Stjarnan - 01.03.1944, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.03.1944, Qupperneq 5
STJARNAN 21 ofninum. Hann segir til vor: “Þó þú gang- ír í gegn um vötnin skal eg vera með þér. Þó þú gangir í gegn um vatnsföllin skulu þau ekki drekkja þér. Þó þú gangir gegn um eldinn skalt þú ekki brenna og loginn skal ekki granda þér. Því eg Drottinn er þinn Guð. Hinn heilagi ísraels Guð er þinn frelsari.” Vér þurfum ekki að óttast framtíðina. I öruggri von og með þvi trausti, sem veitir gleði og frið getum vér runnið vort skeið, því hinn voldugi Guð er vor leið- togi 0g hershöfðingi. Verið því hughraustir þér lítiltrúuðu, gleðjist þér sorgbitnu. Jesús er með yður. Vizka hans er þér til leiðbeiningar. Kraftur hans heldur þér uppi. Hann mun ekki sleppa þér né yfirgefa þig. Hann er þinn elskandi faðir, þinn eldri bróðir, hann er athvarf þitt, skjöldur og verndari þinn. Þrátt fyrir myrkrið alt umhverfis mun hann vera ljós í hýbýlum þínum, eins og Innræti Molly andvarpaði um leið og hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og sagði: “Auð- vitað dettur mér ekki í hug að jafna mér saman við Corinnu Brant. Hún er blátt afram fullkomin. Hvort sem hún saumar, syngur, spilar, bakar, eða hvað sem hún gjörir. Eg hef aldrei ímyndað mér að ein einasta manneskja gæti verið svo fullkom- in í öllum hlutum”. “Hún er aðdáanleg stúlka,” sagði Anna með hægð, “eg hef verið að brjóta heilann um hvað muni vera leyndardómur hennar.” “Hvaða álit hafið þið á henni drengir? ’ spurði Molly. “Hún er ekta silfur,” svaraði Fred hik- laust. “Já, en það gefur mér enga hugmynd um hvernig hún hefir náð því að vera eins fullkomin og hún er.” “Eg hef enga hugmynd um það,” svaraði Fred. “En eg veit hún er einlæg. Engin uPPgjörð eða neitt þessháttar.” Amma Lee sneri sér nú við með hægð og sagði: “Mér var ekki boðið að vera með í samræðunum, en eg ætla samt sem áður að leggja orð í belg, ef þið hafið ekkert hann var fyrir ísraelsbörn í Egyptalandi. Hann friðar þitt skjálfandi hjarta og segir: vertu kyr og rólegur, eins og hann kyrði sjóinn til forna. Hann mun gjört alt þetta fyrir þig, ef þú vilt fela honum líf þitt og sál eins og trúföstum skapara. Gef sjálfan þig á ný með lífi og sál á Drottins hönd. Legðu sjálfan þig og ait þitt á altari hans, til að vinna eða fórna eins og hann bendir þér á. Varðveittu hreint, hugarfar, talaðu vingjarnlega, gjörðu gott, vertu göfuglyndur og óeigingjarn. Hafðu Jesúm til fyrirmyndar í allri íram- komu þinni. Trúðu á hann, treystu hon- um, elskaðu hann, gleð þig í samfélagi hans. Rannsaka daglega orð hans, bið án afláts og leitastu við að leiða aðra til Krists. Ef þú þannig ert eitt með Jesú og samverkamaður hans, þá mun hann á þessu myrka yfirstandandi ári framkvæma sitt dýrlega áform í lífi þínu, sér til dýrðar og þér oð öðrum til sannrar blessunar. F. M. W. Corinnu á móti því. Eg held eg geti segt ykkur leyndarmál Corinnu. Eg man nokkuð sem hún sagði einn dag þegar hún var stödd hér. Ruth Moore spurði hana hvers vegna hún væri svo vandvirk með að sauma fóðrið innan í hattinn sinn, það gæti eng- inn séð það hvort sem væri. “Eg býst ekki við að neinn muni veita því eftirtekt,” svaraði Corinna. “En eg hef gjört mér það að reglu að gjöra alt svo vel sem unt er, alveg eins og einhver væri að veita því eftirtekt.” Molly roðnaði út undir eyru um leið og hún sagði: “Það er alveg gagnstætt því sem eg gjöri. En eg sé að hennar aðferð er betri, eg skal kannast við það.” Einhver hefir sagt: “Innræti er það sem maðurinn er þegar enginn veitir honum eftirtekt,” sagði Fred. “Eg hugsa þetta sé það sem gjörir Corinnu það sem hún er, sagði Anna. “Eg ætla að læra þessa setn- ingu utan bókar: “Innræti er það sem maðurinn er þegar enginn veitir honum eftirtekt.” “Girls World”.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.