Stjarnan - 01.09.1949, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.09.1949, Qupperneq 5
STJARNAN 69 hvorir hjá öðrum; ljónið mun hey éta sem naut. Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar, og það barn sem nývanið er af brjósti, mun stinga hendi sinni inn í bæli höggormsins“. Jes. 2:6.—9. „Hvergi á mínu heilaga fjalli munu þau nokkurt mein eða skaða gjöra, því jörðin er full af kynningu Drottins eins og sjávar- djúpið er vötnum hulið“. Jörðin verður öll fögur og frjósöm. Lesið Jesajas 35. kapítula. Vér munum þekkja hver annan. „Nú sjáum vér í gegnum gler í ráðgátu en á síðan augliti til auglitis, nú þekki ég að nokkru leyti, en þá mun ég sjálfur þekkja- ■ eins og ég er sjálfur þekktur". IKor. 13:12. Vér skiljum ekki til fulls þá dýrð, sem í vændum er. „Auga hefir ekki séð, ekki eyra heyrt, og í einkis huga komið, það sem Guð hefir þeim fyrirbúið sem hann elska“. IKor. 2:9. _______________*_______________ Davíð Brainerd var trúboði meðal Indí ána í Ameríku. Hann var bænarinnar maður. Um hann var sagt að hann fram- kvæmdi mest af starfi sínu gegnum bæn. Hann var einsamall lengst inni í skógin- um og gat ekki talað mál Indíánanna, svo hann varði heilum dögum til að biðja Guð að úthella yfir sig krafti heilags anda svo ríkulega að fólkið gæti ekki staðið á móti honum. Þessi maður baðst fyrir í einveru skóg- arins. Seinna þegar William Carey las æfisögu hans varð hann svo hrifinn að hann gaf líf sitt til kristniboðsstarfs. Henry Martin las lífsögu hans, það leiddi hann til að fara til Indlands. Payson las hana og sagðist aldrei hafa orðið eins hrif- inn af neinu sem hann las. Hið hulda líf sem lifað er í sambandi við Guð til þess að komast að uppsprettu kraftarins, það er líf, sem hefir áhrif í heiminum. C. O. G. + + + Evrópa snýr sér til Guðs. Fjögur þús- únd manns voru skírðir í Rúmeníu og sam einuðust söfnuðum Sjöunda dags Aðvent- ista árið 1946. í Þýzkalandi voru 5000 skírðir árið sem leið. Skyldi Guð neyðast til að senda oss sömu hörmungar og þeir liðu, til að vekja oss Vesturheimsbúa? S. J. í FÉLAGI MEÐ GUÐI Páll og Georg voru tvíburar, en svo ólíkir hver öðrum sem mest mátti vera. Annar var fljótfærinn og eigingjarn, hinn var stiltur og rólyndur. Páll kom einu sinni inn á skrifstofu bróður síns og sagði mjög vingjarnlega: „Georg, þú veist mér er mjög annt um framtíð þína, ekki einungis af því þú ert bróðir minn, heldur af því ég veit að þú hlýtur að hafa þá eiginleika sem við höf- um báðir tekið í arf frá foreldrum okkar. Ég tala hreinskilnislega. Ég hef aldrei heyrt þig tala um trúarbrögð". „En Páll, þú veist að ég ætla ekki að verða prestur. Áhugamál mitt er að verða ríkur verzlunarmaður. Hví skyldi ég brjóta heilann um trúarbrögð“. „Ég veit það Georg, en þú þarft að styðjast við grundvallaratriði kristindóms- ins viðvíkjandi verzlun þinni engu síður en í hverri annari stöðu. Ef þú tekur ekki Guð fyrir verzlunarfélaga þinn, þá mun verzlun þín standa á völtum fótum, og að líkindum enda í gjaldþroti“. Georg þagði um stund og hugsaði, síðan spurði hann: „Hvað meinar þú Páll?“ „Álítur þú ekki að réttlæti, góðvilji og ráðvendni ættu að vera grundvallaratriði hugsana vorra og framkvæmda?“ spurði Páll. „Jú, með vissum skilyrðum“, svaraði Georg. „En verzlun nú á dögum er nokk- urs konar samkeppni, þar sem sá skarp- asti vinnur. Stundum virðist sem maður sé neyddur til að leggja samvizkuna til hliðar svo að maður geti unnið í sam- keppninni“. „Ég er alveg sannfærður um hið gagn- stæða“, sagði Páll. „Ég get nefnt fleiri vel fjáða verzlunarmenn sem eru almennt við urkenndir fyrir að fylgja grundvallarat- riðum kristindómsins. Áreiðanlegir menn, sem njóta trausts og hylli allra sem þekkja þá. Við þurfum ekki að vera stefnulausir eða áhugalausir, en áhugi vor ætti að stefna að hinu bezta og æðsta takmarki: Peningar eru ekki takmarkið, sem vert er að keppa eftir. Hamingja verður ekki keypt fyrir peninga. Það er ekki peninga upphæðin, sem mest er um vert, heldur hitt hvernig þeim er varið“.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.