Stjarnan - 01.11.1944, Page 1

Stjarnan - 01.11.1944, Page 1
STJARNAN NÖVEMBER 1944 LUNDAR, MAN. Fœr þú arfinn? Arfur sem menn vænta í þessu lífi er óviss og óáreiðanlegur. Stundum fær sá sem arfieiddur var als ekki að njóta arfsins. Líka kemur það fyrir að hinn væntanlegi erfingi breytir svo illa að sá, sem arfleiddi hann, breytir arfleiðslu • skránni og þannig sviftir hann arfinum. Frændi minn, sem ól mig upp arfleiddi mig að öllum eignum sínum, tveimur góð- um búgörðum, húsum í þorpinu og nokkru lausafé. Það voru olíubrunnar skamt frá heimili mínu. Þrátt fyrir arfleiðsluskrána sem var skýr og löglega samin, þá var eg sviftur arfinum og .eignirnar voru fengnar öðrum í hendur. Hefði eg verið sonur eða löglega ættleiddur þá hefði ekki verið svo auðvelt að svifta mig rétti mínum. í þetta sinn varð arfurinn als ekki til nota hinn fyrirhugaða erfingja. Hefir þú nokkurn tíma athugað það að skeð getui þú aldrei njótir arfsins, sem Guð hefir ætlað til þú eignaðist? Hann vill þú öðlist dýrðlegan arf. Vilt þú meðtaka hann? í IPét. 1:3,4. versi er oss sagt að “Guð faðir Drottins vors Jesú Krists, fyrir upp- risu Jesú Krists frá dauðum hefir eftir mikilli miskun sinni endurfætt oss tii lifandi vonar, til hluttekningar í þeirri arf- leifð sem yður er geymd á himni, og ó- forgengileg er flekklaus og aldrei fölnar.” Hin himneska arfleifð er bundin því skil- yrði, eða undir því komin að vér séum “endurfæddir.” Fyrir endurfæðinguna verð um vér meðlimir Guðs fjölskyldu, verðum synir og dætur lifandi Guðs, og höfum þannig tryggingu fyrir arfinum. Guð vill vér hljótum arfinn, en vér getum öðlast hann einungis með því að verða synir hans og erfingjar gegnum endurfæðinguna. Þetta kemur í ljós 1 orðum Krists til Nikó- demusar: “Sannlega segi eg þér, maðurinn getur ekki séð Guðs ríki nema hann endur- fæðist.” Endurfæðingin er því nauðsynleg til þess að geta öðlast arfinn. Nú verður oss fyrir að spyrja eins og Nikódemus: “Hvernig getur maður fæðst þá hann er orðinn gamall, getur hann aftur komist í kvið móður sinnar og fæðst?” Nei. Því ef slík fæðing væri möguleg, þá mundi hún ekki breyta eðli mannsins og gjöra hann hæfan fyrir Guðs ríki. Vér verðum að endurfæðast af Guðs heilögum anda og verða hluttakandi guðlegrar riátt- úru til þess að geta orðið erfingjar Guðs og inngengið í hans heilaga ríki. Hversu ómögulegt sem þetta sýnist, þá hefir guð af náð sinni gjört það mögulegt fyrir alla sem vilja trúa. “Svo mörgum sem hann meðtóku gaf hann kost á að verða Guðs börn, þeim sem trúa á hans nafn, sem ekki eru fæddir af blóðinu, né holds- ins vild, né mannsins vilja heldur af Guði.” Jóh. 1:12.13. Á hvern hátt hefir Guð gefið oss kraft til að verða börn hans? Hvernig getum vér vitað að þessi breyting hefir átt sér stað hjá oss? Vér öðlumst kraft til að verða Guðs börn þegar vér meðtökum heil- agan anda, og heilagan anda öðlumst vér þegar vér trúum Guðs orði og hlýðum því. “En þér skuluð öðlast kraft heilags anda sem yfir yður kemur.” Post. 1:8. Hvernig þessi kraftur kemur í Ijós hvernig hið nýja líf byrjar og þroskast sjáum vér skýrt í Guðs orði. Nýtt líf kemur einungis frá fræi eða sæði. Hinar ýmsu tegundir dýra og jurta- lífs mundu líða undir lok ef það væri ekki endurnýjað með sæði. Hið andlega líf

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.