Stjarnan - 01.12.1945, Qupperneq 5
STJARNAN
93
þig, er að efast um, að sá hafi mátt til að
frelsa, sem hefir keypt oss svo dýru verði.
Látum trú koma í stað vantrúar. Líttu á
þær hendur, sem voru særðar þín vegna,
og gleðstu yfir því, að þær hafa mátt til
að frelsa.
Mundu, að guð og Kristur láta sér ant um
þig, og að allir herskarar himinsins vinna
ávalt að því, að frelsa syndara.
Meðan Kristur var hér á jörðunni, sýndi
hann með kraftaverkum sínum, að hann
hefir fullkominn mátt til að frelsa. Með
því að lækna líkamlegan veikleika, sýndi
hann, að hann gat hreinsað hjarta frá
synd.
Hann lét hina höltu ganga, hina daufu
heyra og hina blindu sjá- Hann hreinsaði
hina líkþráu vesalinga, og alls konar sjúk-
dóma læknaði hann.
Fyrir orð hans, varð sjálfur djöfullinn
að fara út af þeim, sem hann hafði náð
valdi yfir. Þeir sem sáu þessi kraftaverk,
sögðu með mikilli undrun: “Hvað er þetta?
Jafnvel illum öndum skipar hann með
myndugleika og valdi að fara, og þeir
hlýða honum.”
Eftir skipun Jesú, gat Pétur gengið á
sjónum. En hann varð að hafa augun á
frelsaranum, því strax og hann leit af hon-
um, byrjaði hann að efast og að sökkva.
Þá kallaði hann: “Herra, frelsa þú mig!”
Og frelsarinn rétti út hönd sína og tók í
hans. (Matt. 14, 28—31).
Hvenær sem einhver ákallar Jesú um
hjálp, er hönd hans útrétt til að frelsa
þann.
Frelsarinn uppvakti fólk frá dauðum.
Einn þeirra var sonur ekkjunnar frá Nain.
Þegar verið var að bera’hann til grafar,
mætti fólkið Jesú. Hann tók í hönd hins
unga manns, reisti hann upp og gaf móð-
urinni hann aftur lifandi. Syrgj endurnir
sneru síðan heim með lofgjörð og þakk-
læti til guðs.
Þannig uppvakti hann einnig dóttur
Jairusar. Og Lazarus, sem hafði legið dauð-
ur í fjóra daga, hlýddi skipun Jesú og
kom fram úr gröf sinni.
Þannig mun það verða, þegar Kristur
kemur aftur til jarðarinnar. Raust hans
mun þrengja sér niður í grafirnar, og “þeir,
sem í Kristi eru dánir, munu upp rísa í
dýrð til eilífs lífs; og síðan munu þeir
vera með drotni alla tíma”. (1. Þess- 4,
16. 17).
Það voru undraverð verk, sem frelsarinn
gjörði, meðan hann var hér á jörðunni.
Hann talar um það í svari, sem hann sendi
til Jóhannesar skírara. Jóhannes sat í
fangelsi og var farinn að láta hugfallast
og mæddist af efasemdum um, hvort Jesús
væri í raun og veru Messías. Hann sendi
því nokkra af lærisveinum sínum til Jesú
með þessa spurningu:
“Ert þú sá, sem koma á, eða eigum vér
að vænta annars?”
Þegar sendimennirnir komu til Jesú, var
hann umkringdur af bágstöddu og sjúku
fólki, sem hann læknaði og hjálpaði. Þeir
urðu að bíða allan daginu, meðan hann án
afláts vann að því að hjálpa hinum bág-
stöddu. Að síðustu sagði hann:
“Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem
þér heyrið og sjáið: Blindir fá sýn og
haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir
heyra og dauðir upprísa og fátækum er
boðað fagnaðarerindi”. (Matt. 11, 3—5).
í hálft fjórða ár, gekk Jesús þannig
“um kring og gjörði gott”. Svo kom sá
tími, er hann skyldi hætta að starfa hér á
jörðunni. Hann átti að fara með lærisvein-
um sínum til Jerúsalem til þess að verða
svikinn, dæmdur og krossfestur. Þannig
áttu hans eigin orð að uppfyllast: “Góði
hirðirinn gefur líf sitt út fyrir sauðina”.
(Jóh. 10, 11).
Franska stúlkan sem
seldi bækur
Hún var að selja franska bók og hafði
erfiðan dag. Presturinn hafði aðvarað fólk-
ið og bannað því að kaupa mótmælenda
bók. Hún segir svo sjálf frá:
“Eg sneri heim að veitingahúsinu heldur
hrygg í huga. Veitingamaðurinn mætti mér
í dýrunum og sagði: “Miss Caryon, prest-
urinn er hér og óskar að tala við þig.” Eg
fór inn á skrifstofu veitingahússins, þar
beið mín presturinn og lögregluþjónn. Mér
fanst ekki mikið til mín þegar eg stóð
frammi fyrir þessum miklu mönnum. Eg
titraði svolítið, en mintist strax Nehemía