Stjarnan - 01.08.1947, Blaðsíða 8
72
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
memit, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of a. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðm og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
áfram þangað til allir, yfir 300 menn höfðu
fengið að svala þorsta sínum og endur-
næra sig á hinu lífgefandi vatni. Það var
alveg undravert að varðmennirnir skiptu
sér ekkert af þessu fremur en þeir sæju
það ekki. En konurnar horfðu á steinþegj-
andi. Seinna spurði ég um nafn litlu
stúlkunnar. Hún hét Remedios.
Rósa M. Rodgers.
-f -f -f
Bæn hermannsins
Mrs. Katherine Unrau, kona fyrrverandi
starfsmanns vors á Rússlandi segir frá
eftirfarandi atburði:
“Hér í Nurnberg framkvæmdi Guð
kraftaverk nýlega. Trúbróðir vor, í hern-
um sem hafði tekið yfirráð í landinu,
ásetti sér að gjöra trúboðstarf fyrir þýzk
börn, og sýna þannig elsku sína til þeirra
og Frelsata síns. Einn dag saknaði hann
eins af drengjunum sem voru vanir að
koma til hans á hverjum degi. Hann spurð
ist fyrir um drenginn og frétti að hann
væri veikur. Hann fór strax að sjá hann,
en móðir drengsins vildi ekki lofa. hon-
um að koma inn, því læknirinn hefði sagt
að það væri ómögulegt að hjálpa honum,
hann mundi deyja. Hermaðurinn bað
auðmjúklega um leyfi og móðirin sam-
þykkti loksins að hann mætti sjá dreng-
inn. Hermaðurinn féll strax á kné við rúm
hans og bað til Guðs.
“Eg veit ekki hvað lengi hann bað, en
móðirin opnaði hurðina aftur og aftur og
leit inn, og altaf var hermaðurinn á knján-
um í bæn. Þegar hann stóð upp, sagði
hann við móðurina: “Drengurinn þinn
deyr ekki, honum batnar aftur”. Móðirin
var djúpt snortin og spurði: “Hvaða söfn-
uði tilheyrir þú?“ Hann kvaðst vera
Sjöunda dags Aðventisti og gaf henni ut-
anáskrift þangað, sem vér höfðum sam-
komur vorar.
Barnið var læknað frá þeirri stundu. —
Móðirin er nú að búa sig undir skírn. Hún
segir að hún og heimilisfólk hennar muni
aldrei gleyma þessari reynslu. R. H.
> -f I
“Ákalla mig”
Polly var lítil stúlka sem bjó hjá foreldr-
um sínum í stórri borg. Þau áttu vini úti á
landi sem þau heimsóttu stöku sinnum.
Þegar móðirins sagði: “Polly, við ætlun út
á land að heimsækja Mary og móður henn-
ar,” þá réði litla stúlkan sér ekki fyrir
kæti, hún klappaði höndunum, hoppaði,
dansaði og sagði: “Þá getum við Mary farið
út í skóginn og safnað blómum, er ekki
svo?” Það var ætið gleði efni þegar Polly
gat farið og heimsótt litlu vinstúlku sína.
En einu sinni kom nokkuð óttalegt fyrir
þegar þær voru úti í skóginum, þær fundu
svo marg falleg blóm, og héldu áframdeng-
ra in í skógin þangað til þær voru komnar
svo langt heimanað, að þær rötuðu ekki
heim aftur þær vóru viltar það var komið
að sólarlagi þær vissu það yrði bráðum
dimt og þær yrðu að líkindum að vera
næturlangt í skóginum, nema einhver
kæmi til að vísa þeim leið. Þær urðu svo
hræddar þær fóru að gráta. Það er voðaleg
tilfinning að vita maður er viltur. Þær
höfðu lært á Biblíuskólanum að Drottinn
segir; “Ákalla mig í neyðinni, eg mun
frelsa þig og þú skalt vegsama mig.” Nú
sagði Polly við Mary: “Við skulum biðja
Jesúm að sýna okkur veginn heim.” Mary
samþykti það og þær féllu á kné við hliðina
á stóru föllnu tré og beiddu Jesúm að sýna
sér leiðina heim. Svo gengu þær af stað
fullvissar um hann mundi leiða þær heim.
Hann gjörði það, þær urðu glaðari en frá
megi segja er þær sáu heimili sitt. Guðs
loforð bregðast aldrei. S.S.W.
-f -f -f
Frakkland hefir ásett sér að bjóða
700.000 þýzkum föngum að staðnæmast í
Fra'kklandi til að fjölga þannig íbúum
landsins. Þeir ráðgera að fá 3 miljónir
innflytjenda yfir 10 ára tímabil. Helming-
urinn af þeirri tölu verður að vera verka-
fólk.