Stjarnan - 01.10.1948, Síða 4
76
STJARNAN
Þptt þeir vissu ekki nöfnin horfðu þeir með
hinni mestu undrun á vöxt og viðgang og
síðar á hrun Medo-Persíu, gríska. veldisins
og Rómaveldis. Hundruðum ára áður en
atburðirnir skeðu sáu þeir kollvörpun hins
Rómaverska ríkis og skifting þess í tíu
deildir, sem mynduðu þjóðir nútíðarinnar í
Evrópu. Þeir sáu ennfremur allar deilurnar
milli þeirra, þar sem voldugir sigurvegarar
reyndu með hinum mesta ákafa, en árang-
urslaust að sameina þessar deildir í eitt
voldugt stórveldi eins og áður var.
Þeir sáu einnig öll stríðin og styrjaldirn
ar sem fræðimenn nútímans þekkja pó þeir
gætu ekki nafngreint þau. Frá hinum full-
komnasta víðsæis tindi sáu þeir sigurvinn-
ingar Karls Magnúsar og Karls fimmta,
Napóleons og Hitlers og hina niðurlægjandi
kollvörpun þeirra, sem vildu verða ein-
valdir stjórnendur allrar jarðarinnar.
Svo sáu þeir nokkuð sem gagntók hugs-
anir þeirra meir en nokkuð annað, nokkuð
sem átti að ske “á dögum þessara konunga”.
Á svipstundu ljómaði himnesk birta, með-
an jarðarbúar bárust á banaspjótum. Sjálf
ur Drottinn kom í skýjum himins til að
stofna sitt eilífa ríki hér á jörðunni þeim
birtust sýnir sem opinberuðu meiri hátign
og vald heldur en nokkur ímyridun gæti
gripið. Drottinn batt enda á alt mannlegt
ósættti og sundur lyndi, tók stjórnarvöldin
af hinum spiltu mönnum og gereyddi öllum
rústum og ráðleysisfálmi mannkynsins
hinna liðnu sex'þúisund ára.
Þetta var í raun og sannleika undursam-
leg opinberun, og þegar vér lítum aftur og
horfum yfir meir en tuttugu og fimm aldir
þá getum vér með sanni sagt að Daníel
hafi ráðið drauminn rétt fyrir Nebúkadne-
zar. Að svo miklu leiti sem draumurinn á
við liðna atburði þá hefir hvergi fundist að
honum hafi skjátlað í einu einast smá-
atriði. Og hið eina sem enn er ókomið
fram er kollvörpun þjóðanna og stofnun
Guðs ríkis.
Spádómurinn sagði að heimsveldin yrðu
fjögur, og þau voru fjögur. Fjórða konungs-
ríkið átti að skiftast í tíu parta, og það
skiftist í tíu ríki. Deildir þær sem fjórða
konungsríkið skiftist í áttu að verað sund-
urþykkar og jafn ómögulegt að sameina
þær eins og að bræða saman járn og leir.
Hinir blóðstorknu orustuvellir Evrópu bera
nægilegt vitni um þann sannleika.
Tilraunir áttu að eiga sér stað hvað eftir
annað til að blanda saman járnið og leirinn
en altaf reyndist það ómögulegt að halda
þeim saman. Endurteknar tilraunir til þess
að ná yfirráðum yfir Evrópu, og öll önnur
ráð til þess að sameina þessa ófriðar álfu
eða þjóðirnar sem þar búa, hver sem það
reyndi, var alt árangurslaust, þetta eru ó-
yggjandi vitni þess hversu mikinn og ná-
kvæman sannleika hin innblásna opinber-
un hafði að geyma.
Eins og bent er á hér að framan bregður
þessi mikla opinberun ljósi yfir og skýrir
um aldur og æfi margar ráðgátur sem eng-
um hafði tekist að leysa. Tökum til dæmis
framtíð Evrópu, fjöldi fólks skelfur af ótta
fyrir því að Rússland sem nú er orðið vold-
ugt stórveldi og ræður miklu í löndum
þeim sem leyst voru undan harðstjórn
Nazista, muni þegar því þykir best henta
koma allri álfunni undir yfirráð Moskva.
Eftir útlitinu að dæma virðist þetta als
ekki ómögulegt. En samkvæmt spádómi
Daníels getur það aldrei átt sér stað.
Þegar stríðið leit sem verst út, þegar
Frakkland var unnið og Bretland stóð eitt
uppi, og útlitið fyrir Bandaþjóðirnar var
afar ískyggilegt, þá skrifaði eg þessi orð
í ritið “Tákn Tímanna.”
“Eitt vitum vér með fullri, viss og það er:
að spádómarnir bregðast ekki. Þegar það
afl sem nú virðist ómótstæðilegt afl hins
mikla innrásar hers er eytt, þá kemur enn
fram hin forna skifting rómverska ríkisins.
Eftir að járnið hefir þanið sig út mun það
sjást að leirinn og járnið brotnar í parta
eins og áður. Merkjalínum verður ef til
vill breytt hér og þar en aðal línur gömlu
skiftinganna munu halda áfram.
“Harðstjórarnir, innrásar foringjarnir
geta ekki orðið sigurssélir, ekki til lengdar
að minsta kosti. Það skiftir engu hvort þeir
eru þýzkir ítalskir, franskir eQg spánskir,
ákvarðanir þeirra að leggja Evrópu undir
sig geta aldrei komist í framkvæmd. Þeir
geta sigrað í svipinn, þeir geta vaðið yfir
Holland, Belgíú, Frakkland og öll ríkin á
Balkanskaganum. Þeir geta látið dauða og
eyðilegging rigna yfir England. En mitt á
sinni grimdar og harðneskju braut, munu
þeir mæta því afli sem um síðir mun eyði-
leggja þá. Þótt þeir geri sitt versta, þá
Ijóma orð spádómsins með eldletri í myrkri
þeirra stormskýja sem nú yfirskyggja