Stjarnan - 01.07.1947, Page 4

Stjarnan - 01.07.1947, Page 4
60 STJARNAN rödd er ávarpaði þá. Þeir sneru sér við og sáu tvo engla, er sögðu við þá: „Galíleumenn, því standið þér og horfið til himins? Þessi Jesú, sem var upp num- inn frá yður, til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins“. — Postulas. 1, 11. Þessir englar voru úr hópnum, sem kom til að fylgja Jesú til hinna himnesku heim kynna hans. Af meðaumkun og kærleika komu þeir til þess að hugga og hughreysta þá, sem syrgðu hann, og láta þá vita að þessi aðskilnaður yrði ekki ævarandi. Þegar postularnir komu aftur til Jerúsa- lem, leit fólk undrandi á þá. Það hafði ímyndað sér að eftir dauða meistara þeirra, mundu þeir vera með hryggum huga. Óvinir þeirra höfðu vonast eftir að sjá mest bera á sorg og þrekleysi hjá þeim. En í þess stað báru þeir merki sigurs og gleði. Andlit þeirra ljómuðu af frið og hamingju, sem beimurinn getur ekki veitt. Þeir syrgðu ekki sviknar vonir, en fyltust lofgjörð og þakklæti til guðs. Með miklum fögnuði kunngjörðu þeir hina dýrðlegu upprisu Krists og himnaför og margir trúðu vitnisburði þeirra. Postularnir voru ekki lengur í óvissu, viðvíkjandi framtíðinni. Þeir vissu, að Jesús var á himnum, og að hann bar um- hyggju fyrir þeim. Þeir vissu, að hann bar fórnarblóð sirtt fram fyrir Guð Hann sýndi föðurnum hinar særðu hendur og fætur, sem merki þess, hvað hann hefði goldið fyrir sína endurleystu. Þeir vissu, að hann mundi kóma aftur og allir hinir heilögu englar með honum, og þeir hugsuðu, með miklum fö'gnuði og innilegri þrá til þess viðburðar. Þegar Jesús hvarf lærisveinunum, á Olíufjallinu, komu himneskir herskarar á móti honum, og fylgdu honum upp með gleði og sigursöng. Við borgarhlið guðsríkis er mikill engla- skari, er bíður komu hans. Þegar Kristur nálgast hliðið, hrópa englarnir, sem með honum eru í fagnandi róm til englanna við hliðin: Þér hlið, lyftið höfðum yðar. hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi ganga inn. Englarnir við hliðin spyrja: Hver er þessi konungur dýrðarinnar? Þetta segja þeir ekki, af því að þeir viti ekki, hver hann er, heldur af því að þeir vilja heyra hið sigrihrósandi svar: Drottinn, hin volduga hetja, drottinn, bardagahetjan. Þér hlið, lyftið höfðum yðar, hefjið yður, þér öldnu dyr að konungur dýrðarinnar megi ganga inn. Aftur spyrja englarnir við hliðin: Hver er þessi konungur dýrðarinnar? Hinir englarnir svara í fagnaðarróm: Drottinn hersveitanna hann er konungur dýrðarinnar. Dav. sálm. 24,7—10. Þá opnast borgarhliðin, og englaher- sveitin fer inn um þau við unaðsfagran söng. Allir herskarar himinsins umtoringja höfðingja sinn og hann sest í hásæti föður síns. En hann getur enn ekki tekið á móti kórónu eða konunglegum skrúða. Hann verður að frambera bænir fyrir föðurinn, viðvíkjandi sínum útvöldu á jörðunni. Hann getur ekki tekið á móti heiðrinum, fyr en söfnuður ihans stendur frammi fyrir hinum himneska alheimi, réttlættur og viðurkendur. Hann biður um. að fólk hans fái að koma þangað, sem hann er. Ef að hann á að hljóta heiður, þá verður það að fá hlutdeild í honum með honum. Þeir, sem líða með honum á jörðunni, munu ríkja með honum á himnum. Það er um þetta, sem Kristur biður fyrir söfn- uð sinn. Hann vill, að hann sjálfur og söfnuður- inn hafi sameiginleg áhugamál, og með langlundargeði og kærleika, sem er sterk- ari en dauðinn, framber hann þann rétt, er söfnuður hans hefir öðlast fyrir þján- ingar hans og dauða. Svar föðurins upp á þessa innilegu bæn, felst í þessari tilkynningu: „Allir englar Guðs, skulu tilbiðja hann“. — Hebr.. 1, 6. Allir foringjar hinna himnesku herskara, tilbiðja með fögnuði endurlausnarann. Hinar mörgu þúsundir engla falla fram

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.