Stjarnan - 01.07.1946, Blaðsíða 6
54
STJARNAN
og lifum í samfélagi við hann. Jesús vill
lifa sínu lífi í þér, ef þú leyfir honum það
þá getur þú losnað við allan ótta og kvíða
og fengið nýtt útsýni. Kraftur hans mun
fylla sálu þína, fögnuður og gleði fylla
hjarta þitt, svo þú líka getur orðið öðrum
til blessunar. “Eg skal ekki sleppa þér
né yfirgefa þi-g,” segir lausnari þinn.
Óttast þú ekki að deyja. “Eg dó, en
sjá eg lifi um aldir alda og hef lykla dauð-
ans og undirheima.” Ótti fyrir dauðanum
og löngun til að lifa er ein af þeim nátt-
úrlegu eiginlegleikum sem oss eru gefnir
til varðveizlu lífi voru og annara. En það
eru svo margir, þegar þeir eru að dauða
komnir, sem eru hræddir við að deyja.
En Jesús hefir tekið burtu skelfingu dauð-
ans frá sínum lærisveinum. Hann hefir
gengið sömu leið á undan oss. Hann get-
ur huggað og hughreyst þá sem ganga
gegn um dauðans skuggadal. Hann er
hjá þeirn á dauðastundunni og hefir svift
dauðann beiskju sinni. “Hann leggur
sína elskuðu til svefns,” og innan skamms
uprennur morgun eilífðarinnar og Jesús
kallar ástvini sína til lífsins og veitir
þeim dýrð og ódauðleika.
Það er sagt um Leonardo de Vinci að
þegar hann lá á banasænginni kom kon-
ungur hans í heimsókn. Hann talaði við
konunginn og lét í ljósi hrygð sína yfir að
hann hefði ekki stundað list sína nógu
vel. Alt í einu fékk hann veikindakast.
Konungur tók hann í faðm sér til að létta
honum, og hann dó þarna í faðmi kon-
ungsins. Þetta er það sem hver sann-
kristinn maður getur vonast eftir: að
deyja í faðmi konungs síns og Drottins.
Hinn almáttugi Guð er hans athvarf, og
hans eilífu armleggir umfaðma hann.
“Óttastu ekki því eg er með þér.” “Sjá eg
er með yður alla daga alt til veraldarinnar
enda.”
Óttastu ekki það sem kemur eftir dauð-
ann. “Sá sem heyrir mitt orð og trúir
þeim sem mig sendi, sá hefir eilíft líf og
kemur ekki til dóms, heldur hefir hann
stigið yfir frá dauðanum til lífsins.” “Eg
hef lykla dauðans og undirheima.” Jesús
gekk í gegn um dauðann og gröfina og
kom út sigri hrósandi. Maðurinn var
dauða undirorpinn og þræll syndarinnar.
Jesús tók á sig mannlegt hold til þess
“hann með dauða sínum gæti svift krafti
dauðans yfir ráðanda, djöfulinn, og frelsað
þá, sem af ótta fyrir dauðanum lifðu allan
sinn aldur undir ánauðaroki.” Jesús
hafði lífið í sjálfum sér. Hann braut
hlekki dauðans og grafarinnar. “Sjá, eg
lifi um aldir alda.” Þetta er tryggingin
fyrir dýrðlegri framtíð allra eftirfylgenda
hans.
Texti vor er vel þess verður að festa
hann í minni, það er, læra hann utanbókar.
Með Jesú frelsara vorum getum vér ó-
hræddir og kvíðalausir horft á framtíð-
ina. “Alt megna eg fyrir Krist sem mig
styrkan gjörir,” sagði Páll postuli. Jesús
styrkir alla sína trúu eftirfylgendur og
gefur þeim náð og kraft til að mæta hverju
sem að höndum ber. Svo eftir þetta
skammvinna jarðneska líf er eilífðin með
dýrð og heiðri og hamingju, hlutskifti
allra þeirra sem hér hafa lifað í samfélagi
við Jesúrn Krist. Með honum getum vér
með fögnuði og eftirvæntingu horft á
framtíðina með öruggri von og vissu um
blessun Guðs yfir störf vor og áform. f
samfélagi við Drottinn vorn og frelsara
er framtíðin skínandi björt og blessunar-
rík, og “Vonin bregzt ekki, því elsku Guðs
er úthelt í vorum hjörtum fyrir heilagan
anda sem oss er gefinn.”
E. Lloyd.
Síðan Japanar réðust á Pearl Harbour
hafa 150 þúsund Amerískir verkamenn
dáið af slysum við starf sitt í sambandi
við það. Sextíu og níu þúsundir hafa á
sama tímabili dáið af slysum á strætum
og þjóðvegum, og 12 þúsundir dáið af
slysum á heimilum sínum. Hugsið yður,
nærri þriðjungi fleiri dáið af slysum, held-
ur en þeir sem drepnir voru af land-, sjó-
og lofther vorum í alheimsstríðinu síðara.
Bindinisfélag kristinna kvenna (W.C.T.U.)
tók inn 36 þúsund nýja meðlimi árið sem
leið.
+ + 4-
Sagt er að 600 þúsund ofdrykkjukonur
séu í Bandaríkjunum. Það er fjórði hver
meðal þræla áfengisins. Það er áætlað
að um fimm þúsund ofdrykkjukonur séu
í Washington, D.C., höfuðstað Bandaríkj-
anna.