Stjarnan - 01.08.1947, Blaðsíða 7
STJARNAN
71
Ekkert siðferðislögmál
Malcolm W. Bingay meðritstjóri blaðs-
ins Detroit Free Press, var einn meðal
hinna 18 ritstjóra, sem sámkvæmt áskorun
Eisenhower hershöfðingja fóru til Evrópu
til að heimsækja fangastöðvar á Þýzka-
iandi. Eftir að hann kom heim aftur, mætti
hann á félagsfundi í Detroit og svaraði
spurningum sem lagðar voru fyrir hann.
Eru skelfingasögurnar frá Þýzkalandi
ekki orðum auknar og uppspuni?
Bingay: “Skýrslurnar voru engin upp-
spuni, þær sögðu ekki fyllilega frá skelf-
ingunum. Þeim verður ekki með orðum
iýst.
Hvernig gat annað eins átt sér stað? —
Hvað lá bak við það?
Bingay: “Alt hugsanalíf Nazista felst í
tveimur orðum: “Ekkert siðferðislögmál”.
Ef þér gangið alveg framhjá siðferðislög-
málinu, þá getið þér skilið hvað fram fór
í Evrópu.”
Er nokkur ástæða til að ímynda sér að
sömu lífsskoðanir sem framleiddu Nazista,
eigi sér stað í Ameríku?
“Öll Nazista hreyfingin hvílir á þremur
stefnum sem vér allir sjáum greinilega
votta fyrir hér í Bandaríkjunum. Ef vér
nðeins nefnum þær getum vér betur skilið
hvað fór fram í Evrópu. í Nazistastefn-
unni finnst hatur það og umburðarleysi
sem stjórnar Ku Klux Klan; glæpaaðferð
A1 Caponés, sem lagði Chicago undir
fastur hans, og vitsmunir Huey Longs til
a<5 koma skrílnum af stað. Þetta þrent
Bamleiddi *skelfingar Nazista. Það byrjaði
nieð því að Hitler æsti þjóðina móti Gyð-
ingum.”
Hvers vegna lét fólkið leiðast til að
fylgja Nazistum?
Bingay: “Vér töluðum við menntamenn,
jðnaðarmenn, vísindamenn og almenning
J ^ýzkalandi og allir sögðu sömu söguna:
Nei, vér trúðum ekki girundvallarreglum
Nazista, en vér vorum neyddir til að fylgj-
ast með, eða....” Þeir voru hræddir.
Einst nokkuð þessu líkt hér í Ameríku?
Bingay: “Alsstaðar hér í Ameríku finnur
naaður þennan óttá, eða hræðsluanda hjá
fólki sem er of þreytt til að mæta ábyrgð
sinni sem góðir borgarar, fólk, sem er of
ósjálfstætt, og hrætt við að eitthvað geti
r
komið fyrir. Það þæti tapað eignum sín-
um eða stöðu sinni í félagslífinu, eða í
stjórnmálum. Eg finn sama anda hér í okk-
ar elskuðu Ameríku sem ég fann í helvíti
því, sem einu sinni var voldugt og vel-
megandi Þýzkaland. — Vér hér í Ameríku
þurfum að athuga vor eigin hjörtu og
hugsunarhátt. Ef vér berum hatur til
nokkurs manns af því hann er Gyðingur,
kaþólskur, mótmælandi, eða hvað sem
trúarbrögð hans eru .... ef vér berum hat-
ur til nokkurs manns hvaða ástæða sem
fyrir því er, þá opnum vér vorar dyr fyrir
því sem fram fór í Evrópu.”
Hvað getum vér gjört svo Ameríka
haldist frjáls?
Bingay: “Ameríka verður að endurnýja
trú sína og kristindóm, sýna hugrekki
feðra vorra, og’læra að nýju lexíuna frá
Olíufjallinu og Golgata. Annars erum vér
í hættu, og sekt Þýzkalands verður vor
sekt. Siðferðislögmálið og hlýðni við það
getur frelsað oss. Það var hið fyrsta sem
Nazistar höfnuðu þegar þeir byrjuðu
hinn versta glæpaferil, sem heimurinn
hefir séð”.
W. C. Kerman.
Kaldur vatnsdrykkur
Þegar Japanar tóku Filippseyjarnar
söfnuðu þeir saman öllum karlmönnum
í einu litlu þorpi og létu þá stdnda í röð-
um á leikvelli skólans. Þar urðu þeir að
standa í steikjandi sólarhita í fleiri
klukkutíma. Árangurslaust beiddu kon-
urnar fyrir utan girðinguna, varðmennina
um að lofa mönnunum að fá sér vatn að
drekka, og þó var þorpsbrunnurinn aðeins
fáein fet í burtu.
Sumar konurnar sem gátu náð til vatns-
ins rennvættu vasaklúta, hnoðuðu þá
saman og hentu þeim inn yfir girðinguna,
en varðmennirnir tróð'u þá óðar undir
fótum sér. Mennirnir voru auðsjáanlega
aðframkomnir af hita og þorsta.
Alt í einu kemur berfætt lítil stúlka
með könnu og bolla, hún fylti hvort
tveggja við brunninn. Óhrædd og án þess
að hugsa neitt um sjálfa sig gekk hún
fram og aftur milli ráðanna og gaf mönn-
unum að drekka.
Aftur og aftur fór hún yfir að brunn-
inum til að fylla könnuna og hélt þessu