Stjarnan - 01.08.1947, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.08.1947, Blaðsíða 1
STJARNAN ÁGCST 1947 LUNDAR, MAN. “Gakk þú og alt þitt hús í örkina” “Og Drottinn sagði við Nóa: Gakk þú og alt þitt hús í örkina því eg hef séð þig rétt- látan fyrir minni augsýn á þessari öld . . . Og Nói gjörði alt eins og Drottinn bauð honum . . .Og Nói gekk í örkina og synir hans og kona hans og sonarkonur hans með honum áður en flóðið kom.” I Mós. 7:I.5.7. Þetta var síðasti atburðurinn í sögu heimsins fyrir flóðið. Lengi hafði Guð af náð sinni haft þolinmæði við mannkynið, sem var orðið svo spilt. Loks setti hann fak- mark og leyfði þeim aðeins 120 ár. “Þá sagði Guð Drottinn: Andi minn skal ekki eilíflega óvirðast í manninum, því hann er hold. Veri hans dagar 120 ár . . . Og Drottinn sá að ilska mannanna var mikil á jörðinni og að öll hugsun mannsins hjarta var vond alla daga. Og hann sagði: Eg vil afmá manninn sem eg skapaði af jörðinni, manninn, dýrið skorkvikindið og fugla himinsins . . . En Nói fann náð í augum Drottins.” I Mós. 6:3.5.7.8 Nói notaði þessi 120 ár til að prédika fyrir fólkinu og til að byggja örkina. Hann 'trúði Guðs orði þó ekkert væri í nátúrunni upp til þess tíma sem benti á að vatnsflóð gæ-ti komið yfir heiminn. Trúin á Guð leiddi hann til fullkominnar hlýðni við all- ar skipanir hans, “Og Nói gjörði alt eins og Guð bauð honum.”-Imós. 6:22. Loks var örkin fullgjör, 120 árin voru rétt liðin. Þá skipaði Guð Nóa að fara með fjölskyldu sína í örkina. Öll þessi ár hafði Nói og fjölskylda hans unnið að byggingu arkarinnar. Allar þeirra jarðnesku eigur höfðu verið lagðar í hana. Ekkert var leng- ur sem gat bundið þau við heiminn. Örkin var tákn upp á frelsun fyrir þá, sem byggja trú og von sína á áreiðanlegleika Guðs orðs. Nói freisaði sig og fjölskyldu sina frá eyðileggingu er hann sýndi trú sína í verk- inu. Hann hlýddi öllu sem Guð bauð hon- um. Þótt hann væri umkringdur af spiltum mönnum þá sá hann um að fjölskylda hans hélt sér frá þeirra félagskap og vann að því verki sem Guð hafði falið þeim að gjöra. Þegar verkinu var lokið var öll fjölskyldan reiðubúin að ganga inn og verndaðist þan- nig frá eyðileggingu. “Trúin gjörði það að verkum að þá Nói var af Guði aðvaraður um það sem enn ekki sást, óttaðist hann Guð og smíðaði örkina til frelsis sínu húsi. Með trúnni fordæmdi hann heiminn og varð hluttakandi þeirrar réttlætingar, sem fæst fyrir trúna. Um leið og Nói prédikaði fyrir öðrum sýndi hann einlægni trúar sinnar í verkinu, Hann lagði allar sínar eigur í arkarsmíðið. Meðan hann var að byggja þennan stóra bát á þuru landi kom fólk úr öllum áttum til að sjá þessa undarlegu sjón og hlusta á hinn einkenni- lega prédikara. Hvert hamarshögg við byggingu arkarinnar var áminning til fóik- sins. Nói stóð eins og klettur þótt hann væri umkringdur af háði og fyrirlitningu. Heil- ög alvara og trúmenska við Guð einkendu líf hans. Orð hans voru kröftug, því það var rödd Guðs sem talaði til manna fyrir munn þjóns hans. Samfélagið við Guð var styrkur hans öll þessi 120 ár sem hann talaði til fólksins og varaði það við þeirri hættu sem frá mannlegu sjónarmiði var ómöguleg. Menn fyrir flóðið hugsuðu sem svo að um allar liðnar aldir hefði náttúran fylgt ákveðnum lögum, árstíðirnar komið reglu- bundið og regn hafði aldrei fallið fram að þessum tíma, jörðin vökvaðist af dögg sem

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.