Stjarnan - 01.09.1947, Síða 6

Stjarnan - 01.09.1947, Síða 6
78 STJAKNAN líf er gjöf Guðs til vor í hans syni Jesú Kristi. Vér lesum: “Laun syndarinnar er dauði en náðar- gjöf Guðs er eilíft líf í Jesú Kristi Drotni vorum”. Róm. 6:23. Kristinn maður deyr syndinni, en öðlast nýtt andlegt líf frá Guði, og með því fylgir loforðið um eilíft líf eftir þetta jarðneska. “Þér eruð dánir, en líf yðar er falið með Kristi í Guði. En þegar Kristur vort líf opinberast, þá munuð þér og ásamt honum í dýrð opin- berast.” Kol. 3:3. 4. Dauðinn er rólegur svefn. Jesús vekur oss af svefninum þegar hann kemur. Orð- ið gröf þýðir “svefnhús”. Páll postuli segir: “Ekki vil ég, bræður, láta yður vera ókunnugt um hina burtsofnuðu, svo þér séuð ekki hryggir eins og þeir sem vonar- lausir eru. Því ef vér trúum því, að Krist- ur sé dáinn og upp aftur risinn, þá mun Guð sömuleiðis fyrir Jesúm ásamt honum leiða til sín þá sem sofnaðir eru; því það segi ég yður í Drottins orða stað, að vér sem eftir verðum lífs við tilkomu Drott- ins, munum ekki fyrri verða en hinir burtsofnuðu; því sjálfur Drottinn mun með ákalli, með höfuðengils raust og með Guðs lúðri af himni niður stíga, og þeir sem í Kristo eru dánir munu fyrst upp- rísa; síðan munum vér, sem eftir erum lifandi, verða hrifnir til skýja ásamt þeim -til fundar við Drottinn í loftinu, og munum vér síðan með Drottni vera alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum”. I. Thess. 4:13—18. Hversu skýrt og einfalt þetta er. Ó, hve dýrlegt. “Munum vér síðan með Drotni vera alla tíma.” Þetta sýnir að von Guðs barna er ekki dauðastundin heldur upp- risan þegar Jesús kemur. Þá er það sem vér komum til frelsarans og verðum með honum, ekki þegar vér deyjum heldur þegar vér rísum upp í hans tilkomu. Eftir að Guðs barn fellur í svefn veit það ekkert hvað tímanum líður, það lokar augunum með ástvini sína í kring um sig og opnar þau aftur þegar Jesús opinberast í dýrð sinni. Vér heyrum orð ástvinanna og án þess að vita um tímalengd sem líður á milli heyrum vér næst raust frelsarans sem kallar oss til lífsins. “Því eins og Faðirinn hefir lífið í sjálf- um sér, svo gaf hann og syninum að hafa lífið í sjálfum sér......Undrist ekki yfir þessu því sá tími mun koma að allir þeir sem í gröfunum eru munu heyra hans raust og þeir munu ganga út. Þeir sem gott hafa gjört til upprisu lífsins en þeir sem ilt hafa aðhafst til upprisu dómsins”. Jóh. 5:26—29. Takið eftir, þegar þeir heyra raust hans eru þeir hvorki í himnaríki né helvíti- Lesið setninguna aftur: “Allir þeir sem í gröíunum eru munu heyra hans raust”. Einhver hin fegursta lýsing á þessu í Biblíunni er í Jes. 26:19. Þar sem vér les- um að hinir trúuðu vakni og syngi sigur- söng. “Menn þínir sem dánir eru skulu lifna. Mitt andvana fólk skal upprísa. Vaknið, hefjið fagnaðarsöng þér sem bú- ið í duftinu, því lífsins dögg er þín dögg, og jörðin skal endurfæða hina framliðnu”. Ó, hvílíkur fagnaðarsöngur það verður. Engin sorg, alt fögnuður og gleði. Enginn kvíði, alt gleðirík framtíð. Engin ástvina- skilnaður. Alt gleðiríkir endurfundir. Það verður heimkomu og samsöfnunar dagur á himnum þegar Guðs börn frá öllum öldum og kynslóðum ganga gegn um borg- . arhliðin inn í borgina. Menn koma frá jarðneskum erfiðleikum til hins himneska heimilis, já, frá fangelsisklefum til fagnað- arins bústaða. Til þeirra hljóma orð frels- arans að bjóða þau velkomin: “Komið þér ástvinir míns föðurs og eignist það ríki sem yður var fyrirbúið frá upphafi verald- ar.” Matt. 25:34. Samferðamenn mínir á lífsleiðinni, ótt- ist ekki, því það er líf eftir þetta líf. Eilíft líf í Kristi. Voice of Prophecy. 4- + -*■ Guðs orð bannar ákveðið að leita frétta af framliðnum og segir: “Hver sem slíkt aðhefst er Drottni andstyggilegur”. — p. Mós. 18:11. 12. 4 4 4- Mikið af kaffi því sem notað er í heim- inum kemur frá Brazilíu. En það er aðeins ein af útflutningsvörum landsins. Fyrir nokkru síðan sendi Brazilía 7.500 skippund af cocoa til Boston Massachusetts. i

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.