Stjarnan - 01.02.1948, Side 8
16
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second claas
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjóm og afgreiCslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar Man., Can.
Dýrmætasta bókin
Biblían er dýrmætasta bók heimsins.
Boðskapur hennar til þeirra sem meðtaka
hann er líf og karftur guðs. Getur þú
ímyndað þér bók sem er metin míljón
dollara virði? Slík bók er í bókasafni þjóð-
þingsins í Bandaríkjunum. Það er ein af
þeim þremur heilum eintökum sem til eru
af Biblíu þeirri sem Gutenberg prentaði
árið 1450. Af öllum þeim miljónum bóka
sem finnast í bókasafninu er þetta sú dýr-
mætasta.
Eftirfarandi saga sýnir hve mikils menn
virtu Biblíuna fyrir mörgum árum síðan.
í landinu Bohemía var engum leyft að hafa
Biblíu í húsinu. Mönnum var bannað að
lesa hana eða hlusta á hana lesna. Þetta
leiðir oss til að hugsa fram til þess tíma
þegar Guðs heilaga orð verður tekið frá
okkur, því oss er sagt það muni verða áður
en Jesús kemur aftur. Þá munum vér meta
mikils alt sem vér höfum lært utanbókar
af Guðs orði.
Það var fyrir löngu síðan að hermenn
voru sendir til að rannsaka heimilin og
taka burtu allar Biblíur sem þeir fyndu.
Fólkið bjóst við þessu, svo þegar börnin
sáu hermennina koma hlupu þau heim að
hverju húsi og sögðu fólkinu að fela biblí-
ur sínar.
“Heyrðu,” hrópaði lítill drengur, “her-
mennirnir eru nærri komnir”. Ung stúlka
var ein heima og var að hnoða brauð. Hún
var snarráð þó ung væri. Hún flatti út deig-
ið á borðinu, lagði Biblíuna á það og vafði
svo deiginu utan um bókina, lét svo brauð-
ið í pönnu og setti það í ofninn. Hermenn-
innir börðu að dyrum og spurðu: “Hvar
er Biblían þín?” Unga stúlkan hélt opnum
dyrunum og sagði þeim væri velkomið að
leita. Þeir leituðu í hverjum krók ok kima
en fundu ekkert. Ef þeir opnuðu ofndyrnar
þá var ekkert þar að sjá nema brauð sem
verið var að baka. Biblían var óhult..
C. O. GAZETTE
Smávegis
Michael Flynn, sveitaskrifari í Chicago,
Illinois, stingur upp á að giftingarleyfi sé
hækkað upp í 10 dollara. Hann heldur því
fram að maður ætti að borga þá upphæð
fyrir giftingarleyfi, fyrst það kostar 15
dollara að fá skilnaðarleyfi.
Árið 1946 fæddust á Englandi og í Wales
59.488 fleiri börn heldur en dauðsföll voru
yfir árið. Þetta var mesta fjölgunin síð-
an 1920 eða svo sem svarar 22 fyrir hverja
1000 innbyggjendur.
Fimm biljón tunnur af óhreinsaðri olíu
eru framleiddar daglega í Bandaríkjun-
um.
íbúatala Bandaríkjanna hefir fjölgað um
6 miljónir síðastliðin fjögur ár.
Arabía hefir yfir 7 miljón innbyggjend-
ur, þar af eru aðeins nærri 50 sem opinber-
lega játa kristna trú.
Mánaðarkaup sjómanna í Bandaríkjun-
um er 95 dollurum hærra heldur en borg-
að er í nokkru öðru landi.
Ameríkumenn nota yfir 40 miljón
pund af meðulum á ári hverju. Mest er
notað af aspirin, og þar næst af “sulfa
drugs”.
Tuttugu og eitt af hverjum hundrað
heimilum í Bandaríkjunum hafa ennþá
ekki rafmagn til afnota.
Ameríkumenn éta helmingi fleiri
appelsínur heldur en fyrir 20 árum síðan,
en helmingi færri epli.
Herkostnaður Bandaríkjanna frá byrj-
un seinna alheimsstríðsins til núverandi
tíma nær svo stórri upphæð, að það fé væri
nóg til að byggja 8.000 dollara heimili fyrir
hverja einustu fjölskyldu ríkisins.