Stjarnan - 01.05.1949, Page 2
34
STJARNAN
hann horfði á þá fullur viðkvSemrar með-
aumkunar. Líf hans var fullt sjálfsafneit-
unar og óþreytandi umhyggju fyrir öðrum.
Hver einasta sál var dýrmæt í hans augum.
Jafnframt því sem framkoma hans bar í
hvívetna vott um guðdómlega tign, sýndi
hann allri guðs skepnu hið ástríkasta hug-
arþel. Hann leit svo á sem allir menn væru
fallnar sálir, og taldi það sitt hlutverk að
frelsa þá.
Þetta er Krists lunderni, sem líferni
hans hefur opinberað oss; og þetta er guðs
lunderni. Frá hjarta föðursins streymir
sú guðdómlega miskunsemi, sem opinber-
aðist í Kristi, út til mannannna barna.
Jesús, hinn ástríki, líknfúsi frelsari, var
guð opinberaður í holdinu. 1
Jesús lifði, leið og dó til þess, að endur-
leysa oss. Hann var sorgum hlaðinn til
þess, að vér gætum fengið hlutdeild í eilífri
gleði Guð gaf leyfi til þess, að sonur hans
elskulegur, fullur náðar og sannleika, færi
frá þeim heimi, sem fullur var óumræði-
legrar dýrðar, til þeirrar veraldar, sem
syndin hafði saurgað og spillt, bölvunar-
innar og dauðans skuggi myrkvað. Hann
gaf leyfi til þess, að hann, sem englarnir
tilbáðu, yfirgæfi skaut kærleika hans og
þyldi svívirðingu, spott, niðurlægingu hat-
ur og dauða. “Hegningin lá á honum, svo
að vér hefðum frið og fyrir hans benjar
urðum vér heibrigðir.” 2 Virð þú guðs son
fyrir þér í eyðimörkinni, í Gethsemane, á
krossinum. Guðs heilagi sonur tók synda-
byrðina á sínar herðar. Hann. sem hafði
verið eitt með guði, fann í sálu sinni þann
skelfilega aðskilnað, sem syndin kemur til
leiðar milli guðs og manna. Þetta knúði af
vörum hans kvalaópið: “Guð minn! guð
minn! hví hefur þú yfirgefið mig?”3 4
Syndabyrðin, tilfinningin um hinn hræði-
lega mikla aðskilnað sálarinnar frá guði,
var það, sem orskaði, að hjarta guðs sonar
brast.
En þessi mikla fórn var ekki færð til
þess að vekja kærleika til mannanna í
hjarta föðursins eða til þess að gjöra hann
fúsan til þess að frelsa þá. Fjarri fer því!
“Því svo elskaði guð heiminn, að hann gaf
1) Tím. 3, lfi. 2) Es. 53, 5. 3) Matt, 46.
sinn eingetinn son.” 1 Faðirinn elskar oss
ekki vegna hinnar miklu fórnar, en hann
færði fórnina af því að hann elskaði oss.
Kristur var milligöngumaðurinn; fyrir
hans milligöngu var föðurnum auðið að
úthella kærleika sínum yfir hinn fallna
heim. Guð var í Kristi og “friðþægði heim-
inn við sjálfan sig.’2 Guð þjáðist með syni
sínum. Hinn eilífi kærleikur greiddi end-
urlausnargjald vort með dauðaangist hans
í Gethsemane og dauða hans á Golgatha.
Jesús sagði: “Þess vegna elskar faðir-
inn mig, að ég læt líf mitt, svo að ég taki
það aptur.”3 Það er með öðrum orðum:
“Faðir minn hefur elskað yður svo mjög,
að hann jafnvel elskar mig meira af því
að ég læt mitt líf til þess að endurleysa
yður. Um leið og ég kem í yðar stað og
gjörist yðar ábyrgðarmaður, framsel líf
mitt og tek sekt yðar og lögmálsbrot á
mínar herðar, verð ég föðurnum enn kær-
ari; því að vegna fórnar minnar getur guð
yerið réttlátur og þó réttlætt þann, sem
trúir á mig.”
Enginn annar en guðs son gat endur-
leyst oss, því að enginn gat opinberað föð-
urinn nema sá, sem var í hans skauti. Þeim
einum, sem þekkti hæð og dýpt guðs kær-
leika, var auðið að opinbera hann. Minna
nægði eigi til þess að sýna kærleika föð-
ursins til hins glataða mannkyns en sú
eilífa fórn, sem Kristur bar fram fyrir
hinn fallna heim.
“Því svo elskaði guð heiminn, að hann
gaf sinn eingetinn son.” 4 Hann gaf hann
ekki að eins til þess að hann skyldi lifa
meðal mannannna, bera syndir þeirra og
deyja sem þeirra fórn, heldur gaf hann
hinu fallna mannkyni sjálfan hann. Krist-
ur átti að sameinast mönnunum, tileinka
sér þeirra hugðmál og þarfir. Hann, sem
var í föðurnum, hefur tengst mannanna
börnum með böndum, sem aldrei eiga að
slitna. Jesús fyrirverður sig ekki fyrir að
kalla mennina bræður sína.5 Hann er vor
fórn, talsmaður vor og bróðir. Hann er
íklæddur vorri mannlegu mynd frammi
fyrir hásæti föðursins, og hann er um aldir
alda sameinaður því kyni, er hann endur-
leysti. Hann er mannsins sonur. Og allt
1) Jóh. 3, 16. 2) 2. Kor. 5, 19. 3) .Tóh. 10. 17.
4) Jóh. 3, 16. 5)Hebr. 2, 11.