Stjarnan - 01.12.1946, Side 3

Stjarnan - 01.12.1946, Side 3
STJARNAN 91 w i XXIII.- Golgata Nú var í skyndi • farið af Stað, með Jesúm til Golgata, og alla leiðina varð hann að 'hlusta á óp og háðsyrði lýðsins. Hinn iþungi kross, sem ætlaður var Barra- basi, var strax lagður á ihinar blóðugu og sundurflakandi herðar hans. Það var einnig lagður kross á ihina tvo ræningja, sem áttu að deyja með Jesú. Byrði frelsarans var altof þung fyrir hann í hans veika ástandi, og hann hafði ekki gengið langt, er hann féll meðvit- undarlaus til jarðar- Þegar hann kom itil sjálfs sín, var þó krossinn aftur lagður á herðar hans. Hann reikaði nokkur skref áfram, og féll svo aftur meðvitundarlaus til jarðar. Óvinir hans sáu nú, að það var ekki mögulegt fyrir hann að 'bera byrði sína lengur, en þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gjöra, því þeir bjuggust ekki við að fá neinn, sem vildi bera þessa smánarlegu ibyrði. Á sömu stundu mættu þeir Símoni frá Kyrene. Þeir gripu hann og neyddu hann til að bera krossinn til Golgata. Synir Símonar, voru lærisveinar Jesú, en sjálfur hafði hann aldrei opinberlega játað sig vera lærisvein hans. Eftir það, var hann ávalt mjög þakk- látur fyrir, að hafa fengið þau forréttindi að bera kross frelsarans. Þessi byrði, sem hann var þannig neyddur til að bera, varð tilefni til aftunhvarfs hans. Viðlburðirnir á Golgata og framkoma Jesú, kom Ihonum til að trúa því, að hann væri guðs sonur. Þá er koim að staðnum, þar sem kross festingin átti að fara fram, voru hinir dauðadæmdu bundnir við krossinn. Hinir tveir ræningjar reyndu að slíta sig af þeim, er bundu þá á krossinn, en frelsarinn sýndi engan mótþróa. Móðir Jesú hafði fylgt honum á þessari sorgargöngu til Golgata. Hana langaði til að geta Ihjálpað honum, þegar hann hné niður undir krossinuim, en hún fékk ekki að njóta þess réttar. Við hvert spor á þessari erfiðu göngu, hafði ihún vonast eftir því, að ihann notaði guðdómskraft sinn, til þess að frelsa sig frá morðingjunum. Og þegar nú augna- blikið var komið og hún sá ræningjana bundna við krossinn, hvílíka sálarangist mátti hún þá ekki þola! Ætlaði hann, sem hafði lífgað hina dauðu, að leyfa að hann sjálfur væri líflátinn á svo grimmilegan hátt? Átti hún að hætta að trúa því, að hann væri Messias? Hún sá ihendur hans réttar út á krossinn — þessar hendur, sem svo mörg góðverk höfðu gjört og ávalt flutt blessun til hinna þjáðu- Hún sá að hamrarnir og naglarnir voru teknir fram, og þegar naglarnir voru reknir gegnum hið viðkvæma hold, urðu hinir harmlþrungnu lærisveinar að bera móður Jesú meðvitundarlausa burt frá þessari óttalegu sjón. Til Jesú heyrðist ekki eitt möglunarorð, enginn kveinstafur. Andlit Ihans var fölt og rólegt, en á enni hans voru stórir svitadropar. Læri- sveinar ihans flýðu burt frá þessum hrylli- lega stað. Hann tróð vínlagariþróna aleinn; eng- inn af landsfólkinu var með honum. (Es. 63: 3). Á meðan hermennirnir negldu frelsar- ann á krossinn, sneri hann huganum frá sínum eigin þjáningum og að hinni hræði- legu ihefnd, er síðar mun koma yfir þá, er ofsóttu hann. Hann aumkvaðist yfir þá í blindni þeirra og hað: “Faðir, 'fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.” Jesús vissi að hann átti nú þegar að verða talsmaður mannanna hjá föðurnum. Þessi bæn, sem hann bað fyrir óvinum símum, nær itil allra í heiminum. Hún nær til sérhvers syndara, sem hefir lifað eða mun lifa, frá upphafi heimsins til enda- loka hans. ' f hvert sinn, er vér syndgum, verður Kristur særður af nýju. Vor vegna, kem- ur Jesús fram fyrir hásæti föðursins, sýnir honum hinar gegnumstungnu hendur sínar og biður: “Fyrirgef þeiim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.” Strax og búið var að negla Jesúm á krossinn, var krossinn reistur iupp af sterk- um mönnUm og hann rekinn af miklu afli niður í jörðina, lí iholu, sem til þess var gjörð- Pílatus ritaði yfirskrift á latínu, grísku og hebresku og festi á krossinn yfir höfði f

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.