Stjarnan - 01.12.1945, Page 6
94
STJARNAN
þegar hann stóð frammi fyrir kónginum
og eins og hann bað eg í hjarta mínu.
Presturinn spurði hvort það væri eg sem
hefði selt Mrs. N bókina. Eg kvað svo vera.
Þá spurði hann drembilega: “Hvaða rétt
hefir þú til að útbreiða meðal vor bækur,
sem páfinn hefir ekki gefið leyfi til?”
Eg kvaðst ekki þurfa leyfi né samþykki
páfans, heldur Guðs, það væri mér nóg.
Þá fór prestur með textann: “Þú ert Pét-
ur” >o. s. frv. Hann var svo reiður og tal-
aði svo fljótt í nokkrar mínútur að eg gat
ekkert sagt. Svo breytti hann umtalsefninu
og lagði fyrir mig ýmsar spurningar um
tilgang minn með bókasöluna og hvers
vegna eg inni við það. Eg sagði honum
að skólanemendur seldu bækurnar og til-
gangurinn væri að bæta siðferði og lifn-
aðarhætti fólksins. “Þér kannist við, herra
minn,” sagði eg. “Að ástandið í heiminum
er voðalegt og menn geta aldrei gjört of
mikið til þess að reyna að stöðva þær
eyðileggingaröldur sem hrífa fólkið með
sér til glötunar.”
“Hann skók höfuð sitt og sagði það væri
ekki hægt að bæta úr ástandi mannfélags-
ins með því að útbreiða slíka bók. “Eg
hef aldrei séð ungar stúlkur á þínum aldri
ferðast um bygðirnar eins og þú gjörir til
viðreisnar mannkyninu. Þú ert aumingja
glatað barn og þjónn djöfulsins.”
“Fyrirgefið mér, herra minn, starf mitt
er að berjast á móti djöflinum, þar af leið-
andi get eg ekki verið þjónn hans. Ef eg
væri það þá mundi eg ekki vinna að þessu
verki.
Nú hengdi hann höfuð sitt augnablik og
spurði síðan: “Hverrar trúar ert þú?”
“Eg er Sjöunda dags Aðventisti.”
“Aðventisti, Aðventisti, endurtók hann
og klóraði sér bak við eyrað. Hverju trúir
þú?”
Eg sagði honum vér tryðum á bráða end-
urkomu Krists, frelsun fyrir trú á Jesúm
Krist og vér héldum hvíldardag Drottins,
hinn sjöunda dag samkvæmt Biblíumti.
Þegar eg minntist á hvíldardaginn varð
hann æfur, greip fram í fyrir mér og sagði:
“Eg hafði rétt fyrir mér að þú værir glat-
að barn. Sjáðu hvað þú ert langt á eftir
tímanum. Þú heldur hvíldardag Gyðinga.
Veistu ekki að honum hefir verið breytt?”
“Eg veit herra minn að kirkja yðar
breytti hvíldardeginum, en eruð þér vissir
um að hún hafi haft nokkuð vald til þess.
Eg finn ekki eitt einasta orð í Ritningunni
viðvíkjandi breytingunni.
Hann stóð upp þrútinn af reiði. “Þú
óforskammaði angi b.....sért þú. Hvernig
leyfir þú þér að efast um kenningu kirkj-
unnar? Eg skal segja þér,” bætti hann við
og steytti hnefann framan í mig. “Ef þú
ferð ekki héðan úr bygðinni svo fljótt sem
þú getur, þá skal eg taka til minna ráða.”
Nokkrum mínútum áður hafði lögreglu-
þjónninn spurt um bókasöluleyfi mitt og
sagði það væri í besta lagi. Nú sneri hann
sér að prestinum og sagði:
“Það er samviskufrelsi í þessu landi, og
þessi unga stúlka hefir fullan rétt til að
fylgja því sem hún trúir.”
“Presturinn settist niður og eftir augna-
bliks þögn bað hann mig að sýna sér
bókina, sem eg væri að selja. Eg tók sýnis-
hornið fram og lýsti fyrir honum spádóm-
unum um páfavaldið og um enda heims-
ins. Þegar eg var þannig búinn að lýsa
bókinni fyrir honum spurði hann mig hvort
eg hefði nokkra af þessum bókum með
mér. Eg kvað svo vera. Þá spurði hann
mig hvað hún kostaði. Eg sagði honum
frá verðinu í mismunandi bandi og hann
bað mig færa sér eina í léreftsbandi.
Eg var svo hissa á þessari skjótu breyt-
ingu, að eg gat ekkert sagt en stóð upp
þegjandi og sótti bókina. Þegar eg rétti
honum hana fékk hann mér verðið 20
franca og sagði:
“Eg held þú vinnir þarft verk. Eg óska
þér bestu lukku hvar sem þú ferð. Svo
stóðu þeir báðir upp og kvöddu mig vin-
gjarnlega með handabandi. Meðan þeir
gengu út að dyrunum heyrði eg prestinn
segja við lögregluþjóninn:
“Þetta er undravert. Þessi unga stúlka
veit hverju hún trúir, hún er ekki eins og
sumir mótmælendur, sem ekki geta gjört
grein fyrir trú sinni.”
Nú bætti unga stúlkan við er hún sagði
frá þessum atburði: “Eg þakka Guði fyrir
þessa blessuðu reynslu og loforð hans í
Mark. 13:11. Hann uppfylti það fyrir
mig.”
Nokkrum vikum seinna fékk þessi unga
stúlka bréf frá konunni, sem hún hafði