Stjarnan - 01.09.1947, Page 4
76
STJARNAN
Mós. 19, 15. — Lot gaf gaum að að-
vörun drottins og bjargaðist.
Þannig erum vér einnig aðvaraðir nú,
viðvíkjandi endurkomu Krists og þeirri
eyðileggingu, er koma mun yfir jörðina,
allir þeir, sem gefa gaum að 'þessari við-
vörun, munu bjargast.
Þegar hinir réttlátu sjá Krist koma,
munu þeir hrópa:
“Sjá, þessi er vor guð; vér vonuðum á
hann, og hann frelsaði oss”. — Es. 25, 9.
Vegna þess, að vér vitum ekki nákvæm-
lega fyrir þann tíma, er hann mun koma,
erum vér ámintir um að vera vakandi.
“Sælir eru þeir þjónar, sém drottinn finn-
ur vakandi, þegar hann kemur.”
Þeir, sem vaka og bíða eftir komu
Krists, mega ekki vera skeytingarlausir.
Eftirvæntingin eftir komu drottins á að
kenna mönnunum að óttast guðs dóm yfir
hinum óguðlegu, svo að þeir snúi sér frá
syndinni og hætti að brjóta boðorð guðs.
Meðan vér bíðum eftir komu drottins,
eigum vér að vinna trúlega fyrir hann.
Vissan fyrir því, að hann er rétt fyrir dyr-
um, á að knýja oss til þess að vinna með
meiri ótrauðleika að frelsun meðbræðra
vorra.
Eins og Nói, fyrir syndaflóðið tilkynti
fólkinu aðvörun guðs, þannig eiga og allir
þeir, sem hafa fengið réttan skilning á
guðs orði, að vara fólkið við þessum tím-
um.
“En eins og á dögum Nóa, þannig mun
verða tilkoma mannsins sonar; því að eins
og menn á þeim dögum, dögunum á und-
an flóðinu, átu, drukku, kvæntust og gift-
ust, alt til þess dags, er Nói gekk inn í örk-
ina, og vissu ei af fyrn en flóðið kom og
tók þá alla, — þannig mun verða tilkoma
mannsins sonar”. — Matt. 24,37—39.
Á dögum Nóa misbrúkaði fólkið gjafir
guðs. Það lifði í ofáti og ofdrykkju og alls-
konar óhófi. Það gleymdi guði og iðkaði
allskonar lesti.
“Og drottinn sá að ilska mannsins var
mikil á jörðunni, og að allar hugrenningar
hjarta hans, voru ekki annað ’en ilska alla
daga”. 1. Mós. 6, 5. — Það var vegna
óguðleika mannanna, að þeir voru eyði-
lagðir þá.
Mennimin breyta á sama hátt nú.
Drykkjuskapur og allskonar óhóf, stjórn-
lausar ástríður og lestir eiga sér stað í
veröldinni og gera mennina óguðlega.
Á dögum Nóa var veröldin eyðilögð með
vatni.
Guðs orð kennir oss, að nú verði jörðin
eyðilögð með eldi. “Himnarnir voru til
forðum, fyrir guðs orð, og við það gekk
vatnsflóðið yfir þann heim, sem þá var
svo að hann fórst; en þeir himnar, sem
nú eru, og jörðin, geymast eldinum, fyrir
hið sama orð og varðveitast til þess dags,
er hínir óguðlegu menn munu dæmast og
tortímanst.” — 2. Pét. 3, 5—7.
Á dögum syndaflóðsins gjörði fólkið
gys að viðvörun guðs. Það kallaði Nóa
draumóramann og sagði, að hann vildi
gjöra uppþot út af engu til þess að ónáða
það. Hinir mestu og lærðustu menn sögðu,
að slíkt vatnsflóð, sem hann sagði að
mundi koma, hefðu menn aldre-i þekt, og
það mundi því aldrei koma.
Nú á tímum, gefa menn einnig lítinn
gaum að orðum guðs. Þeir hlæja að við-
vörunum guðs. Margir segja, að “alt haldi
áfram að vera eins og það hafi verið frá
upphafi sköpunarinnar”, og að ekkert sé
að óttast.
Einmitt á þessum tímum, mun eyðilegg
ingin koma. Meðan mennirnir spyrja
háðslega: “Hvað verður af fyrirheitinu um
tilkomu hans?” koma táknin fram.
“Þegar menn segja: Friður og enginn
hætta! þá kemur snögglega tortíming yfir
þá, . . . . og þeir munu alls ekki undan
komast”. — 1. Þess. 5. 3.
Kristur segir: “Ef þú nú vakir ekki, mun
ég koma eins og þjófur, og þú munt alls
ekki vita á hverri stundu ég kem yfir
þig”. - Op. 3, 3.
Á vorum dögum hafa mennirnir einnig
allan hugann á því, að éta og drekka,
byggja, sá og uppskera, kaupa og selja,
kvænast og giftast. Þeir ssekjast eftir hárri
stöðu og mannvirðingum. Veikir af löng-
un eftir skemtunum sækja þeir leikhúsin.
Veðreiðar, spilahúsin og aðra þessh. staði.
Alsstaðar er reiði og æsing, og þó er næst-
um komið að enda reynslutímans, og dyr
náðarinnar munu innan skamms lokast
að eilífu. Þessi aðvörunarorð frelsara vors
eru töluð til vor:
“En gætið sjálfra yðar, að hjörtu yðar
ekki ofþyngist við svall og drykkjuskap