Stjarnan - 01.07.1946, Page 2
50
STJARNAN
öll mín boðorð og breyti rétt og ráðvand-
lega, iþá skal hann lifa og ekki deyja.”
Hið sama á sér stað þegar um þjóðir
er að ræða: “Eitt sinn tala eg um þjóð
og konungsríki, er eg ætla mér að upp-
ræta, sundurmola og eyða, en snúi það
fólk sem eg hef umtalað sér frá vonsku
sinni, þá iðrast eg hins illa, sem eg hef
ætlað því að gjöra.” Jer. 18: 7, 8.
Guð gaf aðvörun á dögum Jóhannesar
skírara. Spádómur um hann var gefinn
700 árum áður en hann fæddist. (Jes..
40: 3-5). Jóhannes var rödd sem hrópaði
á eyðimörku. Hann áminti og aðvaraði
menn. Hann kom í tíma til að mæta Jesú
við Jórdan og vitna: “Sjá það Guðs lamb
sem ber heimsins synd.”
1 Daníel 2: 31-45 er vekjandi spádóm-
ur, sem bendir á aðaldrættina í sögu ver-
aldarríkjanna yfir 2500 ára tímabil, eða
frá því Daníel var uppi og alt til tímans
enda. Það var líkneski sem konungi var
sýnt í draumi, höfuðið af gulli, brjóst og
handleggir af silfri, kviður og lendar af
eiri, leggirnir af járni og fæturnir af járni
og leir.
Járnið og leirinn eru táknmynd uppá
ríkin í Evrópu, næsta heimsríki verður
Guðs eilífa ríki. Gefa menn alment gaum
að aðvörun þeirri sem felst í þessum spá-
dómi, Nei. En samt sem áður verður
hann bókstaflega uppfyltur.
Jerúsalem hafnaði boðskap frelsarans;
þér munið hann sagði fyrir að borgin yrði
eyðilögð: “Nær þér sjáið viðurstygð
eyðileggingarinnar standandi á helgum
stað, sem Daníel hefir spáð um, þá flýi
hver sá sem í Júdea er til fjalla. Hver sá
sem er á húsþaki, varist hann að fara ofan
í hús sitt til að taka nokkuð þaðan. Hver
sem er á akri, snúi hann ekki til baka til
að taka klæði sín ” Hinir kristnu hlýddu
þessum aðvörunum, og að því er sagan
segir fórst enginn þeirra í umsátrinu þar
sem meir en miljón manna annaðhvort
fórust eða voru teknir í þrældóm.
Nú má spyrja: Hvernig gátu hinir
kristnu flúið þegar rómverski herinn um-
kringdi borgina? Þegar Cestíus yfirmað-
ur rómverska hersins umkringdi borgina,
og þeir inni í borginni voru rétt að því
komnir að gefast upp, þá segir söguritarinn
að Cestíus hafi farið með herinn burt frá
borginni, án þess menn viti nokkra ástæðu
til þess. Þetta var tækifærið fyrir hina
kristnu að flýja. Þeir gjörðu svo, og fóru
til borgarinnar Pella fyrir austan Jórdan.
Rétt á eftir snéru rómversku herdeild-
irnar við aftur og settust um borgina þar
til þeir unnu og eyðilögðu hana. Það
borgar sig að gefa gaum að aðvörunum
Guðs.
Guð gefur aðvaranir í spádómum. “Eg
talaði fyrir munn spámannanna. Eg fjölg-
aði sýnum. Eg lét spámennina tala í
eftirlíkingum.” Hós. 12: 10.
Fyrst nú Guð hefir gefið oss aðvörun í
spádómunum þá ættum vér nákvæmlega
að gefa gaum að þeim. Þessi aðvörun nær
til manna á öllum tímum. “Drottinn al-
valdur gjörir ekkert nema hann kunn-
gjöri sinn leyndardóm fyrir sínum þjón-
um, spámönnunum.” Amos 3: 7.
Það sem Guð segir stendur stöðugt:
“Hann talaði og það varð. Hann bauð,
þá stóð það þar.” Sálm. 33: 9. “Eg kann-
aðist við að alt það sem Guð gjörir varir
eilíflega, menn geta engu við bætt, og
ekkert tekið frá. Guð gjörir það svo, til
þess að menn óttist fyrir hans augliti.”
Préd. 3: 14.
Aðvörun Guðs bregst ekki, heldur
framkvæmir það sem orðið segir. Það er
ætíð einhver sem gefur henni gaum, og
hún kemur því til leiðar sem Guð hefir
til ætlast.
“Eins er mitt. orð það er út gengur af
munni mínum, það hverfur ekki tómt
aftur til mín, heldur framkvæmir það
sem mér vel líkar og kemur því greiðlega
til vegar, sem eg hef tilætlast.”
í Opinberunarbókinni 14: 6 .og 7. versi
gefur Guð alvarlega aðvörun um að rétt-
arhaldið er byrjað: “Eg sá annan engil
fljúga um miðhimininn, hann hélt á eilíf-
um fagnaðarboðskap, sem hann kunn-
gjörði innbúum jarðarinnar, allri þjóð
kynkvísl, tungumáli og fólki. Hann sagði
hárri röddu: Óttist Guð og vegsamið
hann, því tími hans dóms er kominn, til-
biðjið hann, sem gjört hefir himininn,
jörðina og sjóinn og uppsprettur vatn-
anna.”
Hve alvarlegur og hrífandi boðskapur.