Stjarnan - 01.12.1945, Síða 1

Stjarnan - 01.12.1945, Síða 1
=- - - "tt:— . ■ " " S1 DES. 1945 rj A1 RNAN LUNDAR, MAN. “Ekki undir lögmáli heldur undir náð” “Synd skal ekki drotna yfir yður, því að ekki eruð þér undir lögmáli heldur undir náð.” Róm. 6:14. Vér skulum athuga þessa indælu, áríðandi ritningargrein. Ó, hve dýrðlegur er þessi boðskapur fyr- ir dauðadæmdan syndara. Vér sem höfum brotið Guðs heilaga lögmál erum dauða- sekir, því “Laun syndarinnar er dauði.” Róm. 6:23. Og “syndin er lagabrot.” I. Jóh. 3:4. Þú vinur minn, ert einn í tölu hinna dauðadæmdu. Þú ert sekur frammi fyrir Guði. Hver sem staða þín er, hversu rík- ur sem þú ert eða tiginborinn, þá hefir þú syndgað og skortir Guðs dýrð. Róm. 3:23. En samt sem áður, syndin skal ekki drotna yfir þér.” Þrælum syndarinnar er boðin lausn, og frelsi meinar líf. Syndin skal ekki drotna yfir þér, því þú ert nú ekki lengur undir lögmáli, heldur undir náð. Náð, ó, hve dásamlegt orð. Getum vér skilið það til fulls? Vér segjum að náð sé óverðskulduð góðvild eða hjálp, og það er rétt. Það er sagt um trúboða á Indlandi, sem var að þýða Biblíuna á eitt af tungu- málum þeirra, að hann þurfti að þýða orð- ið náð. Hann þekti ekkert orð í þeirra máli, sem gæfi það hugtak, svo hann kall- aði aðstoðarmenn sína og bað þá hjálpa sér að finna orð eða setningu, sem þýtt gæti náð. Loks kom einn, er kvaðst hafa fundið hugtak sem nægði. “Hvað er það?” spurði trúboðinn. Hinn svaraði: “Of mik- ill kærleikur.” Það er ekki fjarri lagi. “Annars gengur varla nokkur í dauðan fyr- ir réttlátan mann. En fyrir góðan mann kynni ef til vill einhver að vilja deyja. En Guð sýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum. Miklu fremur munum vér þá nú, réttlættir fyrir blóð hans, frelsaðir verða frá reiðinni fyrir hann. Því að ef vér, þá vér vorum óvinir, vorum sættir við Guð fyrir dauða sonar hans, þá munum vér miklu fremur, er vér verðum í sátt teknir, frelsaðir verða fyrir líf hans.” Róm. 5:7-10. Takið eftir, vér munum frelsaðir verða fyrir líf hans. Frelsaðir til hins ýtrasta. “Þar sem hann ávalt lifir til að biðja,” fyrir oss. Hebr. 7:25. Frelsaðir frá hverju? Frelsaðir frá synd, og minnist þess að syndin er lagabrot. Það er hryggilegt hve mikill misskiln- ingur hefir átt sér stað viðvíkjandi þessum skýra Biblíu texta. Menn hafa skift niður tímabili því, sem Biblían nær yfir, svo þeir tala um lögmáls tímabil, eins og menn hefðu á þeim tíma frelsast fyrir hlýðni við lögmálið. Svo tala þeir um tímabil náðar- innar, þegar menn verði frelsaðir fyrir forþénustu Krists. Til eru þeir, sem halda því fram að í Gamla Testamentinu hafi alt verið lögmál en engin náð, en í Nýja Testamentinu væri alt náð, en ekkert lög- mál. í þessu sambandi vil eg leyfa mér að leggja fram spurningu. Voru menn frels- aðir á dögum Gamla Testamentisins? Munu þeir Abraham, ísak og Jakob verða í Guðs ríki? Munu þeir Nói, Adam, Daníel og Davíð verða borgarar hinnar nýju jarð- ar? Jesús sagði að Abraham, ísak og Jakob mundu verða í Guðs ríki. Matt. 8:11. Svo vér erum vissir um að þessir Guðs menn verða þar. Þeir munu rísa upp í upprisu réttlátra og ásamt hinum óteljandi skara

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.