Stjarnan - 01.07.1947, Side 8

Stjarnan - 01.07.1947, Side 8
64 STJARNAN STJARNAN Authorized as aecond clasa mail, Poat Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn og afgreiðslu annast: MISS' S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. Jóhannes postuli segir: „Haldið yður stöð- uglega við það, sem þér hafið heyrt frá upphafi, en ef þér haldið yður stöðugt við það . . . þá munuð þér einnig við son- inn og föðurinn halda yður stöðuglega“. I Jóh. 2:24. „Það sem þér íhafið heyrt frá upphafi“, verður að haldast við. Hvað var það í byrj- un vors kristilega lífs, sem leiddi oss til að meðtaka Jesúm og orð hans? Var það ekkii loforðið: „Ef vér viðurkennum vorar syndir þá er hann trúr og r.éttlátur, svo hann fyrirgefur syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ I Jóh. 1:9. Þegar vór heyrðum þet-ta tilboð þáð- um vér það, viðurkendum syndir vorar, feng'um þær fyrirgefnar og komumst í samfélag við Krist. Postulinn er að sýna oss fram á að þetta verður að vera stöðug reynsla vor, ef vér eigum að lifa í honum og hann >í oss. Synd er það eina, sem get- ur hindrað oss frá að vera stöðug í honum. Aftur segir sami postuli: „En hver sá sem heldur hans iboðorð, hann er Guði staðfastlega sameinaður og Guð honum“. I Jóh. 3:24. Það verður bæði að vera innra samfélag hjartans við Krist og einnig hið ytra í lífinu, fullkomin hlýðni við vilja faans, ef vér eigum að vera stöðugir í hon- um. Vér megum í engu stríða móti vilja hans eins og hann er opinberaður í orðinu. Dyrnar verða að standa alveg opnar, svo syndin geti farið út, en hans guðdómlegi vilji komið inn. „Sjáðu, ég stend við dyrn- ar og kný á, sá er heyrir raust mína og lýkur upp fyrir mér, til hans mun ég inn ganga og neyta kvöldverðar“. Op. 3:20. Ef synd ekki lokar dymar fyrir honum í lífi voru þá mun Jesús koma inn og taka sér bústað hjá oss. Bænheyrsla er komin undir þessari reynslu, að Kristur hafi bú- stað hjá oss og vér séum stöðugir í honum. Hversu einfalt það er að mæta þessu skil- yrði og njóta þeinrar reynslu að fá bænum vorum svarað. L. K. Dickson -f -f Gjör þitt besta Vér þurfum aldrei að vera 1 vandræðum með að vita hvaða stöðu Guð vill vér höf- um í lífinu. Skylda vor er að gjöra vort besta þar sem vér erum og við það sem vér vinnum. Ef þér er það áhugamál að vita áform Guðs með framtíð þína, þá gjörðu Guðs vilja á hverjum degi. Það er áform Guðs þér viðvíkjandi í dag. Ef hann hefir annað og betra pláss fyrir þig, þá mun hann sjá um að koma þér þangað á hentug- asta tíma, og þá verður það Guðs áform fyr ir þig að fullnægja því starfi. . M.M. -f -f -f Árið 1945 voru framlög Ameríkumanna til kristindómsmála, ein biljón og 35 milj. dollara, að því er lífsábyrgðarfélag eitt skýrir frá. En “Tíminn”, segir að samtímis hafi þjóðin borgað sjö biljónir og átta miljónir fyrir áfenga drykki og þrjár biljónir fyrir tóbak. -f -f -f Það eru líkindi til að Argentína missi af sölu hálfri milljón punda af línolíu, sem hún áður hefur selt til Norður-Ameríku, af því að nú hefir mönnum reynst að soy- baunaolía er alveg eins nothæf bæði í málningu og við tilbúning gólfdúka. -f -f + Fjármálaráðgjafi Frakklands segir að 250 þúsund útlendir ferðamenn hafi heim- sótt Frakkland árið 1946. -f ♦ -f Á Nýja-Sjálandi eru 20 kindur og þrjár kýr að meðaltali fyrir hvert mannsbarn í landinu. -f -f -f Japanskir vísindamenn hafa fundið upp meðal sem nefnist Köha, og flýtir fyrir græðslu brunasára og annara sára og einn- ig frostbólgu, ef meðalinu er sprautað inn í æðar sjúklingsins. Amerískir jarðfræðingar álíta að Cuba hafi einhverntíma verið hluti af Norður- Ameríku. Þeir byggja skoðun sína á því, að sams konar forndýrabein hafa fund- ist þar, eins og fundust í Florida á 18. öld.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.