Stjarnan - 01.05.1949, Side 6
38
STJAfíNAW
Horfist í augu við erfiðleikana
Hefir þú nokkurn tíma að loknu dags-
verk sagt við sjálfan þig: “þessum degi
var vel varið í samfélagi við Guð.” Ef þú
hefir aldrei haft slíka reynslu þá hefir þú
mist mikið.
í bók sinni “ Hvernig að hrinda frá sér
áhyggjum og byrja að lifa,” segir höfund-
urinn, Dale Carnegie frá því að foreldrar
hans hafi fundið frið og öruggleika í krist-
indóminum. Hann segir að móðir sín hafi
haft þá “óbifanlegu sannfæringu, að ef vér
elskuðum Guð og héldum hans boðorð þá
mundi greiðast úr öllum erfiðleikum.”
Fjöldskyldan bjó á bændabýli í Miss-
ouri þar sem bæði flóð og uppskerubrestur
kom fyrir ár eftir ár. “f öll þess ár var móð-
ir mín alveg kvíðalaus. Hún lagði það alt
fram fyrir Guð í bæn. Á hverju kvöldi áð-
ur en vér gengum til hvílu var móðir mín
vön að lesa kafla í Biblíunni. Foreldrar
mínir lásu oft þessi huggunarorð Krists:
“í húsi föður míns eru mörg híbýli . . . ég
fer að tilbúa yður stað . . . svo þér séuð
þar sem ég er.” Svo féllum vér öll á kné
þar sem vér bjuggum á afskekta sveita-
heimilinu í Missouri og báðum til Guðs um
hans kærleiksríku varðveislu.”
Þetta var aðferðin sem menn og konur
notuðu síðast liðna öld til að sigrast á kvíða
og áhyggjum. William James háskólakenn
ari sagði einu sinni: “Besta meðalið móti
áhyggjum er lifandi trú.” En það þarf nú
ekki háskólakennara til að uppgötva
þetta. Feður vorir og mæður sem fluttu í
nýtt, óbygt land höfðu Guð fyrir sinn
styrk og athvarf, þegar þau mættu einveru
og erfðileikum.
Kvíði er andlegur sjúkdómur, og flest-
ir meðal vor hafa þjáðst af honum eins og
mislingunum einhvern tíma á æfinni. Sum-
ir fara til sálarfræðinga að leita sér hjálpar
Þeir geta fundið ráð til að leiðrétta hugs-
unarháttinn, en ótti og kvíði er sérstak-
lega vöntun á öruggleika, sem orsakast af
því að menn hafa ekki lifandi trú á almátt-
ugum Guði.
“í vilja hans er vor friður fólginn,” segir
Dante. Þegar vér höfum gjört alt sem í
voru valdi stendur, þá skulum vér sleppa
öllum kvíða og treysta vorum himneska
föður til að greiða úr öllu eins og best er.
Guð talar til vor alveg eins og til fyrri
tíðar manna þessi hughreystingarorð: “Ótt-
ist ekki.” Látum oss gefa gaum að raust
hans.
Meðal hinna þrjátíu og tveggja frásagna
um menn og konur, í bók Carnegies, sem
sigruðust á kvíða er ein eftir prest sem
segir: “Fyrir mörgum árum síðan, þegar
óvissa og vonbrigði skygði á og alt virtist
ganga mér á móti, sem ég gat ekkert við
ráðið, þá opnaði ég einn morgun Nýja
Testamentið og mér varð litið á þessa
setningu: “Hann sem sendi mig er með
mér. Faðirinn hefir ekki látið mig einan.”
Þessi orð breyttu öllu lífi mínu. Alt hefir
litið öðruvísi út síðan. Ég held það hafi
aldrei liðið svo nokkur dagur síðan að ég
hafi ekki endurtekið þessi orð með sjálfum
mér. Margir hafa komið og leitað ráða hjá
mér öll þessi ár, og ég hef altaf sent þá í
burtu með þá huggunarríku fullvissu sem
felst í þessum orðum. Ég hef lifað á þess-
um orðum síðann ég las þau. Ég hef geymt
þau í hjarta mínu, þau hafa veitt mér frið
og styrkleika. Fyrir mig eru þau miðpunkt-
ur trúarbragðanna. Þau eru grundvöllur-
inn undir öllu sem veitir lífinu verðmæti
sitt. Þau eru gullni textinn í mínu lífi.”
Sjúkdómur sá er nefnist ótti og kvíði
finnur aðeins eitt meðal til lækningar: það
er óbifanlegt traust á Guði og fúsleiki til
að vera staðfastur í hans elsku. Þegar vér
höfum reynt kraft vors himneska föður, þá
getum vér tekið undir með Davíð og sagt:
“Þegar ég er hræddur treysti ég þér.”
Sálm. 56:3. M.L.N.
-----------+-----------
Tyrkneskir læknar, sem Istanbul há-
skóli sendi út til að rannsaka heilbrigðis-
ástand fólksins umhverfis svarta hafið
segja að 80 hundruðustu af fólkinu sé tær-
ingarveikt.
♦ ♦ ♦
Brian McMahon í öldungadeild Banda-
ríkja þingsins segir að Amerika hafi eytt
350 biljón dollurum til að vinna seinna
stríðið. Sú upphæð hefði nægt til byggja 5
herbergja hús, fyrir hverja einustu fjöl-
skyldu í heiminum, og auk þess miljón
dollara sjúkrahús fyrir hvert þorp sem
hefði 5000, eða fleiri íbúa.