Stjarnan - 01.03.1944, Qupperneq 2

Stjarnan - 01.03.1944, Qupperneq 2
18 STJARNAN um Guð sinn. Svo lagði Guð fram alvarlega spurningu fyrir munn Esajasar spámanns: “Hvert var erindi þessara manna? Hvað- an komu þeir til þín? Hvað sáu þeir í höll þinni?” Es. 39:4. Allir kristnir menn ættu að leggja fram fyrir sjálfa sig þessa síðustu spurningu. Það væri gott að hafa hana í huga þegar lokið er við verzlunarsamninga, og eftir heimsókn nágranna og vina. Þetta er alvar- leg spurning fyrir alla sem játa kristið nafn. “Hvað hafa þeir séð í húsi mínu, í líferni mínu? Er nokkuð í lífi mínu og framkomu, sem getur vakið hjá þeim er þekkja mig, löngun til að verða sjálfir sannkristnir? Það sem allir kristnir menn ættu að keppa eftir er: “að lifa þannig, að þeir sem þekkja oss en þekkja ekki Krist, fái löngun til að þekkja hann af því þeir þekkja oss.” Hver einasti kristinn maður, undir öll- um kringumstæðum lífsins á að vera vitni Krists. Páll postuli lætur það í ljósi í þess- um orðum: “En þegar Guð sem útvaldi mig frá móðurlífi og af náð sinni kallaði, þóknaðist að opinbera son sinn í mér”. Gal. 1:15. “Að opinbera son sinn í mér. Þetta er leyndardómurinn við líf sannkristins manns, hann opinberar Jesúm í lífi sínu. Guð kallaði oss ekki einungis til þess að vér sjálfir yrðum frelsaðir, heldur til þess að vér höfum áhrif á aðra og opinberum hans son fyrir þeim. Vér eigum að lifa og breyta eins og Jesús, á heimilinu, í við- skiftum við aðra og í félagslífinu. Þessi spurning: “Hvað hafa þeir séð í þínu húsi?” á sérstakt erindi til foreldr- anna. Hvers vegna eru svo margir for- eldrar sem játa kristna trú, en eiga óum- vent börn? Það er hætt við að orsökin sé sú áð foreldrarnir opinberuðu ekki Jesúm í sínu daglega lífi á heimilinu. Margir sem hafa nafn sitt á kirkjubók- inni líkjast konunni sem hafði gott álit utan heimilisins, en áhrif hennar á heimil- inu voru ekki til að leiða ástvini hennar til Krists, vegna þess hún var svo fljót- lynd og stórorð. Einu sinni daginn áður en tjaldbúðarsamkoma átti að byrja hjá söfn- uði hennar, heyrði hún 15 ára gamlan son segja við föður sinn: “Hvað á það að þýða fyrir mömmu að fara, samkomurnar gjöra henni ekkert gott?” Henni varð mjög bilt við að heyra þetta. Hún vaknaði upp til að skilja að Guð gat ekki svarað bænum hennar fyrir ástvinunum, af því hún var sjálf til hindrunar með bráðlyndi sínu. “Eg veit það, sonur, en mömmu langar til að fara og ef hún hefir nokkra slcemtun af því, þá skulum við ekki standa í vegi fyrir henni,” heyrði hún mann sinn svara drengnum. Móðirin sagði ekkert en í hjarta sínu ásetti hún sér að þessar tjaldbuðar- samkomur skyldu hafa meiri þýðingu fyrir sig, heldur en að mæta gömlum kunningj" um, hafa dálitla tilbreyting og hlusta a góðar ræður. Hún varð að fá sigur yfir skapi sínu og stjórn á tungu sinni. Hún fékk löngun til að sýna kraft Guðs í lífi sínu, svo hún væri ekki lengur ástvinum sínum til hindrunar og ásteitingar. Hún fékk guðrækið fólk á samkomun- um til að lesa og biðja með sér. Hún með- tók í trú loforð Guðs um sigur. Auðvitað var það létt að lifa nýju lífi á samkomun- um, en hún fékk að reyna sig eftir að heim var komið. Hún ætlaði að gjöra hreint húsið frá kjallara til rjáfurs. Um þann tíma sem pósturinn kom var alt á tjá og tundri. Með póstinum kom bréf sem sagði frá að ættingjar þeirra mundu koma þann dag með seinni lestinni. Nú hélt maður hennar að hún mundi verða fokvond, en það varð ekki. Hún bað þögula bæn um að Jesús vildi hjálpa henni til að vera róleg, og hann brást henni ekki. Hún brosti nú til manns síns og sagði: “Þú sækir koffortin ofan á járnbrautar- stöðina. Eg gjöri hreint gestaherbergið á meðan, svo hjálpumfet við að með að setja í lag þar inni. Þau koma á óhentugum tíma, en við skulum gjöra það besta sem við getum.” “Mamma, þú ert önnur manneskja siðan þú komst heim af samkomunum. Þú hefir fengið eitthvað þar sem vert er að haía, ef allir geta öðlast það, þá langar mig til að fá það líka.” Þetta heimili varð upp frá því Guðs hús og hlið himinsins. Ef lunderni frelsarans væri endurspegl- að á heimilum vorum og í lífi voru, hvílíkri breytingu gæti það komið til leiðar. Aldrei var meiri þörf á því en nú að opinbera Krist. Engin kynslóð unglinga hefir haft slíkum freistingum og hættum að mæta eins og sú, sem nú er uppi. Jesús er sá eini sem getur veitt þeim þá hjálp sem með þarf. Jesús, með hógværð sinni, kær- leika og hjálpfýsi þarf að lifa lífi sínu í

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.