar af sjálfboðaliðum fara með for-
manni sem settur er yðir þá, til að vinna
vikutíma fyrir bændurnar. Þeir sem njóta
hjálpar þeirra við vinnuna eiga að borga
ferðakostnaðinn og fæði starfsmanna
sinna, en þeim er ekki leyft að borga
sjómönnunum neitt kaup.
♦ + ♦
Ef nagli er látinn liggja nokkrar mín-
útur í heitu vatni, eða ef honum er difið
ofan í heitt “paraffin”, þá er hægt að
reka hann inn í steinsteypuvegg án þess
að sprengja úr veggnum
♦ -f -f
Meir en einn þriðji allra Indiána 1
Bandaríkjunum búa í Oklahomaríkinu.
Þar eru 27 afmæld svæði handa þeim
32 Indiána kynkvíslum sem búa í ríkinU-
♦ ♦ ♦
Ameríska Biblíufélagið útbýtir nú yfi?
8 miljón Biblíum og Nýja Testamentuin
á ári.