Stjarnan - 01.09.1949, Síða 4
68
STJARNAN
um þaðan á augabragði öll ríki veraldar-
innar og sagði: „Allt þetta veldi mun ég
gefa þér og vegsemd þess, því allt er mér
það í vald gefið, svo ég geti gefið það
hverjum sem ég vil“. Lúk. 4:5.—6. „Sér-
hver verður ánauðugur þræll þess er hann
sigrast af“. 2 Pét. 2:19.
Jesús kallar satan höfðingja þessa
heims. „Því að höfðingi þessa heims kem-
ur, og í mér hefir hann ekkert“. Jóh. 14:30.
4. Jesús endurkeypti með blóði sínu
það sem maðurinn missti. „Þér vitið að
þér eigi eruð endurleystir með forgengi-
legu silfri eða gulli, frá yðar hégómlega
athæfi, er þér numið höfðuð af feðrum
yðar, heldur með dýrmætu blóði þess ó-
flekkaða og lýtalausa lambsins, Krists“.
IPét. 1:18.-19.
Hann gefur eilíft líf. „Náðargjöf Guðs
er eilíft líf í Jesú Kristi Drottni vorum“.
Róm. 6:23. En gjöfin er skilyrði bundin:
„Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf
sinn eingetinn Son, til þess að hver sem
á hann trúir ekki glatist, heldur hafi eilíft
líf“.
Hann ummyndar þá sem á hann trúa.
„Hver sem er í Kristi hann er ný skepna.
hið gamla er afmáð: sjá allt er orðið nýtt“.
2 Kor. 5:17. „En vér allir, er skoðum eins
og í spegli, með beru andliti dýrð Drott-
ins, ummyndumst eins og af Drottins
Anda, eftir þessari sömu mynd til meiri
og meiri dýrðar“. 2 Kor. 3:18.
Guð mun endurreisa heimilið, skapa
nýja jörð. „Takið því sinnaskiptum og
snúið yður, svo að syndir yðar verði fyrir-
gefnar svo að endurlífgunartímar komi frá
augliti Drottins, og hann sendi þann yður
fyrirhugaða Jesúm Krist, sem á að halda
himninum allt til þess tíma að allt endur-
skapast, sem Guð hefir talað um fyrir
munn allra sinna heilögu spámanna frá
öndverðu“. Post. 3:19.—21. „En eftir hans
fyrirheiti væntum vér nýs himins og nýrr-
ar jarðar þar sem réttlætið mun búa“.
2Pét. 3:13.
Maðurinn fœr aftur yfirráð yfir jörð-
inni. „Þann sem sigrar, skal ég láta sitja
hjá mér í mínu hásæti, eins og ég sjálfur
að unnum sigri settist hjá mínum Föður
í hans hásæti“. Op. 3:21. „Engin bölvun
skal framar til vera, og hásæti Guðs og
Lambsins skal í henni vera, og hans þjón-
ar skulu honum þjóna, þeir skulu sjá hans
auglit og bera hans nafn á ennum sér“.
Op. 22:3.—4.
5. Lýsing nýju jarðarinnar. Núverandi
jörð verður hreinsuð með eldi. „Dagur
Drottins mun koma sem þjófur á nóttu,
þá munu himnarnir með miklum gný líða
undir lok, frumefnin af eldi sundurleys-
ast, og jörðin og þau verk sem á henni eru
upp brenna“. 2 Pét. 3:10.
Hin nýja Jerúsalem verður höfuðborg-
in. Lesið 21. og 22. kap. Opinberunarbók-
arinnar.
Guð mun dvelja hjá mönnunum. „Ég
heyrði mikla rödd af himni segjandi:
Þetta er tjaldbúð Guðs meðal mannanna,
hjá þeim mun hann bústað hafa, og þeir
skulu vera hans fólk, og Guð sjálfur mun
vera hjá þeim og vera þeirra Guð“. Op.
21:3.
Menn munu búa út um landið. „Sjá,
ég skapa nýjan himin og nýja jörð, hins
fyrrveranda skal ekki framar minnst
verða, og það skal engum í hug koma ....
þeir skulu byggja hús og búa í þeim,
planta víngarða og eta þeirra ávöxtu“.
Jes. 65:17.-21.
Menn munu koma til borgarinnar
reglubundið til Guðsþjónustu. „Því að
eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð,
sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir
mínu augliti, segir Drottinn, eins munu
afsprengi yðar og nafn standa stöðugt.
Og á mánuði hverjum tunglkomudaginn,
og á viku hverri hvíldardaginn, skal allt
hold koma, til þess að falla fram fyrir
mér, segir Drottinn“. Jes. 66:22. —23.
(Nýja þýðingin).
Enginn sjúkdómur, sorg eða þjáning
verður framar til. „Enginn af innbyggj-
endum borgarinnar skal segja: Ég er sjúk-
ur. Fólkinu sem í borginni býr eru synd-
ir þess fyrirgefnar“. Jes 33:24. „Hann mun
þerra hvert tár af augum þeirra, og dauð-
inn mun ekki framar til vera, hvorki
harmur né vein né mæða mun framar til
vera, því hið fyrra er farið“. Op. 21:4.
Öll dýrin verða friðsöm. „Þá mun úlf-
urinn búa hjá lambinu og pardusdýrið
liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ljónskálf-
ar og alifé ganga saman, og smásveinn
leiða þau. Kýrin og bjarndýrið munu vera
á beit saman, og kálfar og húnar liggja