Stjarnan - 01.04.1944, Side 1

Stjarnan - 01.04.1944, Side 1
Blessunarrík áhrif trúboðsins Heimsstríðið hefir gefið óyggjandi sann- anir fyrir ágæti trúboðsstarfsins. Trúboð- arnir hjálpa mönnum ekki aðeins til að búa sig undir eilífðina, heldur einnig styð- ur að því að menn geti lifað friðsamara og betra lífi hér í þessum heimi. Sjöunda dags Aðventistar starfa mikið á Suðurhafseyj- unum, en menn hefir víst aldrei dreymt um að nokkuð samband gæti verið milli frelsunar manna og flugferðanna, en sum- ar markverðustu frásagnir frá herstöðv- unum í Suðurhöfunum, er viðvíkjandi flugmönnum sem urðu að nauðlenda á.eyj- unum eða umhverfis þær. Þeir hafa stund- um orðið íglaðir og hissa þegar innfæddir menn hafa heilsað þeim á ensku. Þessir eyjarskeggjar höfðu ökki lært enska tungu af sjómönnum eða verzlunarmönnum, sem einstöku sinnum lenda við eyjarnar, held- ur hafa kristnir trúboðar kent þeim hana. Trúboðarnir höfðu einnig kent þeim betri lifnaðarhætti, svo daglegir siðir og fram- ferði þeirra bygðist á grundvallarreglum kristninnar, elsku til Guðs og náungans. Þannig reyndist það þegar flugmenn sam- bandsþjóðanna komu niður yfir eyjarnar í fallhlífum sínum, þá mættu þeir hvorki hatri, tortryggni né óvináttu, heldur var þeim fagnað af 'kristnum meðbræðrum og alt gjört sem unt var til að hjálpa þeim. Það þarf enga rökfærslu til að sann- færa þessa flugmenn um að trúboðið hefir gjört mikið gagn. Þeir hafa eflaust verið þakklátir fyrir að einhverjir heima gáfu fé til að geta sent trúboðana, því ef hinir innfæddu á Salomonseyjunum hefðu verið í sínu fyrra, heiðna ástandi, þá hefðu þeir að líkindum drepið og etið flugmennina. Vér erum þakklátir Guði fyrir að það eru svo margir í kristnum löndum, sem ekki hliðra sér hjá skyldu sinni að flytja eða senda fagnaðarerindið út um allan heim. Vér virðum trúboðana, sem hafa yfirgefið heimili og ástvini til að berjast á móti valdi myrkranna út um heðingja- löndin, og hafa unnð sigur réttlætinu til handa, er þeir hafa stofnað Guðs ríki í hjörtum þeirra sem áður voru villimenn. Bæði Sjöunda dags Aðventistar og önn- ur kristniboðsfélög leysa af hendi kristi- lega skyldu, og um leið verulega þegn- skyldu gagnvart landi sínu og þjóð, er þeir sýna einstaklingum og þjóðum hvernig menn eiga að breyta hvorir við aðra til þess að geta lifað í eining og friði. í Kína stendur yfir stórstríð. Um eitt tímabil var flokkur í Kína, sem reyndi að koma af stað óhug og ofsóknum móti út- lendingum, sendiherrar vesturþjóðanna virtust hafa lítil áhrif til að breyta þessu hatursfulla hugarfari gagnvart útlending- um. Þegar vér minnumst þessa er það hughreystandi að lesa eftirfylgjandi grein sem stóð í “The Saturdal Evening Post.” “Þó undravert sé, þá var það trúboðinn sem ruddi brautina fyrir hvítu þjóðirnar í Kína. Trúboðinn, sem aldrei hélt fram yfirburðum hvítra manna eða réttindum þeirra til að hafa alla samninga mest þeim í vil. Hann hafði stundað starf sitt yfir- lætislaust, án þess að draga sjálfan sig á tálar. Hann neitaði að binda sig við loforð um vernd með því að staðnæmast við höfn þá, sem leyfð var í samningnum. Hann vogaði sér lengra irin í landið þar sem hann mætti drekanum í bæli sínu. Þeir komust nokkur veginn af hver við annan. Svo þegar mest reyndi á og Japanar rudd- ust inn í landið, þá flýðu trúboðarnir ekki. Þótt borg eftir borg væri hertekin af ó-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.