Stjarnan - 01.09.1947, Side 5
STJARNAN
77
°g áhyggju fyrir þessu lífi, og komi svo
þessi dagur skyndilega yfir yður”. —
!/úk. 21, 34.
“Verið því ávalt vakandi og biðjandi,
úl þess dð þér megnið að umflýja alt
þetta, sem fram mun koma, og að stand-
ast frammi fyrir mannsins syni. —•
Lúk. 21, 36.
“Þá vakið, því að þér vitið ekki, hvenær
húsbóndinn kemur, hvort að kveldi eða
um miðnætti, eða um hanagal, eða morgni,
að hann hitti yður ekki sofandi, er hann
kemur. En það sem ég segi yður, það segi
ég öllum: Vakið!” — Mark. 13, 35—37.
“Sáv sem vottar þetta, segir: já, ég kem
skjótt! Amen. Kom þú, drottinn Jesú!
Náðin drottins Jesú sé með hinum
heilögu. Amen”. — Op. 22, 20. 21.
Hafið hugann á
Dauðinn er óvinur, það er allra skoðun,
úæði nú og frá því fyrst fara sögur af. —
Kristnib menn, þeir sem fylgja öðrum trú-
arskoðunum, heiðnir, skurðgoðadýrkend-
ur og vantrúarmenn, allir kannast við að
rnenn óska eftir að lifa en ekki deyja.
Það er almennt að þrá eilíft líf og vonast
eftir því, en það gefur enga tryggingu fyr-
ir að menn öðlist það fremur en óskin
um góða heilsu tryggi öllum að fá hana.
Vísindamenn nú á. dögum kannast við
að einungis líf getur framleitt líf. Menn
geta svift lífi en ekki veitt það. Vísindin
hafa ekki getað uppgötvað upphaf lífsins.
Þau eru alveg þögul viðvíkjandi lífi hin-
ummegin grafarinnar. Fyrst vísindin geta
ekki sýnt oss að til sé annað líf, hvar get-
um við þá fengið fullvissu um það? Heilög
Ritning ein getur upplýst oss um þetta
efni. Guð, sem skapaði manninn veit
meira um oss heldur en vér sjálfir. Hvað
segir Guðs opinberaða orð? Er líf eftir
dauðann?
“Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
sinn eingetinn son, til þess að hver sem
á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft
líf”, — Jóh. 3:16. — Takið eftir hinum
tveimur gagnstæðum hér “glatast” og
“eilíft líf”. Alt er komið undir Guðs syni.
Ef vér trúum á hann, höfum vér eilíft líf,
án hans glötumst vér.
Svo hér er skýrt haldið fram að menn
geta öðlast eilíft líf en það er skilyrði
bundið. Trúin á Jesúm er skilyrðið, svo ef
hann ekki mætir skilyrðinu, trúir ekki á
Jesúm, þá hefir hann ekki eilíft líf.
“Þetta er vitnisburðurinn að Guð hefir
gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í hans
syni. Sá sem hefir soninn hefir lífið, sá
sem ekki hefir Guðs son hefir ekki lífið”.
Nú lifum vér í trú á Krist og þegar hann
hinu himneska
opinberast þá mun hann ummynda oss frá
dauðleika til ódauðleika. “Sjá, ég segi yð-
ur leyndardóm, vér munurn ekki allir
sofna, en allir umbreytast í vetfangi á
einu augnabliki við hinn síðasta lúður-
þyt, því lúðurinn mun gjalla og hinir
dauðu upp rísa, óforgengilegir en vér um-
breytast. Því hið forgengilega verður að
íklæðást óforgengilegleikanum og hið
dauðlega ódauðlegleikanum.” — 1. Kor.
15:51—53.
Þér athugið að hér er dauðinn kallaður
svefn. Guðs börn sofna í dauðanum, en
Jesús mun vekja þau. Þá verður það að
hið dauðlega íklæðist ódauðleikanum. Að
vér þurfum að Hklæðast óforgengilegleika
sýnir að vér ekki höfum hann. Postulinn
talar hér aðeins til þeirra sem trúa á
Krist, því ódauðleiki er hvergi lofaður
þeim sem ekki trúa á hann.
Upprisan var von Guðs barna á dögum
postulanna, hún er von vor enn í dag “því
ef dauðir ekki upprísa þá er Kristur ekki
upprisinn, en ef Kristur er ekki uppris-
inn þá er trú yðar ónýt, þér eruð þá enn
í syndum yðar, og þeir sem sofnaðir eru
í Kristi glataðir”. 16—18. vers.
Það er skýrt af þessu, að ef engin upp-
risa væri fyrir Guðs börn, þá yrði ekkert
líf fyrir þau í framtíðinni, dauðinn yrði
endir á öllu saman. “En nú er Kristur
upprisinn frá dauðum, frumgróði allra
þeirra sem dánir eru. Því þar eð dauðinn
kom fyrir einn mann, kom og upprisa
dauðra fyrir einn mann, því eins og allir
deyja í Adam eins munu allir lífgast í
Kristi, en sérhver í sinni röð. Kristur er
frumgróðinn, þar næst munu þeir sem
Kristi tilheyra upprísa í hans tilkomu.
Allir eftirfylgjendur Jesús verða kall-
aðir til lífsins þegar Jesús kemur. Eilíft