Stjarnan - 01.02.1948, Síða 3
STJARNAN
11
kom í fimta sinni til að prédika í Ameríku,
þá gisti hann hjá presti einum sem spurði
hvort hann myndi eftir að þegar hann
einu sinni prédikaði í Philadelphíu þá hefði
drengur haldið á ljósbera, en mist hann
úr höndum sér svo hann brotnaði.
“Eg man vel eftir því,” sagði hinn frægi
prédikari. “Eg vildi eg gæti komist eftir
hvað varð af þeim dreng.” “Það var eg,
litli drengurinn, sem hélt á ljósberanum
og misti hann,” sagði presturinn. “Eg hlust-
aði á orð þín og það var ræða þín það kvöld
sem gjörði mig það sem eg er, prédikari
fagnaðar erindinsins . . .” Hann hafði slept
tökum á litla ljósinu til að öðlast annað
bjartara.
Þegar vér í sannleika festum sjónir á
Jesú hangandi á krossinum, þar sem hann
dó í vorn stað, þá vitum vér með öruggri
vissu að synd og satan verður afmáður, en
Jesús mun ríkja um aldir alda. Vilt þú
ekki vinur minn, gefa Jesú hjarta þitt og
meðtaka hann sem þinn eigin elskaða frels-
ara, sem dó í þinn stað, svo þú megir ríkja
með honum. Þetta er leiðin til að njóta
friðar og vera hamingjusamur jafnvel mitt
í alskonar erfiðjeikum. Það er vegurinn til
eilífs lífs.
U. S. Signs
“Látið yðvart ljós lýsa”
Ungur maður sem gekk á hvíldardaga-
skólann hjá okkur kunni ekki að lesa, en
með hjálp annara kynti hann sér daglega
hvíldardagaskóla lexíuna. Hann var 17 ára
gamall og vann í verksmiðju hjá manni
sem ekki er Aðventisti. Fyrir nokkrum
mánuðum síðan hitti svo á að einn af starfs-
mönnum vorum varð samferða eiganda
þessarar verksmiðju, þeir fóru með flugvél.
Starfsmaður vor hafði með sér smárit með
tveimur myndum á fram hliðinni af starfi
voru í Amazon héraðinu. Hann sýndi sam-
ferða manni sínum þetta og skýrði frekar
frá starfi voru. “Eg er hrifinn af starfi yk-
kar,” sagði verksmiðjueigandinn, “en mér
geðjast enn betur að fólkinu ykkar. Hér
eru $150.00 fyrir starfið, en eg skal taka því
fram að áðalástæðan fyrir þessari gjöf er
trúmenska og kristileg framkoma dreng-
sins frá söfnuði ykkar sem vinnur hjá mér.”
Það er dásamlegt hvernig Guð hefir drif-
ið starf sitt áfram, bæði boðskapurinn og
þeir sem hann flytja ferðast yfir höfin með
flugvélum til allra landa, og undraafl víð-
varpsins flytur fagnaðar erindið með hraða
ljóssins til miljóna heimila. Þar sem ríkið
hefir umráð yfir víðvarpinu þá nota menn
dagblöð og tímarit til að auglýsa boðskap-
inn. Þetta hefir flutt gleðiboðskapinn inn
á þúsundir heimila og verslunarhúsa. þetta
var fyrst framkvæmt í stórum stýl í Suður
Afríkudeildinni. Þar hafa tugir þúsunda
innritaSt í Biblíuskóla sem haldinn er gegn
um bréfaviðskifti. Fleiri hundruð hafa á-
kveðið að meðtaka Jesúm og feta í fótspor
hans, ekki aðeins í þeim hluta Suður Afríku
þar sem Evrópu menn húa, heldur einnig
út um trúboðsvæðin þar sem fjöldinn af
fólkinu eru innfæddir menn. Til dærpis um
hvernig boðskapurinn verkar á hjörtu
manna sést af eftirfarandi sögu frá Norður
Rhodesía: Bréf kom til vor þaðan þar sem
beðið var um að vér skrifuðum bréf, sem
þeir gætu sent eða tekið til vinnuveitenda
sinna, með beiðni um að þeir fengi frí frá
vinnu á hvíldardögunum. Undir bréfinu
stóð: “Sjö daga kristnir menn” þarna voru
39 menn og 25 konur, og í öðrum hóp 31
maður. Alt þetta fólk óskaði eftir að sam-
einast söfnuði vorum.
Nýr dagur hefir einnig runnið upp yfir
Indlandi. Snemma árið 1947 voru borgaðar
auglýsingar í blöðunum á Indlandi og
Ceylon um Biblíuskóla með pósti. Tólf
þúsundir manna hafa þegar innritast og
fíeiri halda áfram að koma, svo nálægt 18
hundruð manns innritast á mánuði. á hverj-
um degi koma 400 prófblöð frá nemendum
Biblíuskólans. Smárit á ýmsum tungumál-
um sem send eru út til þessara nemenda
skifta hundr. þús. Þúsundir manna hafa
þegar látið Ijósi ósk sína um að halda Guðs
boðorð og feta í Jesú fótsþor. Margir meðal
þessara manna eru Múhameðstrúar menn
og Brahmanar. Þetta er í sannleika nýtt á
Indlandi. Árið 1946 voru 1000 manns skírð-
ir á Indlandi, Burma og Ceylon. Þrátt fyrir
stjórn mála óeyrðir er besta útlit fyrir að
fleiri komi með í 1947. í Bengal eru yfir
1000 múhameðstrúarmenn farnir að halda
Guðs heilaga hvíldardag. C. O. G.