Stjarnan - 01.08.1944, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.08.1944, Qupperneq 1
STJARNAN ÁGÚST 1944 LUNDAR, MAN. Hvenær? Hvenær munu hinir réttlátu öðlast end- urgjald sitt? Hjá mönnum eru skiftar skoð- auir um þetta. Sumir álíta að Guðs börn fái trúrra þjóna verðlaun þegar við dauða líkamans. Aðrir halda því fram að það verði fyrst í upprisunni á efsta degi að Húmenska þeirra verði endurgoldin. Sumir ímynda sér að góðir menn, strax er líkam- ii'm deyr, lifni aftur og haldi áfram starfi endalaust. Aðrir trúa því að þegar maður- inn er dáinn, hafi hann enga meðvitund, heldur aðeins hvíli í gröfinni þangað til Jesús kallar hann aftur til lífsins á efsta degi. Hver þessara hefir rétt fyrir sér? Hvað segir Guðs opinberaða orð? Þegar alt kemur til alls, þá eru ímyndanir manna einkis virði, og hverfa burt eins og reykur, ef þær ekki eru bygðar á Guðs eilífa sann- leika. Jesús segir í Lúk. 14:13.14. “Nær þú gjörir heimboð, þá bjóð þú fátækum, vön- uðum, höltum og blindum. Og sæll ert þú þá, því þeir hafa ekkert til að endurgjalda þér með, en það mun verða þér endur- goldið í upprisu réiiláira." “Mannsins sonur mun koma með dýrð síns föðurs og englum sínum, og þá mun hann endurgjalda sérhverjum efiir hans verkum." Matt. 16:27. “En þegar mannsins sonur kemur í dýrð sinni, og allir englar með honum, þá mun hann sitja í sínu dýrðar hásæti, og allar þjóðir munu safnast til hans. Hann mun aðskilja þá eins og þegar hirðir skilur sauði frá höfrum, og skipa sauðunum sér til hægri, en höfrunum til vinstri hliðar. Þá mun konungurinn segja við þá, sem eru honum til hægri hliðar: Komið þér ástvinir míns föðurs, og eignist það ríki, sem yður var fyrirbúið frá upphafi veraldar.” Matt. 25:34. Hvenær gefur Jesús ástvinum föðursins ríkið? Þegar hann kemur í dýrð sinni. Sjá, eg kem skjótt og hefi með mér endurgjaldið handa sérhverjum eftir því sem hans verk verða.” Op. 22:12. Allir þessir textar benda ótvírætt á, að endurgjaldið verður gefið þegar Jesús kem- ur, það er í upprisu réttlátra. Hvernig gæti Jesús sagt að hann mundi hafa með sér endurgjaldið, ef hver einstaklingur hefði fengið það þegar hann dó? í trúarj átningunni stendur að Jesús “situr við hægri hönd Guðs föður almátt- ugs og mun þaðan koma til að dæma lif- endur og dauða.” En ef nú hver og einn hefði við dauða líkamans öðlast sælu eða vansælu, þá hljómar það eins og dóminum hefði verið fullnægt áður en hann var upp- kveðinn; þetta nær engri átt. Ásiand mannsins milli dauðans og upprisunnar. Fyrst þessu er nú þannig varið, hvar er þá maðurinn og í hvaða ástandi er hann frá því líkaminn deyr og þangað til Jesús reisir hann upp? Til að skilja þetta efni þurfum vér að athuga eðli mannsins. Guð skapaði manninn af dufti jarðar, svo “blés hann lífsanda í nasir mannsnis og þannig varð maðurinn lifandi sál.” I. Mós. 2:7. Líkaminn með andardrættinum í er lif- andi sál. Duftið hverfur til jarðarinnar hvar það áður var, og andinn fer til Guðs, sem gaf hann.” Préd. 12:7. Andardiráttur- inn fer út í sama rúmið þegar vér öndum út, þaðan sem vér drógum hann inn þegar

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.