Stjarnan - 01.09.1949, Page 2
66
STJARNAN
eru fáir, sem hirða þá um að laga sig eptir
Jesú mynd.
Þótt ekki sé nema einn brestur, ein
syndsamleg ósk, sem menn halda áfram
að ala í huga sínum, þá mun hún að síð-
ustu ónýta krapt fagnaðarboðskaparins.
Sérhver holdleg nautn styrkir mótþróa
sálarinnar gegn guði. Sá maður, sem sýn-
ir þrjózkufulla vantrú eða sljóft kæruleysi
gagnvart sannleika guðs, sker það eitt upp,
er hann hefur niðursáð. Engin óttalegri
viðvörun er til í allri ritningunni gegn því
að leika sér að hinu illa en þau orð spek-
ingsins, að hinn óguðlegi „mun bundinn
verða með reipum synda sinna“.
Kristur er reiðubúinn til þess að frelsa
oss frá syndinni, en hann neyðir engan;
og ef vér höldum áfram að brjóta boð
guðs og látum ekki af hinu illa, ef vér
óskum ekki að verða frelsaðir og viljum
ekki þiggja náð hans, hvað getur hann þá
frekar gjört? Vér höfum sjálfir stofnað
oss í glötunina, er vér höfum hafnað kær-
leika hans af ásettu ráði. „Sjá, nú er sú
æskilega tíð; sjá nú er dagur hjálpræðis-
ins“. „í dag, er þér heyrið hans raust,
forherðið þá ekki hjörtu yðar“.
„Menn líta á augun, en drottinn lítur á
hjartað“. Hann lítur á hið mannlega hjarta
og gleðina og harminn, sem í því býr, hið
órósama vilta hjarta, sem hefur svo mik-
inn saurugleik og tál að geyma. Hann þekk
ir hvatir þess, innstu fyrirætlanir þess og
áform. Farðu til hans með sálu þína, þótt
saurguð sé. Opna þú fylgsni hennar fyrir
auganu alltsjáanda, eins og sálmaskáldið
hebreska, og segðu eins og það: „Rann-
saka mig guð! og þekktu mitt hjarta, prófa
mig og þekktu mínar hugsanir. Sjá þú,
hvort ég er á ógæfunnar vegi og leiddu
mig á eilífðarinnar veg“.
Margir játa nokkurs konar skynsemis-
trú og hafa á sér nokkurs konar guðsótta-
blæ án þess að hjartað sé hreint. Þessi sé
bæn þín: „Skapa í mér hreint hjarta, ó
guð, og endurnýja í mér stöðugan anda“.
Vertu hreinskilinn við þína eigin sál.
Vertu svo alvörugefinn og þrautseigur
sem þú mundir vera, ef hið tímanlega líf
þitt væri í hættu. Þetta er mál, sem guð
og sál þín verða að útkljá sín á milli, og
það verður að vera til lykta leitt áður en
eilífðin rennur upp. Táldrægar vonir verða
þér til glötunar.
Rannsaka þú guðs orð með bæn. Þetta
orð sýnir þér í lögmáli guðs og lífi Krists
hin mikilsvarðandi grundvallaratriði hei-
lagleikans, „án hvers enginn kann drott-
inn að sjá“. Það sannfærir um syndina og
leiðir hjálpræðisveginn greinilega í Ijós.
Gef gaum að því; því að í því talar rödd
guðs til sálar þinnar.
Eigi skalt þú gefa þig örvæntingunni
á vald er þú sérð, hve voðaleg syndin er
og hvernig þú ert í raun og veru. Kristur
kom einmitt til að frelsa syndara. Vér
þurfum ekki að friðþægja oss við guð en
— hvílíkur undraverður kærleikur! — guð
friðþægði í Kristi heiminn við sjálfan sig.
Hann býður af sínum viðkvæma kærleika
hinum villuráfandi börnum sínum að
koma til sín. Enginn jarðneskur faðir get-
ur umborið bresti barna sinna með svo
mikilli þolinmæði, sem guð sýnir þeim,
er hann leitast við að frelsa. Enginn getur
áminnt þá, sem brotlegir eru, með meiri
kærleika. Engar mannlegar verur hafa
flutt þeim, sem eru villtir vegar, innilegri
og meir knýjandi heimboð en hann. Öll
hans fyrirheit og allar hans áminningar
eru eingöngu gagnteknar af og bera vott
um óumræðilegan kærleika.
Þegar satan kemur og segir, að þú
sért stórsyndari, þá líttu til frelsara þíns
og minnstu verðskuldunar hans. Þú munt
öðlast hjálp er þú horfir upp til ljóssins,
er stafar frá honum. Kannastu við að þú
hafir syndgað, en segðu óvininum, að
„Kristur sé kominn í heiminn til að frelsa
synduga menn“, og að þú getir orðið hólp-
inn vegna hins óviðjafnanlega kærleika
hans. Jesús lagði fyrir Símon spurningu
um tvo skuldunauta. Annar var í skuld
við lánardrottinn sinn um lítið fé, og hinn
um mikið, en hann gaf báðum upp skuld-
ina; og Kristur spurði Símon, hvor þeirra
hann héldi að mundi elska lánardrottinn
sinn meira. Símon svaraði: „Sá, sem hann
gaf upp stærri skuldina“. Vér höfum ver-
ið stórsyndarar, en Kristur dó til þess að
vér mættum öðlast fyrirgefningu. Verð-
skuldun fórnar hans er í augum föðursins
nægileg oss til gagns. Þeir, sem hann hefur
gefið mest eptir munu elska hann mest og
standa næstir hásæti hans, til þess