Stjarnan - 01.12.1946, Page 4

Stjarnan - 01.12.1946, Page 4
92 STJARNAN Jesú, til þess að allir gætu séð hana. Þar var ritað: “Jesús frá Nazaret, konungur Gyðinganna.” Gyðingar Iheimtuðu að þessu væri breytt. Prestarnir sögðu: “Skrifa þú ekki: Konungur Gyðinganna, 'heldur að hann hafi sagt: Eg er konungur Gyðinganna.” Pílatus iðraðist nú þess ósjálfstæðis, er hann hafði sýnt, og þar að auki fyrir- leit hann illgirni og afibrýðissemi valds- mannanna. Hann sagði því: “Það sem eg hefi skrifað, það hefi eg skrifað.” (Jóh. 19: 19, 21, 22). Hermennirnir skiftu með sér klæðum Jesú. Kirtillinn ver ekki saumaður, heldur frá ofanverðu niður úr prjónaður, og nú þráttuðu þeir um hann. Að síðustu kom þeim saman um að kasta 'hlutkesti um hann. Þannig rættust orð spámannsins er segja: “Þeir skiftu með sér klæðúm mínum og köstuðu hlut um kirtil minn.” Jafnskjótt og búið var að reisa kross Jesú upp, þá skeði nokkuð, sem var ótta- legt. Prestarnir, höfðingjarnir og fræði- mennirnir ásamt hinum guðlausa lýð, tóku nú að ihæða og spotta ihinn deyjandi guðs son. Þeir hrópuðu háðslega: “Ef þú ert konungur Gyðinganna, þá bjargaðu sjálfum þér-” (Lúk. 23: 37). “Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér get- ur hann ekki bjargað! Hann er konungur ísraels! Stígi hann nú niður af krossinum, og vér skulum trúa á ihann. Hann treysti guði. Hann frelsi hann nú, ef hann hefir mætur á honum; því að hann sagði: Eg er sonur guðs.” (Matt. 27: 42, 43). Og þeir sem f.ram hjá gengu, lastmæltu honum, skóku höfuð sín og sögðu: Hó, þú, sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum! Bjarga nú sjálfum þér og stíg niður af krossinum.” (Mark. 15: 29, 30). Kristur hefði getað stígið niður af kross- inum, en ef hann hefði gjört það, þá hefð- um vér ekki orðið endurleystir. Vor vegna var hann fús að þola dauðann. “Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða; hegn- ingin, sem vér höfðum til unnið, kom nið- ur á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.” (Es. 53:5). Síðasta mikla táknið (Framh.) Hinn elskaði postuli Jóhannes lýsir endurkomu Drottins þannig: “Og eg sá, og sjá: Hvítt ský, og einhvern sá eg sitja á skýinu, líkan manns-syni, og hafði hann gulílkórónu á höfðinu og í hendi sér bitra sigð. Og annar engill kom út úr musterinu; og hann kallaði Ihárri röddu til þess, sem á skýinu sat: Ber þú út sigð þína og sker upp, því að komin er stundin til að upp- skera, því að sáðland jarðarinnar er fulP þroskað.” Opb. 14,14-15. Þessi boðskapur fagnaðarerindisins á að iboðast til yztu endimarka jarðarinnar. “Og eg sá annan engil fljúga um mið- himininn, og hélt íhann á eilífum fagnaðar- boðskap, til að boða þeim, sem á jörðunni búa, og sérhverri þjóð, og kynkvísl og tungu og lýð. 6. versið. Þannig verður, áður en Drottinn kemur í annað sinn, boð- skapurinn um komiu hans fluttur um alla jörðina. Það verður fullkominn boðskapur um Krist. —“Hinn eilífi fagnaðarboðskap- ur”, og um leið boðskapur um ríkið. Til sönnunar þessum spádómi heilag- rar Ritningar hafa á síðustu ölcjum opnast dyr fyrir fagnaðarboðskapinn víðsvegar um heiminn. Undirbuningurinn að flutnin- gi boðskaparins ihófst með siðabótinni- Því næst komu uppgötvanir 19. aldarinnar, er opnuðu dyrnar til fulls í flestum löndum heimsins. Þegar svo undirbúningurinn var hafinn fyrir hraða hreyfingu, byrjaði trú- boðsstarfsemin, og hún er eitt af furðu- verkum heimsins. Eins og Jósef Cock bendir á eru nú á dögum sjö undrunarefni, stærri en í fyrri daga. Og þau 'hafa öll verið á- kveðin af Drottni til að gera mögulega heimsvíðtæka útbreiðslu fagnaðarerindis- ins í þessari kynslóð. Þessi sjö furðuverk eru: Landkannanir, samgöngur, menn- ing, frelsi, samband þjóða, uppeldi og fyrir- komulag. Allt er þetta samkvæmt heim- smælikvarða og leitt í ljós síðustu áratugina. Guð Ihefir undirbúið-veginn fyrir upp- fyllingu 'hins síðasta mikla tákns spádóm- anna, það er ekki einungis aðvörunarboð- skapur, heldur og frelsisboðskapur, — fagnaðarboðskapur konungsríkisins. Guð

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.