Stjarnan - 01.07.1947, Qupperneq 7
STJARNAN
63
föstu munu fagna komu hans. Þau hafa
öag hvern lifað í samfélagi við hann, og
nú upprennur dýrð Drottins yfir þeim. —
Þeir hafa endurspeglað dýrð Guðs og hug-
arfar Jesú Krists. Nú fagna þeir yfir að
sjá augliti til auglitis konunginn' í dýrð
sinni. Þeir eru tilbúnir að fara til himins,
því þeir hafa haft himinn 1 hjörtum sínum.
Guðs börn lyfta höfðum sínum fagnandi
yfir að lausn þeirra er nálæg. Sól réttlætis
ins lýsir þeim er þau fara út að mæta brúð-
gumanum. Þau segja: „Þessi er vor Guð.
Vér ihöfum beðið hans og hann mun frelsa
oss.
Vinur minn, þráir þú komu Krists meir
en alt annað í heiminum? Bíður þú með
fögnuði eftir Drottni þínum og frelsara
Jesú Kristi
I. Brasier.
+ ♦ +
Trygging fyrir bænheyrslu
Þegar maður biður einhvern bónar, þá
er mikið undir því komið hver maðurinn
er sem biður, hvort erindið fær áheyrn
eða ekki. Manngildi hans getur haft áhxif
á svarið.
Hið sama á sér stað þegar vér biðjum
Guð. Ef líf vort er í samræmi við vilja
hans, þá getum vér beðið og fengið svar.
Þetta er andlegt lögmál. Jesús kenai oss:
»Ef þér eruð stöðugir í mér og mín orð
hafa stað hjá yður, þá megið þér biðja
hvers þér viljið og það mun yður veitast“.
Jóh. 15:7. Vér lesum einnig: „Kröftug bæn
hins réttláta megnar mikið.“
Ennfremur: „Elsikanlegir, ef vort hjarta
fordæmir oss ekki, þá höfurn við djörfung
til Guðs og það sem vér biðjum hann um
það mun hann veita oss, af því vér höldum
hans boðorð og gjörum það sem er þókn-
anlegt fyrir hans augliti.“ I. Jóh. 3:21. 22.
Alt kraftleysi í bæn bendir þess vegna
á, að eitthvað sé öðru vdsi en það á að
vera í líferni þess sem biður, Satt er það,
að Guð frestar stunduhi bænheyrslunni,
þeim til góðs sem biður eða af öðrum
ástæðum. Vér þurfum að muna það. En
gleymum því ekki heldur að ef vér mæt-
um skilyrðum þeim, sem Guð setur, þá
naunum vér fá svar upp á bænir vorar fyrr
eða síðar. Undirbúningur undir bæn er
eins nauðsynlegur eins og bænin sjálf.
Ef Ííf vort er Guði þóknanlegt, þá mun
hann veita það sem vér alvarlega biðjum
um. Aðalatriðið er að vér séum I honum.
Eitt með Guði.
Vér megum ekki gleyma dæmisögunni
um vínviðinn og samband greinanna við
hann, til þess að ávöxtur gæti þroskast.
Ef vér óskum að meðtaka hvað sem vér
biðjum um þá verðum vér í ö-llu að vera
undirgefnir Guði, til að gjöra hans vilja
í öllu.
Ef vér eigum að geta staðist flóðbylgjur
hins illa á yfirstandandi tíma, þá verðum
vér að læra að biðja þannig, að vér fáum
svar. Þá höfum vér ekkert að óttast, ann-
ars lendum vér í vandræðum, missum
kjarkinn og bíðum ósigur.
Fyrst líf í Kristi, það að vera stöðugur
í honum, er skilyrði fyrir bænheyrslu, þá
virðum fyrir oss leyndardóminn um stöð-
ugt líf í Kristi.
Fyrsta sporið er að gefa sig Guði, það
er ihægt að gjöra ákveðið og einu sinni.
Næst er að vera stöðugur í honum, það er
lífstíðarstarf. Vér þurfum að lifa í stöðugu
samfélagi við hann, endurnýja daglega
undirgefni vora til hans, læra vilja hans
gegn um orð hans og eftirdæmi og hlýða
honum í öllu.
Sjaldan vita menn alt, sem Guð krefsit
af þeim, þegar þeir gefa honum hjarta sitt.
Ef Guð sýndi oss það alt í einu, þá er hætt
við að vér yrðum freistaðir að halda oss
til baka, svo ha-nn af náð sinni tekur tillit
til veikleika vors, og sýnir oss aðeins
smátt og smiátt eitt og annað sem vér þurf-
um að hafna eða lagfæra í lífi voru. Hann
leiðir oss fet fyrir fet og sýnir oss, hvað
oss ber að gjöra svo fljótt sem vér erum
færir um að mæta því.
Margir verða fyrir vonbrigðum af því
þeir hafa ekki séð nauðsyn á því áð end-
urnýja stöðugt samfélag sitt við Guð og
undirgefni sína til hans. Vér verðum að
halda áfram stöðugt að drekka af „lífsins
vatni“, svo samfélag vort við Jesúm sé
óslitið, og þá munum vér reyna að Guð
svarar bænum vorum. Þetta samfélag við
Krist og stöðuga líf í honum er einfalt
mjög, en það er skilyrðið fyrir bænheyrslu.