Stjarnan - 01.09.1949, Side 1

Stjarnan - 01.09.1949, Side 1
STJARNAN SEPTEMBER, 1949 LUNDAR, MANITOBA Ber líf þitt saman við líf Krists Þeir, sem eigi hafa snúizt til aptur- hvarfs, leitast stundum við að afsaka sig með því að benda á breytni þeirra, sem kalla sig kristna, og farast þeim orð á þessa leið: „Ég er alveg eins góður og þeir. Ekki sýna þeir meiri sjálfsafneitun eða bindindissemi að því er hegðun þeirra snertir en ég. Þeir hafa fullt svo miklar mætur á skemmtunum og nautnum sem ég“. Þannig nota þeir yfirsjónir annara til þess að afsaka það, að þeir sjálfir van- rækja skyldu sína. En syndir annara manna og brestir þeirra geta ekki talizt neinum til málsbóta, því að drottinn hef- ur ekki fengið oss ófullkomna mannlega fyrirmynd til þess að breyta eptir. Hinn flekklausi sonur guðs er gefinn oss til fyrirdæmis, og þeir, sem finna að illu framferði þeirra, sem kristnir eru að nafninu til, ættu einmitt að sýna lit á að breyta betur og gefa veglegra eptirdæmi. Þareð hugmyndir þeirra um það líferni, sem heimta má af kristnum manni, eru svo háleitar, er þá ekki þeirra synd meiri? Þeir vita hvað rétt er, en hirða eigi um að gjöra það. Varastu að fresta apturhvarfi þínu. Láttu það ekki dragast þangað til seinna að láta af syndum þínum og hreinsa hjarta þitt í blóði Jesú. í þessu efni hafa menn farið villt þúsundum saman, og með því bakað sér glötunina. Ég ætla ekki að fjöl- yrða hér um það, hve stutt og fallvalt lífið er, en það stofnar oss í voðalega hættu, hættu, sem vér skiljum ekki nægi- lega, að skjóta því á frest að hlýða á hina áminnandi rödd heilags anda en kjósa að lifa í syndinni; því að í því skyni frest- um vér einmitt apturhvarfinu. Hversu lít- ið sem menn kunna að gjöra úr syndinni, þá er eigi auðið að selja sig henni á vald, án þess að eiga á hættu að stofna sér í glötun. Það, sem vér ekki sigrum, mun sigra oss og leiða til eyðileggingar vorrar. Adam og Eva töldu sjálfum sér trú um, að annað eins lítilræði og það, að borða af eplinu, sem þeim hafði verið bannað að eta af, gæti ekki haft svo mikil- vægar afleiðingar fyrir þau, sem guð hafði sagt fyrir. En þetta lítilræði var brot á hinu óbreytanlega og heilaga lögmáli guðs, og það skildi manninn frá guði, opnaði hlið dauðans og leiddi óumræði- lega eymd yfir þennan heim. Á öllum tím- um hafa neyðar- vg kvörtunaróp stigið upp frá jörðunni, og öll skepnan stynur og þjáist; það eru afleiðingarnar af óhlýðni mannanna. Jafnvel himininn hefur kennt afleiðinganna af uppreisn þeirra gegn guði. Krossinn er til menja um hina undra miklu fórn, sem þörf var á, til þess að friðþægja fyrir brotin á lögmáli guðs. Látum oss því ekki gjöra lítið úr synd- inni. Sérhvert boðorðabrot, sérhvert skeyt- ingarleysi um Krists náð og höfnun henn- ar, kemur niður á sjálfum þér. Það for- herðir hjartað, spillir viljanum, sljófgar skynsemina og gjörir þig bæði ófúsari á að gefa þig á guðs vald og veikir líka hæfilegleika þinn til þess að hlýða hinni ástríku köllun heilags anda. Margir friða sína vondu samvizku með því að ímynda sér, að þeir geti breytt sinni illu hegðun þegar þeim sýnist; þeir ætla að þeir geti léttúðlega hafnað náð- inni, sem þeim er boðin, og orðið þó hvað eptir annað fyrir áhrifum andans. Þeir ætla að þeir geti snúið af syndavegi sín- um þegar að kreppir, þó að þeir hafi fyrir- litið anda náðarinnar og notað krapta sína í þjónustu satans. En þetta er eigi auð- velt. Reynsla og uppeldi lífsins hefur svo gjörsamlega myndað hugarfarið, að þeir

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.