Stjarnan - 01.08.1944, Síða 7
6TJARNAN
63
3etíð er næst þegar neyðin er stærst. Ef
vér viljum líta til hans og hlusta á hann
sem hefir orð hins eilífa lífsins, þá mun
hann hughreysta og gleðja oss og nema
burtu beiskju sorgarinnar.
I níðdimmu næturinnar sjást stjörnurn-
ar best. I dimmu sorgar og saknaðar lýsir
vonarstjarnan bjartast, ef vér aðeins vilj-
um líta upp. Þessari björtu vonarstjörnu er
haldið fram fyrir oss í eftirfylgjandi vers-
um:
“Ekki vil eg bræður láta yður vera ó-
kunnugt um hina burtsofnuðu, svo að þér
séuð ekki hryggvir eins og hinir sem von-
lausri eru. Því ef vér trúum því að Jesús
sé dáinn og upp aftur risinn, þá mun Guð
sömuleiðis fyrir Jesúm ásamt honum leiða
til sín þá sem sofnaðir eru.
Því það segi eg yður í Drottins orða
stað, að vér sem eftir verðum lífs við til-
komu Drottins, munum ekki fyrri verða
en hinir burtsofnuðu.
Því sjálfur Drottinn mun með ákalli,
rneð höfuðengilsraust, og með Guðs lúðri
af himni niður stíga, og þeir sem í Kristi
eru dánir munu fyrst upprísa, síðan mun-
um vér, sem eftir erum lifandi, verða hrifn-
ir til skýja ásamt þeim til fundar við
Drottinn í loftinu, og munum vér síðan
með Drottni vera alla tíma.
Huggið því hver annan með þessum orð-
um.” ITes. 4:13—18.
DEYJANDI SÖFNUÐUR
Blaðið Baptist Observer segir þessa
eftirtektarverðu sögu:
Listamaður einn var beðinn að mála
rnynd af deyjandi söfnuði. Málaði hann
fáeinar sálir í hrörlegri byggingu, sem lá
við falli? Nei, þvert á móti. Hann málaði
skrautlega kirkju með ríkmannlegum pré-
dikunarstól, dýrindis orgeli og stórum lit-
mynduðum gluggum. En út við dyrnar
hékk lítill kassi með þessi orð fyrir ofan
hann: “Gjafir til heiðingja trúboðsins.”
Rifan þar sem gjafirnar áttu að látast nið-
Ur var hulin hégóma. Þetta áleit lista-
ftaðurinn að bæri vott um að söfnuðurinn
væri að dauða kominn, og mun það vera
nokkurn veginn órækt mexki.
Hjartans þakklæti fyrir
“Þeim, sem Guð elskar, verður alt tii
góðs”. Róm. 8:28. “Mundu til hans á öllum
þínum vegum og hann mun láta þína leið
verða beina.” Orðskv. 3:6.
Ef þú hefir góða heilsu þakkaðu Guði
fyrir það. Ef þú ert vel efnum búinn þá
minstu þess að Guð gefur kráftinn og
vitsmunina til að afla fjár. Þakkaðu Guði
og kannastu við hann sem meðeiganda fjár
þíns.
Guð vill að þú hafir alt það bezta, sem þú
getur notið blessunar af. Annars hefði hann
aldrei sent son sinn eingetinn í heiminn,
hina bestu gjöf himinsins, hefði honum
ekki verið ant um að vér skyldum njóta
als hins bezta. “Drottinn gefur náð og
heiður, hann synjar þeim um ekkert gott
sem framganga í ráðvendni.” Sálm. 84:11.
“Alt það hvers þér trúaröruggir beiðist,
mun yður veitt verða.” Matt. 21:22.
Vera má að þú hafir erfið viðfangsefni
í verzlunramálum, í kirkjunni, skólanum,
eða hvaða atvinnugrein sem þú stundar.
Minstu þess að þú getur vænst þess bezta
einungis ef þú hefir Jesúm í verki með
þér. Vera má þú hafir fé og eignir. Hvað
mikið af þessu leggur þú fram til eflingar
Guðs ríkis, honum til dýrðar? Hversu oft
fellur þú á kné í skrifstofunni, eða á vinnu-
stofu þinni til að þakka Guði og biðja hann
um blessun sína?
Heimurinn er að þrotum kominn, hann
er rétt á barmi glötunar og eyðileggingar
af því menn og konur hafa gleymt Guði
og ekki kapnast við Jesúm sem frelsara
sinn.
Reyndu þetta: Hafðu Guð og vilja hans
stöðugt í huga og minni. Láttu hann eiga
hlut í starfi þínu, verzlun þinni og öllum
framkvæmdum. Legg fram ákveðinn hluta
af tekjum þínum, sem Guðs eign, til efl-
ingar hans ríkis. Þakkaðu Guði og viður-
kendu hann í öllum störfum þínum, og
hann mun veita þér ríkulega blessun sína.
K. G. J.
Frétzt hefir frá Hollandi að fleiri Biblí-
ur voru seldar þar árið 1943 heldur en
nokkurt ár áður, síðan Biblíufélagið var
stofnað þar fyrir 130 árum síðan.