Stjarnan - 01.03.1944, Side 6
22
STJARNAN
Viðreisn heimsins
Enginn mótmælir því að ástand heims-
ins þarfnast endurbótar. En menn hafa
mjög mismunandi skoðun á því hvernig
best sé að koma þeim í framkvæmd. Fjöldi
manna gjörir sér góðar vonir um endur-
bætta stjórn og félagslíf gegn um mentun
og vísindi. En getur mentun og vísindi
læknað meinsemdir þjóðfélagsins, og kom-
ið til leiðar þeim umbótum sem vér æskj-
um og þörfnumst svo mjög?
Geta vísindin til dæmis, glætt andlegt
trúarlíf og endurfætt hjörtu manna? Satt
er það að vísindin hafa veitt mannkyninu
margfalda blessun og þægindi. En þau
hafa líka orsakað eyðileggingu í stórum
stíl. Vísindin hafa kent mönnum að byggja
sér indæl heimili, með als konar þægind-
um en því miður hafa þau líka fengið
mönnum vopn í hendur til að sópa burt
stórum borgum á svipstundu.
Maðurinn er ekki rétt að byrja sögu
sína. Vér lifum á tuttugustu öld hins
kristna tímabils. Menn hafa í langan tíma
haft tækifæri til að byggja upp friðsam-
legt skipulag meðal þjóðanna. Þeir geta
ekki kvartað um að Guð hafi ekki gefið
þeim lægan tíma til að koma áformum
sínum í framkvæmd. Nei. Guð hefir gef-
ið nægan tíma til að sýna að maðurinn
er alveg ófær til að ráða fram úr vanda-
málum sínum, svo ef hjálp á að koma þá
verður hún að koma utanað, ekki frá hon-
um sjálfum. Það ætti að vera orðið öllum
Ijóst nú, að engin hjálp er til fyrir þennan
eyðilagða spilta heim, nema Jesús Kristur
sjálfur og endurkoma hans. Hann, sem dó
á krossinum, en reis upp aftur og lifir um
aldir alda, hann einn getur ummyndað
þennan heim syndar og sorgar, svo hann
verði paradís, heimkynni hamingjusamra
heilagra manna.
Drottinn segir: “Sjá eg skapa nýjan him-
inn og nýja jörð.” Es. 65:17. “Guð mun
þerra hvert tár af augum þeirra. Dauðinn
mun ekki framar til vera, hvorki harmur
vein né mæða mun framar til vera því
hið fyrra er farið.” Op. 21:4.
Guð hefir annað betra fyrir mannkynið
heldur en umbætur félagslífsins gegn um
áhrif vísindanna. Það mun verða nýsköpun,
svo fullkomin, endurnýjun að alt hið gamia
hverfur. Alt verður nýtt. Partur af áformi
Guðs er að hreinsa og endurskapa alla jörð-
ina, eins og hann hefir sagt: “Sjá, eg gjöri
alt nýtt.”
Hið skemtilegasta rannsóknarefni sem
menn geta haft, er að lesa í Heilagri Ritn-
ingu hið upphaflega áform Guðs með
sköpun heimsins og mannkynsms, og rekja
þessa rannsókn til þess tíma að áform hans
verða öll til fullnustu framkvæmd. Áform
Guðs með mannkynið er það sem öll Bibl-
ían snýst um. Að skilja þetta áform hans
er eins og lykillinn að öllum opinberun-
um Guðs til mannanna 'barna.
J. L. Shuier.
Notaðu ímyndunaraflið
Kennarinn sagði mér að gera teikningu
af stiga með mörgum tröppum og koma
með á skólann daginn eftir. Rétt þegar eg'
hafði lokið við teikninguna og var að setja
blekið til hliðar kom blek klessa á miðjan
uppdráttinn. Eg hafði ekki tíma til að
teikna annan, svo eg fór að gráta.
Þegar faðir minn heyrði um vandræðin
sagði hann: “Vertu ekki að gráta af þessu.
Það er alveg eins og svartur blettur á hiið-
inni á hundi. Teiknaðu hund í kringum
blettinn. Þú mátt ekki láta hugfallast af
slíku lítilræði. Maður þarf aðeins að hafa
svolítið ímyndunarafl til að gjöra gott úr
því sem slæmt er. Fáir erfiðleikar eru svo
óviðráðanlegir sem þeir sýnast í fyrstu.”
Eg teiknaði hund í kring um blekkless-
una. Daginn eftir var minn uppdráttur
álitinn sá besti í bekknum. “Þið sjáið hvað
dálítið ímyndunarafl getur hjálpað,” sagði
kennarinn. “Litli hundurinn gjörir teikn-
inguna bæði fallegri og fullkomnari.”
Þegar eitthvað gengur illa hjá mér minn-
ist eg í huganum á hundinn sem eg teikn-
aði utan um blekklessuna, og mér er sem
eg heyri á ný orð föður míns: “Maður þarf
aðeins að hafa svolítið af ímyndunarafli til
að gjöra gott úr því sem slæmt er.”
S. C.
+ ♦ ♦
Árið 1943 dóu nálægt 93 þúsundir manna
af slysum í Bandaríkjunum, og 9 miljónir
meiddust.