Stjarnan - 01.11.1944, Page 2

Stjarnan - 01.11.1944, Page 2
82 STJARNAN byrjar á sama hátt. Sæðið er Guðs orð. (Lúk. 8:11). Vér erum endurfæjldir, “ekki af forgengilegu sæði, heldur óforgengilegu, með Guðs lifandi og ævarandi orði.” IPét. 1:23. Vér getum ekki öðlast andlegt líf nema fyrir Guðs orð. Þetta er mjög ein- falt. Heilagur andi gróðursetur orðið í hjörtum vorum. Ef vér meðtökum það orð og geymum það í hjartanu þá byrjar hiö nýja líf hjá oss, eins og fræið sáð í mold- ina framleiðir nýtt líf. Hefir þú meðtekið sannleika Guðs orðs og elskar hann? Þegar Guðs andi minnir þig á hvað Guð hefir talað, gefur þú þá gaum að því? Ef þú gjörir það þá mun líf þitt í heiminum bera vott um að þú ert að deyja frá syndinni og ert byrjaður að lifa nýju lífi. Páll postuli gefur oss óbrigðult merki af hverju vér getum séð hvort vér erum Guðs börn og þá um leið erfingjar hans. “Allir þeir sem leiðast af Guðs anda, þeir eru Guðs börn.” Róm. 8:14. Þetta er einfalt og alvarlegt próf. Ef vér leyfum Guðs anda að stjórna oss í öllu sem vér tölum og gjörum þá erum vér Guðs börn. Ef vér höfnum rödd Guðs anda og viljum ekki láta hann leiða oss til að meðtaka Guðs orð og hlýða því þá erum vér ekki Guðs börn, hversu há- fleyg sem trúarjátning vor kann að vera. Sumir segjast vera Guðs börn og heilagir menn, en séu þeir reyndir með Guðs orði standanst þeir ekki prófið. Þeir byggja á tilfinningum sínum en gefa lítinn gaum að því hvað Biblían segir, ef það er ekki í samræmi við þeirra eigin lifnaðarhætti. Höfum það hugfast að Guðs andi leiðir oss aldrei til að lítilsvirða það orð, sem Guð sjálfur hefir til vor talað. Ef vér neit- um leiðsögn Guðs orðs og anda þá sýnir það að vér erum ekki Guðs börn. “En hafi einhver ekki Krists anda þá er sá ekki hans.” Róm. 8:9. Nú ef vér höfum gengið undir prófið og séð að vér erum Guðs börn þá er vel þess vert að íhuga þá blessun og einkaréttindi sem eru vor gegn um skyldleika vorn við Guð. Páll postuli segir: “Ef vér erum börn þá erum vér erfingjar, og það erfingjar Guðs og samarfar Krists.” Róm. 8:17. Hví- lík dýrð. Samarfar Guðs sonar, samarfar með honum að allri dýrð og auðlegð föðurs- ins. Vér höfum fengið sonarlegan útvaln- ingaranda og höfum rétt til að ákalla Guð sem föður vorn. Það eru þeir auðmjúku, sem öðlast hafa guðlega náttúru, eins og stendur í Sálm. 7:11. “Þeir hógværu skulu landið erfa og njóta unaðsemda af þeim mikla friði”. Kæri vin, ert þú erfingi? Hefir þú fuli skýrteini fyrir þinni himnesku arfleifð? Ert þú undirbúinn til að innganga í Guðs ríki? I. A. Craine. Til hinna niðurbeygðu Hættu að hugsa um sjálfan þig, erfið- leika þína, vonbrigði og yfirsjónir. Þetta er ekki þess vert að hugsa um það. Því rneir sem þú hugsar um slíkt, því ver líður þér. Það gagnar ekkert. Þegar þú grípur sjálfan þig í því að aumkva sjálfan þig, þá vertu nógu skynsamur til að hrista slíkt af þér og losa þig við þessháttar hugs- anir. Sorg og áhyggjur framleiða eitur í líkama þínum, þetta hefir áhrif á blóðið, og þú bindur sjálfum þér þyngri byrði en þú hafðir áður. Hættu að hugsa um vonbrigði þín, yfir- sjónir og sorgir. Gjör þitt besta á hverjum degi og hugsaðu um Jesúm. Hann er þess verður að hugsa um hann. Hann er ást- vinur þinn. Hann elskar þig innilega. Hann hefir sýnt það á liðnum tíma, lestu oftar um það. Nú sem stendur gjörir hann alt fyrir þig sem hægt er að gjöra. Hann hefu í hyggju að gjöra dásamlega hluti fyrir þig þegar hann kemur. Hann þráir að vera stöðugt með þér. Hann lengist eftir meira af kærleika þínum. Særðu ekki hjarta hans með því að gefa honum svo lítið af tíma þínum. Hugsaðu oftar um hann. Talaðu oftar við hann, ekki aðeins um erfiðleika þína. Láttu oftar í ljósi þakklæti þitt til hans fyrir kærleika hans, miskun og ást- ríka umhyggju, og segðu honum að þú elskir hann. Kynstu honum betur dag eft- ir dag fyrir að lesa Guðspjöllin, og alla Biblíuna. Þetta er vegurinn til að öðlast frið í hjarta þitt. “Vingast við hann, þá muntu vera í friði.” Job. 22:21. S. Borgen.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.