Stjarnan - 01.08.1944, Qupperneq 3
STJARNAN
59
Skapandi kraftur Guðs orðs
Það sem hughreystir oss fremur öllu
°ðru er að heyra um framgang starfsins
eflingar Guðsríki á jörðunni frá mönn-
Urn, sem standa fremst í fylkingunum að
iiytja boðskapinn til fjarlægra landa.
Mr. Brouchy, formaður Uruguay-trú-
boðsins segir frá dásamlegum áhrifum sem
ein bók getur haft, ef hún kemst í hendur
þeirra, sem leita sannleikans. Það er
Undravert hver áhrif ein einasta bók getur
haft. Það var verið að selja bækur á upp-
hoði, en enginn bauð í eina þeirra. Loks
sagðist ungur maður skyldi gefa 5 cent
fyrir hana, og hann fékk hana. Bókin var
Hinum megin grafar.”
Ungi maðurinn las bókina, varð hrifinn
af henni og sagði kunningja sínum frá
henni. Sá maður kvaðst hafa ýmsar bækur
af svipaðri tegund, en hann kærði sig ekk-
ert um þær. Svo ungi maðurinn skifti við
hann, lét hann hafa skáldsögu, en fékk í
staðinn: “Nútíðin í ljósi spádómanna. Eftir
ttokkra daga mættust þeir aftur. Enn á ný
skiftu þeir á bókum. Nú fékk ungi maður-
inn Deiluna Miklu fyrir aðra skáldsögu.
Lestur þessara bóka sannfærði unga mann-
inn um endurkomuboðskapinn.
Einn dag fór hann á mótmælenda sam-
komu og lagði ýmsar spurningar fyrir pré-
dikarann viðvíkjandi kenningum Biblíunn-
ar. Prédikarinn spurði hvar hann hefði
fengið slíkar hugmyndir og sagði að hvíld-
nrdagurinn væri gyðingleg stofnun. Gamla
Testamentið og lögmálið væri ekki ætlað
kristnum mönnum til eftirbreytni. Ungi
niaðurinn sagði: “Eg hefi bækur, sem sann-
faera mig um gildi Biblíunnar.” Þá sagði
presturinn: “Þetta eru Aðventista bækur,
þú ættir ekki að lesa þær. Trúir þú þeim?”
“Já, eg er Aðventisti, þó eg aldrei hafi séð
neinn þeirra, svo eg viti til,” svaraði ungi
naaðurinn.
Ungi maðurinn sagði fleirum frá sann-
færingu sinni. Hann fann sig ekki heima
meðal þeirra, sem héldu sunnudaginn, svo
hann fór að spyrja sig fyrir um Aðventista.
Hann frétti nú að Mr. Brouchy ætlaði að
prédika í þorpi einu nokkuð langt í burtu,
svo hann ásetti sér að fá hann til að heim-
sækja sitt þorp. Mr. Brouchy kom þangað
og fann 12 fullorðna og hóp af unglingum,
sem héldu hvíldardaginn. Hann var hjá
þeim um tíma og prédikaði og stofnaði svo
hvíldardagaskóla.
Þetta fólk, sem leitt var til þekkingar
á sannleikanum gegnum bók, sem seld var
fyrir 5 cent sameinaðist söfnuðinum nokkru
seinna. Guð vakir yfir orði sínu og sér um
að það “skal ekki koma tómt til hans
aftur.”
Mr. Esquivel sagði frá eftirfarandi
reynslu: “Eg hafði heimsótt það, sem eg
hélt væri síðasta húsið í útjaðri bæjarins
og spurði svo mann, sem eg hitti hvort það
væru nokkur fleiri hús bak við trén fram
með veginum. “Já, það er kofi spottakorn
lengra fram með veginum. En það er til
einkis eytt tíma að fara þangað. Maðurinn
er hálf vitlaus og leyfir þér ekki að koma
að húsinu.” Eg kvaðst mundi reyna það.
Þegar þangað kom, sá eg að ekkert hlið
var á girðingunni. Eg skreið gegn og fór
upp að húsinu. Eg mætti kvenmanni, sem
eg vissi seinna að var dóttir gamla manns-
ins. Eg spurði eftir húsbóndanum og hún
fylgdi mér bak við húsið. Þar mætti eg
manni, sem mér leist ekki á betur en vel.
Hann spurði: “Hvað ert þú að gjöra hér?
Hvert er erindi þitt?” Eg tók upp sýnis-
horn af bókinni, sem eg var að selja og
lj'sti henni fyrir honum. Hann hlustaði á
án þess að segja orð, svo bað eg hann að
gefa mér pöntun sína og skrifa nafn sitt á
punktalínuna. Hann gjörði það, og spurði
svo:
“Hvernig komstu hingað inn? Eg hefi
tvo ólma hunda, svo hefi eg skammbyssu
altaf í hendinni og sé um að enginn komi
inn fyrir girðinguna. Þessvegna hefi eg
ekkert hlið. En þú komst rétt upp að dyr-
unum. Guð hlýtur að hafa sent þig hingað
og varðveitt þig. Eg er lögmaður og á
marga óvini, þess vegna vernda eg sjálfan
mig og er fastráðinn í að drepa hvern sem
reynir að taka mig.”
Boðskapurinn, sem eg flutti þessum
manni hafði djúp áhrif á hann. Við að
lesa bókina varð hann umventur maður.
Svo var hann skírður. Nú er hlið á girð-
ingunni hjá honum. Hann hefir losað sig