Stjarnan - 01.10.1948, Blaðsíða 6
78
STJAKNAN
Nægir það að vera einlægur?
Sumir halda því að það skifti engu hverju
maður trúir ef hann er einlægur. Því er
jafnvel haldið fram að hin ýmsu trúarbrögð
séu aðeins mismunandi leiðir til himna-
ríkis, það standi á sama hverja leiðina mað-
ur velji, því þær leiði allar að sama tak-
marki, og hvaða kenningu sem menn fylgja
ef þeir trúi henni einlæglega þá sé alt 1
góðu lagi.
Er þetta sannleikur? Nei. Því fer fjærri.
Fyrir nokkrum árum síðan keyrði eg að
kvöldi til frá Iowa til Florida gegn um Wa-
bash dalinn. Eg viltist og fékk því leið-
beining hjá bónda einum og fór á stað aft-
ur og fylgdi vegi þeim eb hann vísaði mér.
Nú var eg viss um að vera á réttri leið svo
eg keyrði með fullum hraða, en hugsið yð-
ur gremju mína og vonbrigði er eg sneri
um á götuhorni og sé fyrir framan mig
beljandi Wabash fljótið í staðinn fyrir
þjóðveginn sem eg hélt eg væri rétt kom-
inn að. Sannleikurinn var sá að eg var á
röngum vegi, hversu einlæglega sem eg
hafði trúað að eg væri á réttum vegi. Hið
eina úrræði var að snúa við og komast á
rétta leið.
Hið sama á sér stað í trúarreynslu vorri.
Einlægni er dygð, en hún getur ekki komið
í stað hlýðninnar við Guð og hans orð. Guð
hefir gefið oss tækifæri til að þekkja sann-
leikann og hann væntir þess af oss að vér
finnum hann og fylgjum hans vilja. Fetum
í Jesú fótspor.
Krists vegur er hinn eini r é 11 i vegur.
Hann segir: “Eg er vegurinn sannleikur-
inn og lífið, enginn kemur til Föðursins
nema fyrij mig.” Joh. 14:6.
Af þessum orðum er auðsætt að ekki eru
margir mismunandi vegir sem 1 e i ð a til
himins. Það er aðeins ein leið, sá sem tapar
af þeim vegi tapar öllu. “Enginn kemur til
föðursins nema fyrir mig,” segir Jesús.
Hann er' vegurinn sannleikurinn og lífið.
Einungis með því að meðtaka Jesúm sem
vorn persónulega frelsara og fylgja í hlýðni
hans opinberaða vilja getum vér vænt
eilífðrar sáluhjálpar.
En eg er einlægur í trú minni. er það
ekki nóg? Endurtekur einhver. Vinur minn,
heilög Ritning segir: “Guð hefir frá upp-
hafi útvalið yður til sáluhjálpar í helgun
andans og sannleiks irú." 2 Þess. 2:13.
Pétur postuli segir: “Sem með Guðs föð-
ur fyrirhuguðu ráði helgaðir eru með and-
ans aðstoð til þess þeir hlýðnist Jesú
Kristi.” I Pét. 1:2. Til þess að vera reiðu-
búinn fyrir himnaríki verðum vér að
þekkja sannleikann, irúa sannleikanum og
hlýða sannleikanum. Hlýðni er nauðsyn-
leg því postulinn segir: “Fyrst þér nú með
hlýðni við sannleikans lærdóm, hafið fyrir
andann hreinsað sálir yðar. 22. vers. Guð
vill vér rannsökum heilaga Ritningu svo
vér finnum sannleika hans. “Hann vill
að allir verði hólpnir og komist til þekk-
ingar á sannleikanum.” I Tím. 2:4. Þekking-
in á sannleika guðs helgar líf manna og
kvenna. Jesús bað: “Helga þú þá í þínum
sannleika, þitt orð er sannleikur.” Jóh.
17:17.
Jesús sameinaði einlægni og hlýðni: “Eg
hélt boðorð föður míns og held hans elsku.”
Jóh. 15:10. “Eg gjöri ætíð það sem. honum
er þóknanlegt.” Joh. 8:29. “Minn matur er
að gjöra vilja þess er mig sendi.” Jóh. 4:34.
Einlægni í því sem rangt er mun aldrei
frelsa þig. En hlýðni við sannleikann eins
og hann er í Jesú Kristi frelsar þig. Rann-
sakaðu vel grúndvöll trúar þinnar. Er hann
í fullu samræmi við kenningu Krists. Vera
má þú hafir á liðnum tíma í einlægni fylgt
þeirri stefnu, sem þú seinna sást að var
röng. Vilt þú þá breyta þeirri, stefnu? Vilt
þú fylgja Jesú? Nú er sú æskilega tíð. Nú
'er dagur hjálpræðisins.”
R. H. PIERSON
Rússneskur þegn má ekki vera landeig-
andi, hann getur ekki valið sér vinnu, hann
má ekki vera burtu frá verki sínu, eða
láta nefnd manna dæma mál sitt. Hann
má ekki gjöra verkfall, leigja vinnufólk
eða ferðast. Hann má ekki eiga skartgripi,
og ekki hafa útlendan vin. Honum er einn-
ig bannað málfrelsi og trúarbragðafrelsi.
Rússneskur verkamaður verður að vinna
15 klukkustundir til að borga fyrir mat
eða föt sem Ameriskur verkamaður getur
keypt fyrir eins klukkutíma vinnulaun.
Rússar leyfa útbreiðslu á aðeins einu
Amerisku tímariti innan takmarka þeirra
landa sem Rússar hafa umráð yfir, en alt
efni tímaritsins vörður fyrst að sendast til
Moskva. Ritið er stjórnarblað og heitir
“Amerika” 50,000 eintök eru seld á mánuði
hverjum í Rússlandi.