Stjarnan - 01.12.1946, Síða 6

Stjarnan - 01.12.1946, Síða 6
94 STJARNAN hætta”, kemur skjót eyðilegging yfir hann. Heimurinn 'er í æsingu. Tákn tímanna benda á, að illt sé í aðsigi. Komandi við- burðir eru þegar farnar að varpa skuggum. Guð gefi að vér verðum á meðal þeirra, sem ibíða, vaka og vinna fyrir endurkomu Drottins. iFrá Olíufjallinu hljóma orð Krists alvarl'ega um aldir fram og allt til vorra daga: “En gætið sjálfra yðar að hjörtu yðar ofþyngist ekki við svall og drykkjuskap og áhyggju fyrir lífinu og komi svo þessi dagur skyndilega yfir yður eins og snara; því að koma mun hann yfir alla þá, sem búa á öllu yfirborði jarðar- innar. Verið því ávalt vákandi og biðj- andi, til þess' að þér megnið að umflýja allt þetta, sem fram mun koma, og að standast frammi fyrir manns-syninum.” Lúk. 24: 34-36. Það er sagt að Honartíus Bonar hafi dregið gluggatjaldið til hliðar á hverju kvöldi áður en hann gekk til hvíldar, litið upp til hins stjörnufagra himins og sagt: “Kannske í nótt, Drottinn,” og á morgnana var það hans fyrsta verk að draga 'tjaldið upp, líta til aftureldingarinnar með at- hugasemdinni: “Kannske í dag, Drottinn.” Vinur, ert þú viðbúinn og bíðandi eftir honum? Voice of Prophecy + > + Þó ótrúlegt sé, þá getur maurinn borið tuttugufalt þyngri byrði heldur en hans eigin þunga. Ef maðurinn væri að sama skapi sterkur, ætti hann að geta lyft bíln- um sínum.------- Foreldrar barna sem hegða sér illa, í San Francisco, Dearborn, Michigan, To- peka, Kansas og fleiri borgum, geta kosið hvort þeir vilja heldur fara í fangelsi eða fá kenslu viðvíkjandi skyldu og ábyrgð heimilisins og foreldranna. Þeir hlusta á ræður um heimilisstjórn, uppeldi 'barna, um meðferð fjár síns, notkun tímans, heilsufræði, og hvíld og skemtanir. Ár- angurinn hefir verið sá að 85 af hundraði af börnum þeirra hafa “bætt ráð sitt.” + + + Drottinn segir: “Ákalla mig í neyðinni, eg mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig.” Sálm. 50: 15. Guð er sá sami í gær, í dag og að eiiífu Það voru alvarlegir dagar í Gyðinga- landi þegar Heródes undirkonungur Róm- verja, hóf ofsókn gegn hinum nýja trúar- flokki, sem fylgdi kenningum Jesú frá Nazaret. Hann lét drepa Jakob bróður Jóhannesar, með sverði, en handtaka Pét- ur og setja hann í fangelsi. Þar var Pétur bundinn tveimur viðjum og sinn stríðsmað- urinn við hverja h'lið hans. Undan'koma virtist með öllu ómöguleg fyrir þennan Drottins þjón, sem með ræðu sinni sneri þrem þúsundum manna til Krists á einum degi. Hann svaf milli tveggja vopnaðra stríðs- manna, en engi'll Guðs kom, vakti hann, skipaði íhonum að standa upp; hann hlýddi og viðjurnar féllu jafnskjótt af honum. Engillinn bauð honum enn fremur að gyrða sig, láta á sig skóna og kasta yfir sig skikkjunni og fylgja honum. Pétur gjörði sem honum var iboðið. Dyr og hlið opnuðust fyrir þeim af sjálfu sér og Pétur var frjáls maður. Biblían er full af írásögnum um varð- veizlu Guðs og fyrirhyggju hans fyrir börnum sínum. Nú á dögum hafa menn almennt litia trú á því að englar Guðs séu sendir til hjálpar mönnum á yfirstandandi tíma, og að Guð auglýsi kraft sinn og mátt- arverk eins og á fyrri dögum. En þeim skjátlar. Takið eftir: Hjón nokkur sem bæði höfðu lært hjúkrun bjuggu í borg einni, með tveimur börmum sem þau áttu. Þau hjálpuðu ná- grönnum sínum eftir megni til að mat- reiða fæðuna sem bezt, kendu þeim ihvern- ig að ihalda við heilsunni og hjúkra þeim sem sjúkir urðu. Þau útbreiddu gleði og hugrekki hvar sem þau komu. Svo komu óvinirnir snögglega og tóku yfirráð yfir borginni. Þau héldu áfram starfi sínu eftir sem áður, eins og þau gátu bezt. Einu sinni urn miðnætti kom leynilög- regllan inn til þeirra og sagði: “Ef þið sleppið ekki þessurn trúarbrögðum ykkar, en háldið því fram að ekki sé 'hægt að sameina Evrópu, þá tökum við litlu stúlk- una ykkar klukkan 7 í fyrramálið, kveljum hana allan daginn og drepum hana svo. \

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.