Stjarnan - 01.12.1946, Page 2
90
STJARNAN
hjarta konunnar. “Hún er dáin,” sagði
hann svo í hálfum hljóðum.
Konan hrökk við eins og hún hefði ver-
ið barán. Hún huldi andlit sitt með höndun-
um og grét. Drengurinn varð hræddur og
stóð grafkyr. Hann vissi ekki hvað hann
átti að gjöra. Bráðum varð hún rólegri,
rétti drengnum hönidina og dró hann að
sér.
“Það hryggir mig, drengur minn,” sagði
hún vingj arnlega. Kom þú inn og segðu
mér alt um það- En við skulum fyrst láta
vatn á blómin mín. Hvað heitir þú?”
“Dirk Greyson.” Svo sagði hann henni
alt frá högum sínum og hún spurði og
spurði. -
“Viltu koma og sjá leikföngin litla
drengsins míns?” spurði hún litlu s'einna.
“Ó, átt þú lítinn dreng?” spurði hann
undrandi.
“Eg hefi hann ekki lengur. Hann var
ekki eins stór og þú og hafði ljósgult hár,
en—” svo strauk hún hárið á Dirk, “aug-
un Tians voru brún eins og þín.”
“Eór hann í burtu, eins og mamma
mín?”
“Já, barnið mitt.”
Nú lyfti drengurinn handleggnum,
feimnislega þó, og faðmaði konuna. Hún
vafði hann líka að sér og grét. Hann var
nú ekki lengur hræddur.
Hún þerraði tárin, tók í hönd drengs-
ins og sagði: “Við skulum nú koma og líta
á leikföngin hans.”
Hún lauk nú upp dyrum, sem ekki
höfðu verið opnaðar í tvö ár. Alt var ryk-
ugt, en Dirk tók ekki eftir því. Þarna voru
alskonar leikföng, sem nokkur drengur
gæti óskað eftir- Hann stóð' þegjandi um
stund og sagði svo: Hann hlýtur að hafa
skemt sér vel við alt þetta.”
“Já,’ ’sagði hún með grátstaf í hálsin-
um, “hann hefði viljað þú ihefðir gaman
af þeim líka, ef hann væri hér.” Syo sett-
ist hún niður og sýndi honum hvernig ætti
að festa saman brautateinunum og koma
rafmagnsvögnunum áf staði. Svo spurði
hún alt í einu: “Getur þú ekki haft kvöLd-
mat með Ðkkur, maðurinn minn kemur
rétt strax heim?”
“Eg veit ekki hvort Rut frænka vill að
eg sé svo lengi.”
“Eg skal fóna henni.”
Þegar Mr. Temple kom heim var kona
hans í dyrunum til að heilsa honum, og
ha'fði Dirk við hlið sér.
“Marian,” sagði hann með gleði og
undrun í málrónum, “Ihvað —?”
“Ilugsaðu ekki um það rétt núna, James,
“þessi litli idrengur er Dirk Greyson, sem
kom aði heimsækja imig í dag, og færa mér
þessi Iblóm.” Og hún benti á blómin á borð-
inu.
“Guð blessi þig, litli maður,” sagði Mr.
Temple sjáanliega hrærður um leið og
hann beygðli sig niður að drengnum og
kysti hann á ennið. “Guð blessi þig fyrir
heimsóknina.”
Dirk varð daglegur gestur í hvíta hús-
inu og frændur Ihans komu oft þangað líka
til að leika sér. Eftir nokkurn tíma kom
Mr- Ternple til að heimsækja Rut frænku
og John mann ihennar.
“Eg kom til að tala um Dirk. Þið getið
ekki límyndað ykkur hvílíka hamingju litli
fræn-di ykkar hefir veitt heimili mínu.
Stuttu áður en við komum hingað mistum
við eina barnið okkar. Konan mín var svo
niður brotin að hún vildi helst engan sjá
allra síst börn. Einu sinni stakk eg upp á
að við ættleiddum barn en hún svaraði
með gremju: “Nei, fyrst eg gat ekki haft
mitt eigið Ibarn þá vil eg ekkert hafa. En
heimsókn Dirks og sorg hans opnaði hjarta
hennar.Síðan hefir alt verið öðruvísi. Hún
vill fá drenginn. Viljið þið gefa okkur hann
eftir? Við mundum löglega ættleiða hann
og alt vort yrði hans.”
“Konan mín verður að svara því. hann
er bróðursonur hennar.”
Mrs. Mason sat þegjandi um stund og
sagði síðan: “Já, Mr. Temple, þið getið
gjört meira fyrir hann en okkur væri
mögulegt. Ef Dirk vill fara þá held eg það
sé best- Við skulum láta hann ráða.”
Dirk var fús að fara. “Eg get komið og
séð þig frænka á hverjum degi. Þú hefir
svo marga drengi og stúlkur, en James og
Marion eiga engan svo eg vil vera þeirra
drengur.”
Svo leiddust þeir James og Dirk upp að
hvíta Ibúsinu.
(Mrs. R. A. Peabody)