Stjarnan - 01.07.1946, Page 1

Stjarnan - 01.07.1946, Page 1
• --.T-.-r -- —■T.-r-:, = = = j =jj S1 JÚLÍ 1946 rj < I RNAN LUNDAR, MAN. Aðvörun Guðs til vor Vér líkjumst hver öðrum meir eða minna í því, að vér viljum ekki láta ónáða oss. Vér viljum helzt hafa það rólegt og ekki vera truflaðir. En boðskapur Guðs og verk hans hafa oft truflað og ónáðað mennina. Nói truflaði fólkið með aðvörun sinni fyrir flóðið. 1 Mós. 6: 5-22. Hann sagði að flóð mundi koma og eyðileggja jörðina, það yrði að snúa sér og búa sig undir. En á þeim dögum hafði fólkið aldrei séð rign- ingu, og að telja þeim trú um að vatn kæmi niður úr heiðbláum himninum, það skoðuðu þeir vísindalega ómögulegt. Þessi óvelkomni boðskapur truflaði bæði fram- sóknarmennina og afturhaldsflokkinn. En flóðið kom. Jesús gefur oss þessa viðvörun: “Eins og menn fyrir flóðið héldu sig vel að mat og drykk, karlar og konur giftust alt til þess dags er Nói gekk í örkina, og vissu ekki fyr af en flóðið kom og tók þá alla. Eins mun verða tilkoma mannsins sonar.” Matt. 24:38, 39. Nói var réttlætis prédikari og það lík- aði mönnum því ver. Óguðlegir menn vilja ógjarnan hlusta á réttlætisprédikara. En aðvörunin sem Guð gaf Nóa var ekki árangurslaus. “Trúin gjörði það að verkum að þá Nói var af Guði aðvaraður um það sem ennþá ekki sást, óttaðist hann Guð og smíðaði örkina til frelsis sínu húsi. Með trúnni fordæmdi hann heiminn, og varð hluttakandi þeirrar réttlætingar sem fæst fyrir trúna.” Hebr. 11:7. Að hafna aðvörunarboðskapmun leiddi til eyðileggingar, en fyrir að trúa og hlýða varð Nói erfingi trúar réttlætisins. “En eins og dagar Nóa voru, eins mun tilkoma mannsins sonar verða.” Matt 24: 37. í 1 Mós. 19: 1-28 lesum vér að guð að- varaði íbúa Sódómu og Gómorru. Hann sendi tvo engla þangað með aðvörunar- boðskapinn. Þessar borgir voru svo spilt- ar og guðlausar að til verndar mannkyn- inu annarstaðar á jörðunni þá brendi hann þessar borgir. En hann gaf aðvörun fyrst, og þeir sem gáfu gaum að henni frelsuð- ust frá eldinum sem eyðilagði þessar borgir. Jónas spámaður flutti aðvörunar boð- skap Guðs til borgarinnar Ninive, sem var höfuðborg voldugs ríkis á þeim tíma. I þetta eina skifti iðruðust allir og snéru sér til Guðs, alt frá konunginum til hins aumasta beiningamanns. Það er einhver stærsta vakning sem sagan getur um og það meinti frelsun fyrir fólkið frá eyði- leggingu þeirri sem því var hótuð. Jónas boðaði þeim að borgin yrði eyðilögð inn- an 40 daga. Guð lagði þessi orð í munn honum. En borgin var ekki eyðilögð eftir 40 eða 50 eða 100 daga, ekki eftir 100 ár. Hvers vegna ekki? Af því fólkið iðr- aðist og snéri sér til Guðs; þess vegna fyrirgaf hann syndir þess. Þegar Guð aðvarar einstaklinga eða þjóð þá er það til að hvetja menn til aftur- hvarfs frá syndinni. Synd leiðir til sorgar og þjáninga fyr eða seinna. Syndarinn líður fyrir synd sína, en aðrir líða líka með honum og vegna hans. En ef hann iðrast þá breytist afstaða hans gagnvart Guði, því vér lesum í Ez. 18: 21, “En hverfi hinn óguðlegi frá öllum sínum syndum, sem hann hefir gjört, og haldi

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.