Stjarnan - 01.03.1944, Síða 7
23
STJARNAN
Einsetumaðurinn og fé hans
Fyrir nokkru síðan lásum vér um gamlan
einsetumann sem dó og lét eftir sig auðfjár.
Yfir 40 ár hafði hann staðið 1 hiutaveltu-
félögum og græddist fé á þann hátt. Hann
bjó í stórborg í austurhluta Bandaríkjanna,
°g lifði vesaldar lífi, neitaði sér um flest
þægindi og hugsaði ekki um annað en ná
í svolítið meiri peninga.
Þegar hann dó átti hann nær hálfa miljón
dollara. “Hvílíkur heimskingi,” segja menn,
“Hugsið yður að ,lifa eins og hundur í 40
ár, og svo þegar dauðinn sótti hann var
hann neyddur til að skilja sparifé sitt eftir
í höndum ókunnugra.”
En margir gjöra sig seka í svipaðri
heimsku, þeir hafa gjört eignir og peninga
að hjáguði sínum. Guð er sá sem gefur
manni kraft og hæfileika til að afla fjár.
Alt gull og silfur og öll dýrin á mörkinni
tilheyra honum. Vér erum aðeins ráðs-
menn hans.
Ef vér notum þau efni sem Guð gefur
oss til blessunar mönnunum, til að fæða
hungraða, leita sjúkum lækninga, hýsa
ekkjur og annast föðurleysingja, þá er fé
og auður til mikillar blessunar.
Guðs orð varar oss við “táldrægni auð-
æfanna”, og segir auðurinn fái vængi og
fljúgi burt. Auður er hverfull. Sá er miklu
vitrari sem forðast veg nirfilsins, en leitar
í þess stað hinna sönnu auðæfa, sem er
auðmýkt hjartans, og stöðug lifandi trú á
Guð. í Guðs augliti er þetta margfalt meira
virði heldur en fjársjóðir gulis og silfurs
sem þessi heimur hefir að bjóða.
N. Krum.
Mikilmenni
Þegar Ralph kom á nýja skólann eignað-
ist hann marga vini, en það voru tveir
drengir sem honum geðjaðist bezt að. Hann
var heldur en ekki glaður þegar annar
þeirra, Gene, bauð honum heim með sér
til miðdegisverðar. Gene var einhver hinn
skemtilegasti piltur sem Ralph hafði nokk-
urntíma kynst. Hann var líka altaf vel
klæddur og hafði nóga vasapeninga.
Gene tók Ralph heim að fallegu, stóru
húsi í besta hluta borgarinnar. Borðstof-
an var ljómandi falleg og tvær stúlkur
báru á borðið, en drengirnir settust ein-
samlir að borðinu. Þeir höfðu nær því
lokið við máltíðina þegar húsbóndinn, Mr.
Adams, kom inn. Hann, eins og Gene
sonur hans var elskulegur í viðmóti. Hann
heilsaði Ralph vingjarnlega og afsakaði
að hann hefði komið svo seint. “Eg hafði
útréttingar í öðrum hluta bæjarins”, sagði
hann, “og keyrði heldur hart, um 65 mílur
á klukkutíma, á leiðinni heim aftur, þegar
lögregluþjónn á reiðhjóli stóðvaði mig.
Hann hefir víst ekki vitað hver eg er.
Eg kallaði upp tvo vini mína........ Næstu
viku missir hann stöðu sína.” * •
“Vel gjört pabbi”, sagði Gene með að-
dáun. “Það var ágætt.”
Ralph misti matarlystina. Hann gat ekki
séð neitt aðdáanlegt í því að láta • mann
þurfa að missa stöðu sína fvrir það að
hann hefði gjört skyldu sína.
Hinn drengurinn sem Ralph var mest
saman með var Georg Evans. Hann stóð
hæst í skólanum við íþróttirnar og gekk
einnig vel með bóknámið. Einn eftirmið-
dag gekk Ralph með Gearg út fyrir borg-
ina til heimilis hans. Það var lítil bújörð
með gömlum byggingum, en alt var svo
vel umgengið, hreint og þokkalegt oæði
úti og inni. Maður í slitnum fötum var á
gangi fyrir utan húsið. Hann var haltur
vegna meiðslis sem hann hafði orðið fyrir
mörgum árum áður. Hendur hans voru
grófar og harðar eftir mikla vinnu, en and-
lit hans ljómaði af gleði er hann sá Georg.
Hann heilsaði Ralph glaðlega og sagði:
“Vinir sonar míns er líka vinir mínir.”
Ralph var alveg hissa að heyra hvað Mr.
Evans var kunnugur skólalífinu. Hann
hafði áhuga fyrir námsgreinum þeim sem
sonur hans lærði, og hvatti hann til að
gjöra sitt bezta. Það var auðsjáanlegt að
þessi maður lifði fyrir son sinn, varði lífi
sínu og kröftum til þess hann gæti fengið
sem besta mentun. Fullkomin samhygð og
kærleikur lýsti sér bæði hjá föður og syni.
“Pabbi minn hafði aldrei tækifæri til að
fá neina mentun”, sagði Georg við Ralph
áður en hann kvaddi. “En pabbi minn er
góður og mikill maður, reglulegt mikil-
menni.”
Ralph hneigði sig og sagði: “Vissulega
er hann það. Og þú ert reglulegur láns-
maður.”
Gil. Rogers.