Stjarnan - 01.12.1946, Page 1
4
STJARNAN
DES. 1946 LUNDAR, MAN.
Mæðradagurinn hjá Dirk
“Þið þurfið ekki að hafa peninga til að
kaupa gjafir til að gleðja móð'ur ykkar.
Hún gleðst mest af því að þið séuð góð
'börn,” sagði Miss Wlhite-
Hún var að senda börnin heim úr skól-
anum rétt fyrir mæðradaginn. Hún sá á
íhinuim glaðlegu andlitum barnanna, að
þau ásettu sér að gléðja móður sína. Hún
hrygðist yfir að sjá raunasvipinn á Dirk
Greyson er hann reyndi að verjast gráti.
Um leið og Dirk gekk út, hvíslaði hún að
hónum: “Reyndu að finna og gleðja ein-
hverja móður, sem á hvorki dreng né
stúlku til að gleðja hana.” Dirk hneygði
höfuðið en talaði ekki orð.
Dirk var hj á föðursystur sinni og manni
hennar. Móðir hans var dáin fyrir nokkr-
um mánuðum síðan, og þó þau ættu 7 börn,
þá buðu þau móðurlausa drenginn vel-
komdnn, og þessi mánuður síðan hann kom
til frænku sinnar var sá skemtilegasti, sem
hann átti síðan móðir hans dó. Hann fór
nú að hugsa um hvort það væri nokkur,
sem hann gæti glatt, svo spurði hann Rut
frænku sína hvort nokkur kona væri þar
í þorpinu, sem ætti engin börn.
“Eg veit ekki af neinum,” svaraði hún,
nema Mrs. Temple, sem býr í stóra, hvíta
■húsinu í útjaðri bæjarins. Hún flutti þang-
að fyrdr tveimur árum og hefir ekki haft
kynni af neinum. Hvers vegna spyr þú
að því?”
“Eg var bara að hugsa um eitthvað, sem
kennarinn sagði,” svaraði Dirk og hljóp
út til hinna barnanna.
Mæðradaginn fóru börnin út í skóg til
að tína blóm fyrir mæður sínar. Þau
gengu fram hjá húsi Mrs. Temple-
“Þekkið þið Mrs. Temple?” spurði Dirk.
“Nei, við komum aldrei þangað, henni
geðjast ekki að börnum.”
Dirk tíndi blómin og var að hugsa um
Mrs. Temple hvers vegna hún vildi ekkert
hafa með börn; vera má að einhverjir
drengir hafi verið hrekkjóttir við hana.
Og hann ásetti sér nú að gefa henni blómin.
Á heimleiðinni, þegar börnin gengu
fram hjá húsi Mrs. Temple, stakk Dirk
upp á að þau gæfu henni blóm. “Eg held
nú ekki,” svaraði Joe. “Þú þekkir hana
ekki, hún kærir sig víst ekki um blóm.”
Joe hafði einu sinni verið sendur þangað
og fann það út, að hún vildi ekki hafa
börn í heimsókn.
Dirk staðnæmdist, hikaði við og sagði:
“Eg held eg fari samt.” “Far þú ef þér
sýnist, þú kemur ekki til að standa lengi
við,” sagði Joe, og börnin héldu áfram
heimleiðis.
Dirk gekk með hægð upp að húsinu og
barði að dyrum, það var ekki laust við að
hann hefði hjartslátt- Myndarleg kona
lauk upp, leit á Dirk og spurði alt annað
en vingjarnlega: “Hvað vilt þú hér?”
Dirk hélt upp blómunum og sagði: “Eg
týndi"þessi blóm handa þér.”
“Hvers vegna hefir þú týnt blóm fyrir
mig?” spurði hún hryssingslega.
“Mig langaði til að gleðja einhvern í
dag. Rut frænka mín hefir svo mörg börn
til að gjöra eittbvað fyrir hana, svo hún
þarf mín ekki.”
“Þvlí gjörir þú ekki eitthvað fyrir
mömmu þína, heldur en að troða þér upp
á annað fólk?” spurði hún jafn hvefsin í
málrómi.
Varir dxengsins titruðu og augun fylt-
ugt tárum er hann leit upp. Sorgarsvip-
urinn á hinu þögula andliti hans snerti