Stjarnan - 01.07.1947, Page 3

Stjarnan - 01.07.1947, Page 3
STJARNAN 59 f °g ihonum var sagt hvað hann átti að starfa. Eftir að Jesús birtist honum, skildi hann að hann áður hafði fylgt rangri stefnu. Tilgangur hans til Damaskus var syndsamlegur. En hann vissi að Jesús fyr- irgaf honum. Hann segir í I. Tím., 1:13: „Ég, sem forðum var Jastari, ofsóknari og smánari; en mér var miskunað sökum þess að ég gjörði það óafvitandi í vantrú“. Hann vissi hann hafði öðlast miskun, en hann vissi líka að það sem maður sáir það ^iun hann og uppskera. Þótt hann hafi óafvitandi gjört rangt, þá nam það ekki ur gildi lögmálið um sáning og uppskeru. Hann getur þess, hvernig hann ofsótti kristna menn: „Því ég hneppti í myrkra- stofu marga kristna . . . og í öllum sam- kunduhúsum lét ég þeim þrásinnis refsa °g neyddi þá til að ta'la illa um Jesúm. Já, svo freklega æddi ég gegn þeim, og elti þá til framandi borga“. Post. 26:10 II. Páll leið miklar ofsóknir. Hann hafði of- sótt aðra og mætti svo sömu meðferð sjálf- ur. Þegar hann sat í innra fangelsinu með fætur sínar í stökk, hefir hann að líkindum uiinst þess, hversu hann dróg menn og kon- ur í varðhald fyrrum, meðan hann ofsótti hina kristnu. Hann sagði: „Þegar blóði Stefáns, vitnis þíns var úthelt stóð ég sjálfur hjá, samþykkur því, og geymdi föt þeirra sem deyddu hann.‘, Þegar þeir grýttu Pál í Lystra, hefir hann eflaust rninst þessa atburðar. Ef maður eins og Páll, hinn mikli starfs- uiaður kristninnar, uppskar það sem hann sáði, þó hann hefði slíkt undravert aftur- hvarf, þá getum vér vissulega ekki um- flúið þetta óumbreytanlega lögmál. Það var gleðilegt að vita, að strax er Páll sá synd sína fór hann að sá hinu góða sæði. I stað þess að missa kjark og gremj- ast er hann varð að uppskera það illa sem hann hafði sáð, þá sneri hann við blaðinu og sáði réttlæti og mannkærleika og upp- skar þann fögnuð og frið sem yfirgengur allan skilning. Hann varð einhver hinn mesti mannvinur sem heimurinn hefir átt. Þrettándi kapítuli Fyrsta Korintu- hréfsins er svo fullur blómum náðar og kærleika, að ekkert sem menn hafa ritað, tökur honum fram. Hann varð vinur allra sem ofsóttir voru og skrifaði í 12. kapítula Rómverjabréfs- ins: „Blessið þá sem ofsækja yður. Bless- ið en bölvið ekki. Fagnið með fagnendum og grátið með grátendum“. „Gjaldið eng- um illa fyrir illt. ... Ef óvin þinn þess vegna hungrar. þá gef honum að eta. Lát ekki hið illa yfirbuga þig. heldur sigra þú hið vonda með hinu góða“, Páll bendir oss skýrt á að það borgar sig að sá því góða sæði. „Látum oss ekki þreytast að gjöra gott, því á sínum tíma munum vér uppskera ef vér ekki letj- umst“. C. T. Everson. ♦ ♦ ♦ XXIX.-- Himnaför Jesú Jesús hafði fullkomnað endurlausnar- verkið á jörðunni. Sá tími var kominn, er hann skyldi fara aftur til sinna himnesku heimkynna. Hann hafði sigrað og nú átti hann aftur að setjast við hlið föðursins, í hásæti ljóssins og dýrðarinnar. Jesús valdi Olíufjallið, sem þann stað, er hann fór frá til himins Hann lagði af stað þangað með hinum ellefu lærisveinum sín- um. Þeir vissu ekki, að þetta ætti að vera þeirra síðustu samfundir við meistarann. Á leiðinni veitti Jesú postulum sínum hina síðustu fræðslu. Rétt áður en hann skildist við þá, gaf hann þeim'hið dýrmæta fyrir- heiti, sem sér hverjum lærisveini hans er svo innilega kært: „Sjá, ég er með yður alla daga, alt til enda veraldarinnar“. — Matt 28, 20. Þeir gengu yfir fjallið. þar til þeir komu í nánd við Betaníu. Þar staðnæmdust þeir, og lærisveinarn- ir söfnuðust í bringum Drottinn. Hann horfði ástúðlega á þá og himnesk birta skein af ásjónu hans. Hin síðustu orð, er hljómuðu í eyrum þeirra, frá vörum frels- arans, vitnuðu um hina nákvæmlegustu og innilegustu umhyggju hans fyrir þeim. Með höndunum upplyftum, til blessun- ar, sté hann hægt upp frá þeim. Þá er hann fór þannig burt, urðu lærisveinarnir ótta- slegnir, og störðu óaflátanlega til himins, til þess að sjá hann, meðan mögulegt væri. Ský nam hann frá augum þeirra. Og á sama augnabliki hljómaði unaðslegur söngur frá englaskaranum. Meðan lærisveinarnir stóðu þannig og störðu til himins, heyrðu þeir hljómfagra

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.