Stjarnan - 01.07.1947, Page 1

Stjarnan - 01.07.1947, Page 1
1 1"™—-■ l S1 JÚLÍ1947 rj A1 RNAN LUNDAR, MAN. Vér uppskerum það sem vér sáum , Eitt ihinna alkunnustu fangelsa 1 Banda- ^kjunum eru „Grafirnar" í borginni New York. Margir nafnfcunnir fangar hafa lifað gleðisnauða daga bak við múra þess. Hátt standandi félagskona ein í New York sneri sér til Krists og fékk þá löng- Un til að vinna kristilegt starf fyrir fang- aria í ,,gröfunum“. Hún ásetti sér að heim- s®kja alla ifangana þar á hverjum sunnu- dagsmorgni og gefa þeim hverjum fyrir si§ ilrnandi blóm. Hún vonaði að blómin g®tu mýkt hjörtu þeirra þó orð hefðu eng- an árangur. _ Eitt skiftið er hún hafði lokið heimsókn Slnni átti hún eftir lítinn bló'mvönd. Hún spurði.ifangavörðinn hvont ékki væri neinn fangi ennþá, sem hún g^eti gefið þessi blóm. Hann sagði henni þa að það væri einn kvennfangi sem hún hefði aldrei séð, en svo bætti hann við: „Eg ræð þér til að kalda þér burt frá hennar klefa. Hún er yersti fanginn sem við höfum haft síðan eg kom hingað fyrir nokkrum árum. Hún uiun formæla þér með óttalegu orðalagi.“ Þetta latti ekki kristnu konuna. Hún svaraði íákveðið: „Eg má til að sjá þessa konu.“ Pangavörðurinn vísaði henni á klefann °g opnaði litla loku á jámhurðinni fyrir klefanum. Rífca konan rétti hendina gegn um opnuna á járnhurðinni, veifaði blóm- unum og sagði: „Eg hef nokkur blóm handa þér, ég gef þér þau með ósk um blessun Guðs.“ Hún fann alt í einu að hönd hrifs- a«i blómin af henni, en ekki heyrði hún hið minsta hljóð bak við járnhurðina. Konan fór heim og hugsaði alvarlega um hvað við hefði borið. Hún gat ennþá fund- ið hendina sem snerti hana og hrifsaði blómin sem hún rétti henni. Hún gat ekki annað en beðið fyrir fanganum sem eng- inn virtist hafa meðaumkun með, og var álitin verst af öllum. Fanginn tróð efcki blómin undir fótum sér eins og vænta mátti, en hún sat á litla stólnum í klefa sínum og hélt á blómun- um ,í hendinni. Þegar hún horfði á blómin, vaknaði tilfinning í hjarta hennar sem eitthvað líktist heimþrá. Þetta voru sams- konar blóm og vaxið höfðu fyrir framan dyrnar á heimili föður hennar. Hún hafði oft leikið sér þar og notið ilms blómanna, meðan hún var saklaust barn. Meðan hún sat þarna og horfði á blóm- in, þá bráðnaði eini viðkvæmi punktur- inn, sem sagt er að finnist jafnvel 1 hinu harðasta hjarta. Endurminning heimilis- ins og hinna hamingjusömu, saklausu æsfcudaga, þréngdi sér dýpra og dýpra inn í hjairta hennar, þar til hún fékk löngun til þess að verða aftur hrein og sáklaus. Hún mintist þess þegar hún, falleg, ung stúlka fór til New York, hvernig hún var dregin á tálar, og hversu fljótt undiralda spillingarinnar hafði hrifið hana með sér. Hún mintist þess eitt fcvöld meðan hún var að syngja á vínsöluhúsi nokkru, að drukkinn maður kastaði flösku að félaga sínum og hitti hann ekki, en flaskan lenti á veggnum sfcamt þaðan, sem hún stóð, og brot úr henni meiddi hana stórkostlega í aðra kinnina og eyðilagði þannig fegurð hennar. Eftir að fegurð hennar var horfin féll hún æ dýpra og dýpra. Það gekk svo langt að hún framdi hvern glæpinn eftir annan til að afla nauðsynja sinna. Loks var hún dæmd til fangavistar í „Gröfun- um“.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.