Stjarnan - 01.05.1949, Síða 7
STJARNAN
39
Hver eru skilyrðin fyrir
bænheyrslu
“Ef mitt fólk auðmýkir sig, það sem
nefnt er eftir mínu nafrii, og þeir biðja og
leita míns auglitis og snúa sér frá sínum
vondu vegum, þá vil ég heyra í himninum
og fyrirgefa þeirra synd og lækna þeirra
land.” 2. Kron. 7:14.
Menn spyrja stundum hvort það gagni
nokkuð að biðja. Vér getum svarað því
bæði já og nei. Margir biðja og fá ekki
það sem þeir biðja um. Aðrir biðja og fá
hjálp. Bænin er einkaréttindi fremur en
skylda. Bæn er góð og sjálfsögð, en það er
oft eitthvað að þeim sem biðja. Margir
biðja til Guðs, en hafa enga löngun til, eða
áform um að gefa Guði líf sitt. Það væri
ekki skynsamlegt fyrir neina þjóð að
afhenda vopnabúr sitt í óvinahendur. Væri
það fremur hugsanlegt að Guð vildi veita
sinn andlega kraft, þeim sem mundu nota
hann í eigingjörnum tilgangi. Margir óska
eftir að öðlast kraft Guðs, en þeir vilja fá
hann til að upphefja sjálfa sig.
Lát Guð stjórna þér. Sá sem biður til
Guðs verður að vera fús til að lifa í hýðni
við lögmál Guðs og vilja hans. Sönn bæn
leitar Guðs vilja í öllum kringumstæðum
lífsins, Guð er ekki eins og vikadrengur
er senda má til snúninga fyrir eigingjarnar
mannlegar verur. Sumir koma til Guðs
eins og menn skreppa í lyfjabúðina til að
kaupa pillur, til að lækna höfuðverk. Þeir
vilja ekki hætta því sem orsakaði höfuð-
verkinn. Þeir vilja gjöra sem þeim sjálfum
sýnist, en fá samt að losast við höfuðverk-
inn. Reyndu ekki til að segja Guði fyrir,
en láttu hann heldur stjórna þér.
Til þess að vera viss um svar upp á
bæn, verður sá sem biður að vera Guðs
barn, gjöra alt í orði og verki Guði til
dýrðar. Hann þarf að auðmýkja sig fyrir
Guði og snúa sér frá allri synd. Ert þú fús
til að fylgja lífsreglum þeim sem Guð hefir
gefið oss, hans heilögu boðorðum? Treystir
þú honum af öllu hjarta? Það eru lítil lík-
indi til að maður auðmýki sig fullkomlega
fyrir Guði fyr en hann sér að hann er al-
gjörlega upp á hann kominn. Þegar
sprengjurnar voru sendar yfir England er
sagt að lítil stúlka í Lundúnum hafi beðið:
“Guð blessaðu mömmu, pabba, systir og
bróðir, og passaðu sjálfan þig vel, því ef
eitthvað verður að þér þá sökkvum við
öll.” Þessi litla stúlka hefir skilið hjálpar-
leysi manna.
Margir missa allan kjark nú á dögum
af því þeir hafa reitt sig á eigin kraft. Sum-
ir setja traust sitt til stjórnmálamanna og
annara leiðtoga. Þetta er heimskulegt og
gagnslaust.
Ef vér viljum að Guð svari bænum vor-
um verðum vér að vera fúsir til að gjöra
eitthvað fyrir hann. Vér verðum að lifa og
starfa eins og sannkristnir, trúaðir menn.
Ríkur bóndi einn bað Guð að hjálpa nauð-
stadda fátæka fólkinu í héraði sínu. Að
lokinni bæn sagði sonur hans: “Pabbi, ég
vildi ég hefði kornið þitt til að svara bæn
þinni.”
Bið Guð að nota þig í, þjónustu sína.
Bið hann að gefa þér Jesú kærleiksríka,
fórnfúsa hugarfar. Jesús gaf sjálfan sig til
líknar nauð stöddum. Gef Guði lif þitt
heilt og óskift, og þú munt vissulega fá
bænum þínum svarað.
“Ef þér eruð stöðugir í mér og mín orð
hafa stað hjá yður, þá megið þér biðja
hvers þér viljið og það mun yður veitast.”
Jóh. 15:7. Adapted.
--------'----+-------------
Hareem lærir að treysta Guði
“Ef við verðum lausir við engisprett-
urnar þá verður góð uppskera í haust,”
sagði Hareem við föður sinn. Hann var
Persneskur drengur sem bjó hjá foreldrum
sínum úti á landi. Hann vonaði þeir fengju
góða uppskeru. »
Þegar lokið var morgunverði fór faðir-
inn út á akur en Hareem varð að fara á
skólann. Þetta var heitur lognmolludagur,
svo hann var latur fætur hans virtust svo
þungir alveg eins og þeir væri límdir við
jörðina. Hann haíði lítinn áhuga fyrir
skólanum í dag.
Þó Hareem hefði oft heyrt um Jesúm,
þá veitti hann því litla eftirtekt. Það var
ekkert hugsað um Guð á heimili hans og
það hjálpaði líka til að viðhalda kæruleysi
hans.